Raddlausar konur Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2017 07:00 Ég horfði á kvikmyndastiklu um daginn. Myndin fjallar um reffilegt gengi ofurhetja og hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu. Ég skemmti mér vel við áhorfið. Hetjurnar börðust djarflega, tæknibrellurnar voru glæsilegar og af og til var meira að segja skotið inn brandara. En svo tók reyndar bara ein kona til máls. Ein kona og fimm karlar. Það er nefnilega svolítið merkilegt, þetta varðandi skemmtiefnið sem framleitt er fyrir okkur. Miðað við sögurnar sem valið er að segja og tilhögun á hlutverkaskipan mætti ætla að mannkynið skiptist u.þ.b. eins og í umræddri stiklu: ein kona á hverja fimm karlmenn. Mér fannst þetta fram úr hófi sárt þegar ég var barn. Í teiknimyndum, sem ekki voru stílaðar sérstaklega á stelpur, var ömurlega oft farið með kyn mitt eins og einhvers konar persónu- eða útlitseinkenni. Einn var rauðhærður, einn var bókhneigður, einn var hugrakkur leiðtogi og einn var stelpa. En svo er þetta eiginlega ekkert minna sárt núna. Konur fá of sjaldan rödd í skemmtiefni sem höfða á til allra. Bókstaflega. Manni finnst næstum því skrýtið þegar tvær konur ræða saman í kvikmynd. Og sömu sögu er að segja þegar kemur að hlutverkum sem þarfnast ekki einu sinni raddar. Hinir þöglu, hversdagslegu og hlutlausu ? lögreglumenn, húsverðir, yfirmenn, gangandi vegfarendur eru í flestum tilvikum karlar. Þeir eru normið, konur eru frávik. Ég held samt að nú séu umrótstímar. Stelpur eru í auknum mæli að hrifsa til sín orðið og þær fá sífellt sterkari hljómgrunn. Við erum nefnilega langþreyttar á því að vera undantekning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun
Ég horfði á kvikmyndastiklu um daginn. Myndin fjallar um reffilegt gengi ofurhetja og hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu. Ég skemmti mér vel við áhorfið. Hetjurnar börðust djarflega, tæknibrellurnar voru glæsilegar og af og til var meira að segja skotið inn brandara. En svo tók reyndar bara ein kona til máls. Ein kona og fimm karlar. Það er nefnilega svolítið merkilegt, þetta varðandi skemmtiefnið sem framleitt er fyrir okkur. Miðað við sögurnar sem valið er að segja og tilhögun á hlutverkaskipan mætti ætla að mannkynið skiptist u.þ.b. eins og í umræddri stiklu: ein kona á hverja fimm karlmenn. Mér fannst þetta fram úr hófi sárt þegar ég var barn. Í teiknimyndum, sem ekki voru stílaðar sérstaklega á stelpur, var ömurlega oft farið með kyn mitt eins og einhvers konar persónu- eða útlitseinkenni. Einn var rauðhærður, einn var bókhneigður, einn var hugrakkur leiðtogi og einn var stelpa. En svo er þetta eiginlega ekkert minna sárt núna. Konur fá of sjaldan rödd í skemmtiefni sem höfða á til allra. Bókstaflega. Manni finnst næstum því skrýtið þegar tvær konur ræða saman í kvikmynd. Og sömu sögu er að segja þegar kemur að hlutverkum sem þarfnast ekki einu sinni raddar. Hinir þöglu, hversdagslegu og hlutlausu ? lögreglumenn, húsverðir, yfirmenn, gangandi vegfarendur eru í flestum tilvikum karlar. Þeir eru normið, konur eru frávik. Ég held samt að nú séu umrótstímar. Stelpur eru í auknum mæli að hrifsa til sín orðið og þær fá sífellt sterkari hljómgrunn. Við erum nefnilega langþreyttar á því að vera undantekning.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun