Tölvuleikir Óttar Guðmundsson skrifar 8. apríl 2017 07:00 Ódælir og athafnasamir ungir menn eins og Grettir Ásmundsson hafa alltaf verið hluti af veruleika þjóðarinnar. Testósterón gelgjunnar fyllti þá ævintýraþrá og löngun eftir því að gera sig gildandi. Þeir voru eins og ótamdir graðfolar sem stöðugt koma á óvart með uppátækjum sínum. Þetta hefur nú gjörbreyst. Framleiðendur tölvuleikja hafa nefnilega hannað leiki með þennan markhóp í huga. Iðkandinn fer af einu borði á annað í leit sinni að nýjum ævintýrum. Leikurinn er eins og vísindaskáldsaga þar sem alls konar karakterar og furðuverur skjóta upp kollinum. Margir leikir einkennast af ofbeldi og grófu kynlífi. Leikandinn tekur áhættu, drepur, nauðgar og stelur og kemur sér undan á hættulegum flótta. Tölvuleikurinn verður eins og raðfullnæging þar sem öllum þörfum og löngunum fyrir spennu, trylling og ævintýri er sinnt. Af einhverjum ástæðum hafa ungar konur ekki sama áhuga á tölvuleikjum og ungir karlmenn svo að sennilega er um testósterónáhrif að ræða. Í starfi mínu hef ég haft afskipti af fjölmörgum strákum sem voru algjörlega týndir í þessari furðuveröld. Ungir menn sem áður vildu kanna heiminn og leita nýrra ævintýra, sitja nú bergnumdir fyrir framan tölvuskjáinn. Þetta hefur haft margs konar samfélagsleg áhrif. Ungar stúlkur blómstra sem aldrei fyrr í skóla og starfi enda þurfa þær ekki að óttast samkeppni frá tölvuleikjafíklunum. Margir strákar fara ekki lengur úr húsi nema til að leika sér í tölvuleiknum Pokemon-Go. Nú þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af óróanum í blóði þessara ungu manna. Ótemjurnar sitja stilltar og prúðar í tölvuleik eins og geltir góðhestar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun
Ódælir og athafnasamir ungir menn eins og Grettir Ásmundsson hafa alltaf verið hluti af veruleika þjóðarinnar. Testósterón gelgjunnar fyllti þá ævintýraþrá og löngun eftir því að gera sig gildandi. Þeir voru eins og ótamdir graðfolar sem stöðugt koma á óvart með uppátækjum sínum. Þetta hefur nú gjörbreyst. Framleiðendur tölvuleikja hafa nefnilega hannað leiki með þennan markhóp í huga. Iðkandinn fer af einu borði á annað í leit sinni að nýjum ævintýrum. Leikurinn er eins og vísindaskáldsaga þar sem alls konar karakterar og furðuverur skjóta upp kollinum. Margir leikir einkennast af ofbeldi og grófu kynlífi. Leikandinn tekur áhættu, drepur, nauðgar og stelur og kemur sér undan á hættulegum flótta. Tölvuleikurinn verður eins og raðfullnæging þar sem öllum þörfum og löngunum fyrir spennu, trylling og ævintýri er sinnt. Af einhverjum ástæðum hafa ungar konur ekki sama áhuga á tölvuleikjum og ungir karlmenn svo að sennilega er um testósterónáhrif að ræða. Í starfi mínu hef ég haft afskipti af fjölmörgum strákum sem voru algjörlega týndir í þessari furðuveröld. Ungir menn sem áður vildu kanna heiminn og leita nýrra ævintýra, sitja nú bergnumdir fyrir framan tölvuskjáinn. Þetta hefur haft margs konar samfélagsleg áhrif. Ungar stúlkur blómstra sem aldrei fyrr í skóla og starfi enda þurfa þær ekki að óttast samkeppni frá tölvuleikjafíklunum. Margir strákar fara ekki lengur úr húsi nema til að leika sér í tölvuleiknum Pokemon-Go. Nú þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af óróanum í blóði þessara ungu manna. Ótemjurnar sitja stilltar og prúðar í tölvuleik eins og geltir góðhestar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun