Selur franska ríkið eignarhlut sinn í Renault? Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2017 11:00 Höfuðstöðvar Renault. Haft var eftir fjármálaráðherra Frakklands að ekki sé útilokað að franska ríkið selji hluta eða allt eignarhlad sitt í franska bílaframleiðandanum Renault, en franska ríkið á rétt undir 20% í Renault. Nú séu markaðsaðstæður hagstæðari en oft áður og að franska ríkinu beri að gæta réttar franskra skattgreiðenda. Franska ríkið hefur aukið hlut sinn á undanförnum árum í Renault sem aðgerð til að vernda störf í Frakklandi. Fjármálaráðherran Michel Sapin lét hafa eftir sér að það væri alls ekki meiningin hjá franska ríkinu að eiga stóran hlut í Renault til framtíðar, né heldur væri meiningin að tapa á kaupum í Renault á sínum tíma. Ef rétt verð fæst fyrir bréfin í Renault má búast við að franska ríkið nýti sér það og minnki hlut sinn verulega. Hlutabréf í Renault hafa fallið um 6% það sem af er ári, en ef til vill býður franska ríkið eftir því að verð þeirra hækki á ný og þá myndist tækifæri til sölu. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent
Haft var eftir fjármálaráðherra Frakklands að ekki sé útilokað að franska ríkið selji hluta eða allt eignarhlad sitt í franska bílaframleiðandanum Renault, en franska ríkið á rétt undir 20% í Renault. Nú séu markaðsaðstæður hagstæðari en oft áður og að franska ríkinu beri að gæta réttar franskra skattgreiðenda. Franska ríkið hefur aukið hlut sinn á undanförnum árum í Renault sem aðgerð til að vernda störf í Frakklandi. Fjármálaráðherran Michel Sapin lét hafa eftir sér að það væri alls ekki meiningin hjá franska ríkinu að eiga stóran hlut í Renault til framtíðar, né heldur væri meiningin að tapa á kaupum í Renault á sínum tíma. Ef rétt verð fæst fyrir bréfin í Renault má búast við að franska ríkið nýti sér það og minnki hlut sinn verulega. Hlutabréf í Renault hafa fallið um 6% það sem af er ári, en ef til vill býður franska ríkið eftir því að verð þeirra hækki á ný og þá myndist tækifæri til sölu.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent