Bílgreinasambandið gengur til liðs við Samtök iðnaðarins Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2017 14:30 Jón Trausti Ólafsson. Aðalfundur Bílgreinasambandsins fór fram í gær á Grand Hótel Reykjavík. Á fundinum var samþykkt af félagsmönnum að ganga til liðs við Samtök iðnaðarins. Bílgreinasambandið var stofnað árið 1970 en félagsmenn þess eru yfir 130 fyrirtæki sem starfa í bílgreininni. Jón Trausti Ólafsson var endurkjörinn formaður félagsins til næstu 2ja ára en Jón Trausti hefur verið formaður frá árinu 2013. Bílgreinasambandið verður sjálfstæð eining innan Samtaka iðnaðarins með eigin stjórn, framkvæmdastjóra og fjárhag. ,,Við höfum lagt mikla vinnu í að skoða hvernig við getum eflt okkar starf. Menntamálin brenna á okkur og við viljum auka nýliðun í greininni, enda er bílgreinin mjög spennandi kostur fyrir ungt fólk að starfa í þar sem endurmenntun er mikil og laun eru góð. Við teljum að á þessum tímapunkti sé rétt fyrir okkur að hefja samstarf við Samtök iðnaðarins og sjáum margvíslegan styrk falin í þeim samtökum sem við teljum að geti lagt okkur lið," segir Özur Lárusson sem er framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. ,,Bílgreinasambandið eru öflug samtök og við sjáum fyrir okkur að þau verði fjórða stoðin innan Samtaka iðnaðarins, en hinar þrjár stoðirnar eru framleiðslu-, mannvirkja-, og hugverkasvið. Það eru margvísleg samlegðaráhrif af komu Bílgreinasambandsins og við lítum svo á að koma Bílgreinasambandsins inn í Samtök iðnaðarins styrki starf okkar enn frekar," segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent
Aðalfundur Bílgreinasambandsins fór fram í gær á Grand Hótel Reykjavík. Á fundinum var samþykkt af félagsmönnum að ganga til liðs við Samtök iðnaðarins. Bílgreinasambandið var stofnað árið 1970 en félagsmenn þess eru yfir 130 fyrirtæki sem starfa í bílgreininni. Jón Trausti Ólafsson var endurkjörinn formaður félagsins til næstu 2ja ára en Jón Trausti hefur verið formaður frá árinu 2013. Bílgreinasambandið verður sjálfstæð eining innan Samtaka iðnaðarins með eigin stjórn, framkvæmdastjóra og fjárhag. ,,Við höfum lagt mikla vinnu í að skoða hvernig við getum eflt okkar starf. Menntamálin brenna á okkur og við viljum auka nýliðun í greininni, enda er bílgreinin mjög spennandi kostur fyrir ungt fólk að starfa í þar sem endurmenntun er mikil og laun eru góð. Við teljum að á þessum tímapunkti sé rétt fyrir okkur að hefja samstarf við Samtök iðnaðarins og sjáum margvíslegan styrk falin í þeim samtökum sem við teljum að geti lagt okkur lið," segir Özur Lárusson sem er framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. ,,Bílgreinasambandið eru öflug samtök og við sjáum fyrir okkur að þau verði fjórða stoðin innan Samtaka iðnaðarins, en hinar þrjár stoðirnar eru framleiðslu-, mannvirkja-, og hugverkasvið. Það eru margvísleg samlegðaráhrif af komu Bílgreinasambandsins og við lítum svo á að koma Bílgreinasambandsins inn í Samtök iðnaðarins styrki starf okkar enn frekar," segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent