Ekki þessi leiðindi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 28. mars 2017 07:00 Það er kannski til marks um það hversu miklir snobbarar við Íslendingar erum, að við teljum orðspor okkar í hættu ef upp kemst að við eigum ekki peninga. En ef heimurinn vissi hvernig við hegðum okkur þegar við eigum pening, þá værum við heimsfræg fyrir leiðindi. Ég er hvað stoltastur af því hversu margt skemmtilegt fólk býr á Íslandi og hversu margir eru frjóir í hugsun, eins og sjá má á okkar blómstrandi menningarlífi. Hins vegar finnst mér eins og sífellt sé verið að reyna að stemma stigu við þessum skemmtilegheitum með því að gera landið einsleitt, óréttlátt og leiðinlegt. Stjórnmálamenn tryggja leiðindin með því að varða leið fyrir lénsherra vora. Það getur til dæmis farið svona fram: Skorin var upp herör gegn Airbnb, og dugði ekkert minna en lagasetning og svo hefur bæjarstjóri í Kópavogi talað um að banna það á vissum svæðum til að tryggja eðlilegt framboð af litlum og meðalstórum íbúðum á húsnæðismarkaði. Gott og vel. En frá 2013 hafa félög eins og Gamma, Heimavellir, BK Eignir og Ásbrú ehf. keypt upp hátt í þrjú þúsund íbúðir og mokgræða á að leigja þær út. Leigan hefur á sama tíma hækkað von úr viti og er svo komið að fólk sem er ekki með háar tekjur er á vonarvöl. Stjórnvöld hafa brugðist við og í þessum mánuði undirritaði borgarstjóri samning við fyrirtæki í eigu Ólafs Ólafssonar um að reisa 332 íbúðir. Býsna ólík viðbrögð við svipuðum vanda sem staðfesta viðleitnina. Þar sem pólitíkusar duga engan veginn, biðla ég beint til auðmanna: Þið fenguð fiskinn, og völdin, og fáið fjármálastofnanirnar jafnóðum og almenningur hefur lagað þær. Hvernig væri nú að fara að njóta lífsins og hætta þessum leiðindum? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Það er kannski til marks um það hversu miklir snobbarar við Íslendingar erum, að við teljum orðspor okkar í hættu ef upp kemst að við eigum ekki peninga. En ef heimurinn vissi hvernig við hegðum okkur þegar við eigum pening, þá værum við heimsfræg fyrir leiðindi. Ég er hvað stoltastur af því hversu margt skemmtilegt fólk býr á Íslandi og hversu margir eru frjóir í hugsun, eins og sjá má á okkar blómstrandi menningarlífi. Hins vegar finnst mér eins og sífellt sé verið að reyna að stemma stigu við þessum skemmtilegheitum með því að gera landið einsleitt, óréttlátt og leiðinlegt. Stjórnmálamenn tryggja leiðindin með því að varða leið fyrir lénsherra vora. Það getur til dæmis farið svona fram: Skorin var upp herör gegn Airbnb, og dugði ekkert minna en lagasetning og svo hefur bæjarstjóri í Kópavogi talað um að banna það á vissum svæðum til að tryggja eðlilegt framboð af litlum og meðalstórum íbúðum á húsnæðismarkaði. Gott og vel. En frá 2013 hafa félög eins og Gamma, Heimavellir, BK Eignir og Ásbrú ehf. keypt upp hátt í þrjú þúsund íbúðir og mokgræða á að leigja þær út. Leigan hefur á sama tíma hækkað von úr viti og er svo komið að fólk sem er ekki með háar tekjur er á vonarvöl. Stjórnvöld hafa brugðist við og í þessum mánuði undirritaði borgarstjóri samning við fyrirtæki í eigu Ólafs Ólafssonar um að reisa 332 íbúðir. Býsna ólík viðbrögð við svipuðum vanda sem staðfesta viðleitnina. Þar sem pólitíkusar duga engan veginn, biðla ég beint til auðmanna: Þið fenguð fiskinn, og völdin, og fáið fjármálastofnanirnar jafnóðum og almenningur hefur lagað þær. Hvernig væri nú að fara að njóta lífsins og hætta þessum leiðindum? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun