Fræðilegir frambjóðendur Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 21. mars 2017 07:00 Hvernig stendur eiginlega á því að þið eruð alltaf að taka viðtöl við Hannes Hólmstein í fréttunum, hann er alltaf kallaður til þegar það þarf að fá viðbrögð úr akademíunni? Er hann ekki svo pólitískur og tengdur, ég meina er hann ekki innmúraður í Sjálfstæðisflokkinn?“ Fréttamaður: „Nei, sjáðu hann hefur aldrei setið á þingi eða farið í prófkjör og jú hann er vinur Davíðs, en hann er líka fræðimaður og hann heldur þessu alveg aðskildu, toppmaður.“ „En af hverju talið þið aldrei við til dæmis Eirík Bergmann eða Baldur Þórhalls?“ Fréttamaður: „Jú sjáðu, þeir hafa nú báðir blessaðir verið í framboði eða í prófkjöri hjá Samfó, annar þeirra sat nú bara á þingi fyrir Samfó.“ „Geta þeir samt ekki aðskilið, svona eins og Hannes?“ Fréttamaður: „Nei, það er nú sitt hvað að þekkja Davíð eða vera á þingi fyrir stjórnmálaflokk. Við leggjum það ekki á þá að þurfa að tjá sig um hvað þeirra menn eru að segja á þingi. Og svo þurfum við að hugsa um áhorfendur. Þeir verða að geta treyst því að þegar við tölum við fólk úr akademíunni þá séu það hlutlausir, já og helst blóðlausir, fræðimenn sem eru bara að rannsaka og svona. Grundvallaratriði, skilurðu.“ „Ég skil, en getið þið ekki bara látið áhorfendur vita, ég meina, upplýst um það að þeir séu með þessi tengsl við stjórnmálin og þannig kallað þá til? Þetta eru jú fínir fræðimenn.“ Fréttamaður: „Já, þú meinar, að við látum áhorfendur vita, já kannski er það góð hugmynd.“ „Já, svona í nafni upplýstrar umræðu.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hvernig stendur eiginlega á því að þið eruð alltaf að taka viðtöl við Hannes Hólmstein í fréttunum, hann er alltaf kallaður til þegar það þarf að fá viðbrögð úr akademíunni? Er hann ekki svo pólitískur og tengdur, ég meina er hann ekki innmúraður í Sjálfstæðisflokkinn?“ Fréttamaður: „Nei, sjáðu hann hefur aldrei setið á þingi eða farið í prófkjör og jú hann er vinur Davíðs, en hann er líka fræðimaður og hann heldur þessu alveg aðskildu, toppmaður.“ „En af hverju talið þið aldrei við til dæmis Eirík Bergmann eða Baldur Þórhalls?“ Fréttamaður: „Jú sjáðu, þeir hafa nú báðir blessaðir verið í framboði eða í prófkjöri hjá Samfó, annar þeirra sat nú bara á þingi fyrir Samfó.“ „Geta þeir samt ekki aðskilið, svona eins og Hannes?“ Fréttamaður: „Nei, það er nú sitt hvað að þekkja Davíð eða vera á þingi fyrir stjórnmálaflokk. Við leggjum það ekki á þá að þurfa að tjá sig um hvað þeirra menn eru að segja á þingi. Og svo þurfum við að hugsa um áhorfendur. Þeir verða að geta treyst því að þegar við tölum við fólk úr akademíunni þá séu það hlutlausir, já og helst blóðlausir, fræðimenn sem eru bara að rannsaka og svona. Grundvallaratriði, skilurðu.“ „Ég skil, en getið þið ekki bara látið áhorfendur vita, ég meina, upplýst um það að þeir séu með þessi tengsl við stjórnmálin og þannig kallað þá til? Þetta eru jú fínir fræðimenn.“ Fréttamaður: „Já, þú meinar, að við látum áhorfendur vita, já kannski er það góð hugmynd.“ „Já, svona í nafni upplýstrar umræðu.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun