Lífið

Grenjuðu úr hlátri á forsýningu Asíska draumsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ágúst Bent mætti ásamt félögum sínum.
Ágúst Bent mætti ásamt félögum sínum. vísir/getty
Sérstök forsýning var á fyrsta þættinum af Asíska drauminum í Kringlubíói í hádeginu í dag.

Fjölmargir létu sjá sig og voru viðtökurnar vægast sagt góðar en áhorfendur grenjuðu hreinlega úr hlátri allan tímann.

Asíski draumurinn verður framhald af Evrópska draumnum sem og Ameríska draumnum en þeir þættir voru sýndir á Stöð 2 á árunum 2010 og 2012.

Í Ameríska draumnum ferðuðust Auðunn Blöndal og Egill Gillz saman í liði ásamt Sveppa og Villa sem voru í hinu liðinu um Bandaríkin þar sem þeir leystu ýmsar skemmtilegar þrautir líkt og að láta löggu hlæja og að hafa saurlát á ógeðslegu almenningssalerni.

Í Evrópska draumnum tók Steindi svo við keflinu og ferðaðist um með Audda en Pétur Jóhann tók við keflinu í liði Sveppa og saman ferðuðust þeir félagar um Evrópu í sama tilgangi, að leysa þrautir og fá fleiri stig en hitt liðið. Þar fóru þeir félagar meðal annars í fallhlífarstökk. Ljóst er að þeir félagar munu ganga langt í að toppa sig í ferðalaginu um Asíu en áhugavert verður að sjá hvaða þrautir þeir munu taka að sér að leysa.

Þátturinn hefur göngu sína á Stöð 2 annað kvöld. Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari 365, mætti á forsýninguna í hádeginu og fangaði stemninguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×