Ólafía Þórunn á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. mars 2017 02:00 Ólafía Þórunn horfir hér á eftir höggi á LPGA-mótaröðinni. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring Kia Classic mótsins á LPGA-mótaröðinni en Ólafía fékk tvo fugla og þrjá skolla á hringnum og er þegar þetta er skrifað í 65. sæti. Fer mótið fram í Carlsbad í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum en góður árangur á þessu móti gæti tryggt Ólafíu þátttökurétt á fyrsta risamóti ársins um næstu helgi. Ólafía fór vel af stað en tveir skollar á seinustu tveimur holunum gerðu það að verkum að hún er yfir pari eftir fyrsta hring. Kom Ólafía inn í mótið eftir að hafa misst af niðurskurðinum í Arizona helgina áður en þá kostuðu mistök á lokaholum annars hringsins hana á endanum þátttökuréttinn það sem eftir lifði móts. Sá hringur virtist eitthvað sitja í henni á fyrstu holu en innáhöggið hitti ekki flötina eftir gott upphafshögg. Neyddist hún því að reyna að bjarga parinu með góðu þriðja höggi en tvípútt kostaði hana högg strax á fyrstu holu. Þrátt fyrir mistök fyrstu brautar lét Ólafía tapaða höggið ekki trufla sig og fékk hún fimm pör í röð þar til kom að fyrsta fugli dagsins á sjöundu braut. Var hún að hitta flatirnar vel og að koma sér í fuglafæri en var þó alltaf með örugg pör. Lék hún næstu tvær holur eftir það á pari og var hún því á pari eftir fyrri níu holurnar en hún fylgdi því eftir með pari á næstu fjórum holum en aðeins einu sinni neyddist hún til að bjarga parinu eftir að hafa misst af flötinni í innáhöggi. Á fjórtándu braut fékk Ólafía síðan annan fugl sinn á par 3 holu sem liggur töluvert niður í móti en gott upphafshögg hennar stillti fullkomnlega upp fyrir fuglapúttið. Því fylgdu tvö pör í röð áður en hún tapaði höggi á lengstu holu vallarins, sautjándu braut sem er par fimm hola. Eftir að hafa misst af brautinni í upphafshögginu og flötinni í þriðja högginu tvípúttaði hún fyrir skollanum og var því komin á par á ný. Á átjándu braut komst Ólafía inn á flötina í öðru höggi líkt og oft áður á hringnum í dag en fyrsta þrípútt dagsins reyndist henni dýrkeypt og fékk hún því skolla aðra holuna í röð og lauk hringnum á einu höggi yfir pari. Ólafía leikur annan hringinn á morgun í Kaliforníu en eins og staðan er núna er hún við niðurskurðarlínuna þegar kemur að því eftir tvo hringi. Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring Kia Classic mótsins á LPGA-mótaröðinni en Ólafía fékk tvo fugla og þrjá skolla á hringnum og er þegar þetta er skrifað í 65. sæti. Fer mótið fram í Carlsbad í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum en góður árangur á þessu móti gæti tryggt Ólafíu þátttökurétt á fyrsta risamóti ársins um næstu helgi. Ólafía fór vel af stað en tveir skollar á seinustu tveimur holunum gerðu það að verkum að hún er yfir pari eftir fyrsta hring. Kom Ólafía inn í mótið eftir að hafa misst af niðurskurðinum í Arizona helgina áður en þá kostuðu mistök á lokaholum annars hringsins hana á endanum þátttökuréttinn það sem eftir lifði móts. Sá hringur virtist eitthvað sitja í henni á fyrstu holu en innáhöggið hitti ekki flötina eftir gott upphafshögg. Neyddist hún því að reyna að bjarga parinu með góðu þriðja höggi en tvípútt kostaði hana högg strax á fyrstu holu. Þrátt fyrir mistök fyrstu brautar lét Ólafía tapaða höggið ekki trufla sig og fékk hún fimm pör í röð þar til kom að fyrsta fugli dagsins á sjöundu braut. Var hún að hitta flatirnar vel og að koma sér í fuglafæri en var þó alltaf með örugg pör. Lék hún næstu tvær holur eftir það á pari og var hún því á pari eftir fyrri níu holurnar en hún fylgdi því eftir með pari á næstu fjórum holum en aðeins einu sinni neyddist hún til að bjarga parinu eftir að hafa misst af flötinni í innáhöggi. Á fjórtándu braut fékk Ólafía síðan annan fugl sinn á par 3 holu sem liggur töluvert niður í móti en gott upphafshögg hennar stillti fullkomnlega upp fyrir fuglapúttið. Því fylgdu tvö pör í röð áður en hún tapaði höggi á lengstu holu vallarins, sautjándu braut sem er par fimm hola. Eftir að hafa misst af brautinni í upphafshögginu og flötinni í þriðja högginu tvípúttaði hún fyrir skollanum og var því komin á par á ný. Á átjándu braut komst Ólafía inn á flötina í öðru höggi líkt og oft áður á hringnum í dag en fyrsta þrípútt dagsins reyndist henni dýrkeypt og fékk hún því skolla aðra holuna í röð og lauk hringnum á einu höggi yfir pari. Ólafía leikur annan hringinn á morgun í Kaliforníu en eins og staðan er núna er hún við niðurskurðarlínuna þegar kemur að því eftir tvo hringi.
Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira