Starfsfólk Porsche fær 1,1 milljón í bónus Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2017 09:30 Porsche 911 Turbo S. Það er greinilega jafn gott að aka Porsche og að vinna fyrir Porsche. Um leið og Porsche greindi frá methagnaði sínum fyrir síðasta ár var tilkynnt að hver starfsmaður Porsche muni fá 1,1 milljón króna í bónus fyrir vel unnin störf á síðasta ári. Það verða 21.000 starfsmenn sem njóta þessa. Reyndar er upphæðin í evrum með nokkra skírskotun til frægasta framleiðslubíls Porsche, því hver og einn starfsmaður fær 9.111 evrur í bónusumslaginu. Vel má þar finna líkindi með Porsche 911 bílnum fræga. Á síðustu tveimur árum hefur Porsche verið svo til jafn rausnarlegt við starfsmenn sína og greitt þeim 8.911 og 8.600 evrur í bónus. Það er því stigvaxandi lukka að vinna fyrir þýska sportbílaframleiðandann. Það kemur ekki á óvart að þessi bónus Porsche er sá hæsti sem greiddur er innan stóru Volkswagen bílasamstæðunnar, en það gengur jú hvergi betur en hjá Porsche. Velta Porsche jókst um 4% á síðasta ári og nam 2.675 milljörðum króna og hagnaðurinn um 14% og var 468 milljarðar króna. Alls seldi Porsche 237.778 bíla í fyrra. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent
Það er greinilega jafn gott að aka Porsche og að vinna fyrir Porsche. Um leið og Porsche greindi frá methagnaði sínum fyrir síðasta ár var tilkynnt að hver starfsmaður Porsche muni fá 1,1 milljón króna í bónus fyrir vel unnin störf á síðasta ári. Það verða 21.000 starfsmenn sem njóta þessa. Reyndar er upphæðin í evrum með nokkra skírskotun til frægasta framleiðslubíls Porsche, því hver og einn starfsmaður fær 9.111 evrur í bónusumslaginu. Vel má þar finna líkindi með Porsche 911 bílnum fræga. Á síðustu tveimur árum hefur Porsche verið svo til jafn rausnarlegt við starfsmenn sína og greitt þeim 8.911 og 8.600 evrur í bónus. Það er því stigvaxandi lukka að vinna fyrir þýska sportbílaframleiðandann. Það kemur ekki á óvart að þessi bónus Porsche er sá hæsti sem greiddur er innan stóru Volkswagen bílasamstæðunnar, en það gengur jú hvergi betur en hjá Porsche. Velta Porsche jókst um 4% á síðasta ári og nam 2.675 milljörðum króna og hagnaðurinn um 14% og var 468 milljarðar króna. Alls seldi Porsche 237.778 bíla í fyrra.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent