Hafsjór af fréttum á einni viku María Bjarnadóttir skrifar 31. mars 2017 07:00 Rannsóknarskipið Kjartan og Finnur fiskaði ýmislegt upp úr Djúpu lauginni í vikunni. Þeir köfuðu í gegnum þúsundir skjala og drógu upp á yfirborðið gögn sem sýna að ýmislegt var meira í ætt við kafbátastarfsemi en bankaumsýslu þegar Búnaðarbankinn var einkavæddur fyrir fermingaraldri síðan. Það var varla bætandi á bófahasar vikunnar þó að ekki hafi farið mikið fyrir því að kalla á lögguna. Fyrrum forsætisráðherra upplýsti um hótanir og mútutilraunir fulltrúa vogunarsjóða í tengslum við uppgjör hrunsins. Vonandi voru það ekki sömu vogunarsjóðir og voru að kaupa hluti í Arion banka. Ríkisendurskoðun gerði tilkall til titilsins Svarti Pétur vikunnar þegar kom í ljós að stofnunin ofmat dönskukunnáttu sína með alvarlegum afleiðingum fyrir mikilvægan hóp og hló að þeim sem töldu sig fyrir 10 árum sjá glitta í gögnin sem Kjartan og Finnur sýndu í vikunni. Líklega einhver innri endurskoðun fram undan þar. Gengi krónunnar heldur svo áfram að ógna túristasiglingu þjóðarskútunnar. Það er víst að drekkja aumingja útgerðarmönnunum og tekur ekkert tillit til nýlegra launahækkana sjómanna. Ef losun gjaldeyrishaftanna dugar ekki til að ná þeim í land verður víst að sigla fiskinum í útlenska höfn. Bara I´m sorry. Útgerðin hlýtur að skoða Bretland sem arftaka íslenskrar landsbyggðar við fiskvinnslu. Nú eru aðeins tvö ár þar til Bretar losna við evrópsk lágmörk um réttindi á vinnumarkaði og ódýrasta vinnuafl heimsálfunnar verður þá bara hinumegin við miðin, tilbúið við færibandið. Eru ekki alltaf fleiri fiskar í sjónum annars? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Rannsóknarskipið Kjartan og Finnur fiskaði ýmislegt upp úr Djúpu lauginni í vikunni. Þeir köfuðu í gegnum þúsundir skjala og drógu upp á yfirborðið gögn sem sýna að ýmislegt var meira í ætt við kafbátastarfsemi en bankaumsýslu þegar Búnaðarbankinn var einkavæddur fyrir fermingaraldri síðan. Það var varla bætandi á bófahasar vikunnar þó að ekki hafi farið mikið fyrir því að kalla á lögguna. Fyrrum forsætisráðherra upplýsti um hótanir og mútutilraunir fulltrúa vogunarsjóða í tengslum við uppgjör hrunsins. Vonandi voru það ekki sömu vogunarsjóðir og voru að kaupa hluti í Arion banka. Ríkisendurskoðun gerði tilkall til titilsins Svarti Pétur vikunnar þegar kom í ljós að stofnunin ofmat dönskukunnáttu sína með alvarlegum afleiðingum fyrir mikilvægan hóp og hló að þeim sem töldu sig fyrir 10 árum sjá glitta í gögnin sem Kjartan og Finnur sýndu í vikunni. Líklega einhver innri endurskoðun fram undan þar. Gengi krónunnar heldur svo áfram að ógna túristasiglingu þjóðarskútunnar. Það er víst að drekkja aumingja útgerðarmönnunum og tekur ekkert tillit til nýlegra launahækkana sjómanna. Ef losun gjaldeyrishaftanna dugar ekki til að ná þeim í land verður víst að sigla fiskinum í útlenska höfn. Bara I´m sorry. Útgerðin hlýtur að skoða Bretland sem arftaka íslenskrar landsbyggðar við fiskvinnslu. Nú eru aðeins tvö ár þar til Bretar losna við evrópsk lágmörk um réttindi á vinnumarkaði og ódýrasta vinnuafl heimsálfunnar verður þá bara hinumegin við miðin, tilbúið við færibandið. Eru ekki alltaf fleiri fiskar í sjónum annars? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun