Nýi bíllinn er af gerðinni RC Sprider og er framleiddur í Svíþjóð. Þetta er fyrsti bíll sinnar tegundar sem fluttur er hingað til lands,“ segir Vilhjálmur Þ. Matthíasson, framkvæmdastjóri Fagverks, en Fagverk er verktakafyrirtæki sem býr yfir bæði tækjakosti og mannafla til að leysa öll malbikunarverkefni. Undanfarin þrjú ár hefur fyrirtækið séð um allar holuviðgerðir fyrir Reykjavíkurborg og mun nýi bíllinn koma þar að góðum notum.

Einn mesti kostur bílsins er að minni mannskap þarf við verkið. „Einn maður stjórnar fjarstýringunni meðan annar jafnar efsta lagið á malbikinu. Bíllinn sjálfur er einnig fjarstýrður og því þarf ekki að eyða tíma í að stökkva upp í bílinn til að færa hann til meðan á viðgerð stendur. Það er bylting fyrir öryggi starfsmanna þegar verið er að færa bílinn innan um mannskap sem er upptekinn við vinnu sína.
Fagverk fékk Sprider vörubílinn til landsins fyrir áramót og hefur notað hann nokkuð til malbiksviðgerða nú þegar með góðum árangri. Vilhjálmur hlakkar til að geta notað hann enn meira þegar líður að sumri enda bíður stórt verkefni við holuviðgerðir á götum borgarinnar. „Við munum geta afkastað meiru auk þess sem þetta léttir mjög vinnuna fyrir mennina.“

Meginverkefni fyrirtækisins snúa að malbikun og fræsingu á malbiki en Fagverk er einnig byggingaverktaki, sinnir jarðvinnu og snjómokstri en fyrirtækið býr yfir fullbúnum bílum og tækjum í snjómokstur, söltun og söndun.
Nánari upplýsingar á www.malbika.is. Fagverk verktakar ehf. Spóahöfða 18, Mosfellsbæ.