Fögnum fjölbreytileikanum Frosti Logason skrifar 23. mars 2017 07:00 Fyrir mánuði síðan var ég vakinn til rækilegrar vitundar við lestur stöðufærslu hjá einum félaga mínum á Facebook. Aðilinn sem skrifaði færsluna lýsti því hvernig annars hefðbundin ferð á pizzastað hefði snúist upp í sorglega upplifun. Upplifun sem leiddi til þess að hann brotnaði gjörsamlega niður. Þetta kvöld má segja að ákveðið korn hafi fyllt mæli sem hægt og rólega hafði verið að fyllast. Þessi félagi minn á 4 ára son sem er ekki alveg nákvæmlega eins og flest börn. Hann er með Downs-heilkenni. Þetta kvöld þurfti hann í enn eitt skiptið að heyra, í sömu vikunni, orðin mongó og mongólíti þegar starfsmenn veitingastaðarins voru að fíflast sín á milli hinum megin við afgreiðsluborðið. Þetta sló mig sérstaklega þegar ég hugsaði til þess hversu oft ég sjálfur hef fíflast með þessi orð í fullkomnu hugsunarleysi. Án þess að gera mér minnstu grein fyrir sárindunum sem þeim kunna að fylgja. Í stöðufærslunni lýsti félagi minn því hvernig sonur hans hefði auðvitað ekki valið að fæðast með Downs-heilkenni, en hann væri glaðlyndur, hress, skemmtilegur og yndislegur strákur sem væri elskaður af fjölskyldu sinni og öllum sem honum kynntust. Sem segir sig auðvitað sjálft. Drengurinn er, eins og allir aðrir sem eru með Downs-heilkenni, manneskja af holdi og blóði sem skartar nákvæmlega sama tilfinningaskala og við gerum öll. Ég á ekki auðvelt með að setja mig í spor fólks með Downs-heilkenni eða aðstandenda þeirra. En ég veit að fordómar okkar hinna gera þeim ekki auðvelt fyrir. Hugsum áður en við tölum. Fögnum fjölbreytileikanum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun
Fyrir mánuði síðan var ég vakinn til rækilegrar vitundar við lestur stöðufærslu hjá einum félaga mínum á Facebook. Aðilinn sem skrifaði færsluna lýsti því hvernig annars hefðbundin ferð á pizzastað hefði snúist upp í sorglega upplifun. Upplifun sem leiddi til þess að hann brotnaði gjörsamlega niður. Þetta kvöld má segja að ákveðið korn hafi fyllt mæli sem hægt og rólega hafði verið að fyllast. Þessi félagi minn á 4 ára son sem er ekki alveg nákvæmlega eins og flest börn. Hann er með Downs-heilkenni. Þetta kvöld þurfti hann í enn eitt skiptið að heyra, í sömu vikunni, orðin mongó og mongólíti þegar starfsmenn veitingastaðarins voru að fíflast sín á milli hinum megin við afgreiðsluborðið. Þetta sló mig sérstaklega þegar ég hugsaði til þess hversu oft ég sjálfur hef fíflast með þessi orð í fullkomnu hugsunarleysi. Án þess að gera mér minnstu grein fyrir sárindunum sem þeim kunna að fylgja. Í stöðufærslunni lýsti félagi minn því hvernig sonur hans hefði auðvitað ekki valið að fæðast með Downs-heilkenni, en hann væri glaðlyndur, hress, skemmtilegur og yndislegur strákur sem væri elskaður af fjölskyldu sinni og öllum sem honum kynntust. Sem segir sig auðvitað sjálft. Drengurinn er, eins og allir aðrir sem eru með Downs-heilkenni, manneskja af holdi og blóði sem skartar nákvæmlega sama tilfinningaskala og við gerum öll. Ég á ekki auðvelt með að setja mig í spor fólks með Downs-heilkenni eða aðstandenda þeirra. En ég veit að fordómar okkar hinna gera þeim ekki auðvelt fyrir. Hugsum áður en við tölum. Fögnum fjölbreytileikanum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.