Sjálfstæðisflokkurinn myndi styðja rannsókn á einkavæðingu Landsbankans Anton Egilsson skrifar 8. apríl 2017 12:45 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki setja sig upp á móti því að rannsókn yrði gerð á einkavæðingu Landsbankans, komist þingnefnd að því að ástæða væri til sérstakrar rannsóknar á sölunni. Bjarni var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð tvö í dag en þar var farið um víðan völl. Þar ræddu þeir meðal annars um efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem samþykkt var á Alþingi í vikunni og skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans. Í þættinum sagði Bjarni að það væri sín upplifun að með sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum hafi verið sett á svið sjónarspil. „Það er mín upplifun, að þarna hafi verið dregin upp einhver leiktjöld til þess að láta líta þannig út að menn væru með breiðari hóp og dreifðara eignarhald.“ Niðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis voru þær að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hefði í reynd aldrei verið fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur árið 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Það var því afdráttarlaus niðurstaða að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á bankanum. Bjarni segir það jafnframt miður hve langan tíma það hafi tekið að leiða málið til lykta. „Manni finnst það mjög dapurlegt að við séum að komast til botns í þessu máli árið 2017, næg hafa tilefnin verið fram til þessa. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að það er á vissan hátt gagnrýnisvert að ráðgjafar stjórnvalda við söluna á sínum tíma skyldu ekki hafa gengið betur í skugga um og kannski haft fyrir því að kalla þessa aðila til sín og rekið úr þeim garnirnar með þeirra áform.Vill eyða allri tortryggni Var Bjarni inntur eftir svörum um afstöðu sína til þess að einkavæðing Landsbankans yrði rannsökuð en kaupendur hans fengu umtalsverð lán fyrir kaupunum líkt og kaupendur Búnaðarbankans. „Við studdum það í þinginu 2012 og aftur í fyrra að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætti að taka það til athugunar hvað stæði út af,“ sagði Bjarni og bætti því við að nefndin hefði málið til skoðunar í dag. Ef að þingnefndin komist að niðurstöðu um að ástæða sé til þess að skoða kaupin nánar þá muni Sjálfstæðisflokkurinn styðja það. „Ég vil gera allt sem við getum til að eyða tortryggni. Til að eyða öllum vafa um hvað raunverulega átti sér stað til þess að við getum endurheimt traust.“Viðtalið við má Bjarna má sjá í heild sinni hér að ofan. Salan á Búnaðarbankanum Víglínan Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki setja sig upp á móti því að rannsókn yrði gerð á einkavæðingu Landsbankans, komist þingnefnd að því að ástæða væri til sérstakrar rannsóknar á sölunni. Bjarni var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð tvö í dag en þar var farið um víðan völl. Þar ræddu þeir meðal annars um efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem samþykkt var á Alþingi í vikunni og skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans. Í þættinum sagði Bjarni að það væri sín upplifun að með sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum hafi verið sett á svið sjónarspil. „Það er mín upplifun, að þarna hafi verið dregin upp einhver leiktjöld til þess að láta líta þannig út að menn væru með breiðari hóp og dreifðara eignarhald.“ Niðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis voru þær að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hefði í reynd aldrei verið fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur árið 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Það var því afdráttarlaus niðurstaða að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á bankanum. Bjarni segir það jafnframt miður hve langan tíma það hafi tekið að leiða málið til lykta. „Manni finnst það mjög dapurlegt að við séum að komast til botns í þessu máli árið 2017, næg hafa tilefnin verið fram til þessa. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að það er á vissan hátt gagnrýnisvert að ráðgjafar stjórnvalda við söluna á sínum tíma skyldu ekki hafa gengið betur í skugga um og kannski haft fyrir því að kalla þessa aðila til sín og rekið úr þeim garnirnar með þeirra áform.Vill eyða allri tortryggni Var Bjarni inntur eftir svörum um afstöðu sína til þess að einkavæðing Landsbankans yrði rannsökuð en kaupendur hans fengu umtalsverð lán fyrir kaupunum líkt og kaupendur Búnaðarbankans. „Við studdum það í þinginu 2012 og aftur í fyrra að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætti að taka það til athugunar hvað stæði út af,“ sagði Bjarni og bætti því við að nefndin hefði málið til skoðunar í dag. Ef að þingnefndin komist að niðurstöðu um að ástæða sé til þess að skoða kaupin nánar þá muni Sjálfstæðisflokkurinn styðja það. „Ég vil gera allt sem við getum til að eyða tortryggni. Til að eyða öllum vafa um hvað raunverulega átti sér stað til þess að við getum endurheimt traust.“Viðtalið við má Bjarna má sjá í heild sinni hér að ofan.
Salan á Búnaðarbankanum Víglínan Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira