Gerðu mikið úr aðkomu þýska bankans Höskuldur Kári Schram skrifar 27. mars 2017 19:30 Forsvarsmenn S-hópsins svokallaða lögðu mikla áherslu á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum hópsins á tæplega fimmtíu prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Ný gögn benda hins vegar til þess að um málamyndagjörning hafi verið að ræða og að bankinn hafi aldrei tekið neina fjárhagslega áhættu í málinu. Sérstakri rannsóknarnefnd á vegum Alþingis var gert að skoða aðkomu þýska bankans á kaupum S-hópsins á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Búist er við því að nefndin skili niðurstöðu sinni á miðvikudag. Í Fréttablaðinu í dag er vísað til gagna sem rannsóknarnefndin hefur aflað sér en þar segir að aðkoma þýska bankans að þessum kaupum hafi verið til málamynda. Bankanum hafi verið tryggt skaðleysi af þessari þátttöku og ekki tekið neina fjárhagslega áhættu. Rúmum tveimur árum eftir kaupin var þýski bankinn búinn að selja allan hlutinn til annarra hluthafa innan S-hópsins. Aðkomu þýska bankans að kaupum S-hópsins í Búnaðarbankanum á sínum tíma var sérstaklega fagnað enda höfðu stjórnvöld lagt áherslu á að fá erlend fjármálafyrirtæki inn í eigendahóp íslensku bankanna. Í fréttatilkynningum sem S-hópurinn sendi á fjölmiðla eftir að búið var að ganga frá kaupunum segir meðal annars að það séu mikil tíðindi að traustur, erlendur banki taki þátt í að fjárfesta í íslenskri fjármálastofnun. Búnaðarbankinn komi til með að njóta þekkingar, reynslu og viðskiptasambanda þýska bankans í starfsemi sinni. Í fréttatilkynningu sem Hauck & Aufhäuser bankinn sendi á fjölmiðla á svipuðum tíma segir að Búnaðarbankinn sé vænleg fjárfesting og að þýski bankinn telji sig ennfremur hafa hag af því að miðla af sérþekkingu sinni til hins íslenska banka. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að um blekkingarleik hafi verið að ræða og að þýski bankinn hafi aldrei haft áhuga á því að eignast í íslenskum banka. Logi Einarssonar formaður Samfylkingarinnar segir að þetta varpi frekari ljósi á það hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Valgerður Sverrisdóttir, sem gengdi embætti viðskiptaráðherra á tímum einkavæðingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að það sé full ástæða til þess að kanna þetta mál frekar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Ólafur Ólafsson fjárfestir baðst undan viðtali. Í samtali við fréttablaðið í dag vísar hann því hins vegar á bug að um blekkingu hafi verið að ræða. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Forsvarsmenn S-hópsins svokallaða lögðu mikla áherslu á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum hópsins á tæplega fimmtíu prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Ný gögn benda hins vegar til þess að um málamyndagjörning hafi verið að ræða og að bankinn hafi aldrei tekið neina fjárhagslega áhættu í málinu. Sérstakri rannsóknarnefnd á vegum Alþingis var gert að skoða aðkomu þýska bankans á kaupum S-hópsins á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Búist er við því að nefndin skili niðurstöðu sinni á miðvikudag. Í Fréttablaðinu í dag er vísað til gagna sem rannsóknarnefndin hefur aflað sér en þar segir að aðkoma þýska bankans að þessum kaupum hafi verið til málamynda. Bankanum hafi verið tryggt skaðleysi af þessari þátttöku og ekki tekið neina fjárhagslega áhættu. Rúmum tveimur árum eftir kaupin var þýski bankinn búinn að selja allan hlutinn til annarra hluthafa innan S-hópsins. Aðkomu þýska bankans að kaupum S-hópsins í Búnaðarbankanum á sínum tíma var sérstaklega fagnað enda höfðu stjórnvöld lagt áherslu á að fá erlend fjármálafyrirtæki inn í eigendahóp íslensku bankanna. Í fréttatilkynningum sem S-hópurinn sendi á fjölmiðla eftir að búið var að ganga frá kaupunum segir meðal annars að það séu mikil tíðindi að traustur, erlendur banki taki þátt í að fjárfesta í íslenskri fjármálastofnun. Búnaðarbankinn komi til með að njóta þekkingar, reynslu og viðskiptasambanda þýska bankans í starfsemi sinni. Í fréttatilkynningu sem Hauck & Aufhäuser bankinn sendi á fjölmiðla á svipuðum tíma segir að Búnaðarbankinn sé vænleg fjárfesting og að þýski bankinn telji sig ennfremur hafa hag af því að miðla af sérþekkingu sinni til hins íslenska banka. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að um blekkingarleik hafi verið að ræða og að þýski bankinn hafi aldrei haft áhuga á því að eignast í íslenskum banka. Logi Einarssonar formaður Samfylkingarinnar segir að þetta varpi frekari ljósi á það hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Valgerður Sverrisdóttir, sem gengdi embætti viðskiptaráðherra á tímum einkavæðingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að það sé full ástæða til þess að kanna þetta mál frekar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Ólafur Ólafsson fjárfestir baðst undan viðtali. Í samtali við fréttablaðið í dag vísar hann því hins vegar á bug að um blekkingu hafi verið að ræða.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira