Tipparar mokgræddu á unglingaleik í Árbæ Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. mars 2017 06:00 Óvenju margir fylgdust með leik Fram og Fylkis í öðrum flokki karla. Mynd/Ásgrímur Helgi Einarsson Fjöldi fjárhættuspilara var mættur á leik Fylkis og Fram í Reykjavíkurmótinu í 2. flokki karla í vikunni. Ástæðan var sú að stuðlar veðmálasíðna bentu til þess að Framarar myndu vinna. Það var þrátt fyrir að sjö lykilmenn Framara vantaði í liðið. Veðjuðu því margir á Fylki og uppskáru vel því Árbæingar unnu leikinn 2-0. Fram vann fyrri leik liðanna 7-0. Þetta segir Jón Birgir Valsson, faðir eins leikmanna Fram. „Maður sá ýmsa í brekkunni sem maður hafði ekki séð áður. Þegar maður fór að spyrjast fyrir um hvað fólk væri að gera á leik sem skipti litlu máli í Reykjavíkurmótinu kom þetta í ljós,“ segir Jón. Sonur hans kom upp í 2. flokk á síðasta ári. Þá fyrst varð Jón var við þessa veðmálastarfsemi og blöskraði honum dálítið. „Maður er dálítið smeykur við það að þetta gæti haft slæm áhrif á óharðnaða og unga leikmenn. Þeir gætu freistast í einhverja vitleysu. Maður veit aldrei.“ Jón segist sjá lýsanda frá veðmálafyrirtækjum á hverjum einasta leik hjá A-liðum. Þeir séu mættir snemma og komi sér upp aðstöðu. Augljóst er að um lýsanda sé að ræða og tengist þeir hvorugu liðinu.Hann segist óttast það mjög að veðmálastarfsemi í öðrum flokki leiði til þess að óprúttnir aðilar reyni að fá leikmenn eða dómara til að hagræða leikjum. „Þetta er eitt af því sem kom upp í huga minn þegar ég tók eftir þessu,“ segir Jón og bætir því við að KSÍ þurfi að skoða þessi mál ofan í kjölinn. Jón Steindór Þorsteinsson, þjálfari 2. flokks karla hjá Fylki, segir marga hafa verið í stúkunni. „Við höfum yfirleitt heyrt af því ef eitthvert stuðlavesen hefur verið í gangi. Ég heyrði ekki af því fyrir þennan leik,“ segir Jón Steindór. Þó segir hann að slíkt myndi ekki koma sér á óvart þar sem bæði lið voru án sinna sterkustu manna. „Ég veit ekki af hverju stuðlarnir hefðu átt að vera eitthvað ruglaðir af því bæði liðin ættu að sitja við sama borð,“ segir Jón Steindór. Þá segist hann hafa tekið eftir því að veðmál hafi færst í aukana í 2. flokki. Þorvaldur Ingimundarson, heilindafulltrúi KSÍ, segir sambandið vita að þetta sé algengt í 2. flokki. Þó sé hann ekki viss hvort starfsemin sé að færast í aukana. „Orðspor íslenskrar knattspyrnu er þannig að veðmálafyrirtæki vilja hafa íslenska leiki á síðunum hjá sér. Það er erfiður fylgifiskur velgengni okkar og góðs orðspors. Eðlilega er freistnivandinn meiri fyrir marga, sérstaklega yngri kynslóðina,“ segir Þorvaldur. Þá segir hann KSÍ uggandi yfir veðmálum í yngri flokkum. Undanfarið hafi sambandið farið í knattspyrnufélög með fræðslu um málefnið. „Við viljum vekja athygli á þessu máli og vekja fólk til umhugsunar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Fjöldi fjárhættuspilara var mættur á leik Fylkis og Fram í Reykjavíkurmótinu í 2. flokki karla í vikunni. Ástæðan var sú að stuðlar veðmálasíðna bentu til þess að Framarar myndu vinna. Það var þrátt fyrir að sjö lykilmenn Framara vantaði í liðið. Veðjuðu því margir á Fylki og uppskáru vel því Árbæingar unnu leikinn 2-0. Fram vann fyrri leik liðanna 7-0. Þetta segir Jón Birgir Valsson, faðir eins leikmanna Fram. „Maður sá ýmsa í brekkunni sem maður hafði ekki séð áður. Þegar maður fór að spyrjast fyrir um hvað fólk væri að gera á leik sem skipti litlu máli í Reykjavíkurmótinu kom þetta í ljós,“ segir Jón. Sonur hans kom upp í 2. flokk á síðasta ári. Þá fyrst varð Jón var við þessa veðmálastarfsemi og blöskraði honum dálítið. „Maður er dálítið smeykur við það að þetta gæti haft slæm áhrif á óharðnaða og unga leikmenn. Þeir gætu freistast í einhverja vitleysu. Maður veit aldrei.“ Jón segist sjá lýsanda frá veðmálafyrirtækjum á hverjum einasta leik hjá A-liðum. Þeir séu mættir snemma og komi sér upp aðstöðu. Augljóst er að um lýsanda sé að ræða og tengist þeir hvorugu liðinu.Hann segist óttast það mjög að veðmálastarfsemi í öðrum flokki leiði til þess að óprúttnir aðilar reyni að fá leikmenn eða dómara til að hagræða leikjum. „Þetta er eitt af því sem kom upp í huga minn þegar ég tók eftir þessu,“ segir Jón og bætir því við að KSÍ þurfi að skoða þessi mál ofan í kjölinn. Jón Steindór Þorsteinsson, þjálfari 2. flokks karla hjá Fylki, segir marga hafa verið í stúkunni. „Við höfum yfirleitt heyrt af því ef eitthvert stuðlavesen hefur verið í gangi. Ég heyrði ekki af því fyrir þennan leik,“ segir Jón Steindór. Þó segir hann að slíkt myndi ekki koma sér á óvart þar sem bæði lið voru án sinna sterkustu manna. „Ég veit ekki af hverju stuðlarnir hefðu átt að vera eitthvað ruglaðir af því bæði liðin ættu að sitja við sama borð,“ segir Jón Steindór. Þá segist hann hafa tekið eftir því að veðmál hafi færst í aukana í 2. flokki. Þorvaldur Ingimundarson, heilindafulltrúi KSÍ, segir sambandið vita að þetta sé algengt í 2. flokki. Þó sé hann ekki viss hvort starfsemin sé að færast í aukana. „Orðspor íslenskrar knattspyrnu er þannig að veðmálafyrirtæki vilja hafa íslenska leiki á síðunum hjá sér. Það er erfiður fylgifiskur velgengni okkar og góðs orðspors. Eðlilega er freistnivandinn meiri fyrir marga, sérstaklega yngri kynslóðina,“ segir Þorvaldur. Þá segir hann KSÍ uggandi yfir veðmálum í yngri flokkum. Undanfarið hafi sambandið farið í knattspyrnufélög með fræðslu um málefnið. „Við viljum vekja athygli á þessu máli og vekja fólk til umhugsunar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira