Fjármagnar sumarnám við Columbia með borðspili Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. apríl 2017 15:00 Mun Alexandra komast til Columbia? Mynd/Alexandra Ýr Alexandra Ýr van Erven, nemi í ensku og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands stefnir á sumarnám við hinn virta Columbia háskóla í New York. Nám við Columbia er nokkuð dýrt, en skólagjöldin eru 9.780 bandaríkjadalir sem nemur um 1,1 milljón íslenskra króna. Alexandra hefur því brugðið á það ráð að reyna að fjármagna námið með því að gefa út borðspil. „Ég er semsagt að fara í vinnustofu í skapandi skrifum í Columbia og mun svo taka bókmenntakúrsa með,“ segir Alexandra í samtali við Vísi. Komum Alexöndru til Columbia verður einfalt teningaborðspil og á því verða 42 reitir. Byrjunarreiturinn er í Reykjavík og markmiðið er að komast að lokareitnum, Columbia. Á leiðinni verða hin ýmsu óvæntu uppákomur á leiðinni. Komist maður til að mynda í efstu línu kemst maður að Empire State byggingunni, en „booze-cruise“ niður Hudson ána skilar leikmanni aftur á byrjunarreit. Hér má sjá mjög frumstæða útgáfu af spilinu.Mynd/alexandra „Prógrammið er sex vikur og þaðan kom hugmyndin um 42 daga. Það sem ég er núna að leggja upp með er bara skólagjöld, mér fannst ég komin svolítið fram úr sjálfri mér ef ég væri að setja inn húsnæðiskostnað líka.“ Alexandra segist vera að leita til fyrirtækja og stofnana til þess að styrkja sig um einn reit á spilinu. Námið kostar um það bil 25.000 krónur á dag og er það sú upphæð sem hún vonast til þess að fá fyrir hvern reit. „Svo vonast ég til að selja spilið á vefsíðunni þegar það er tilbúið bara á svona smápening, ef fólk hefur áhuga á að styrkja mig um einhverja minni upphæð.“ Námið hefst í byrjun júlí og hefur Alexandra því um það bil þrjá mánuði til stefnu. Hægt er að kynna sér verkefnið hér. Borðspil Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Alexandra Ýr van Erven, nemi í ensku og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands stefnir á sumarnám við hinn virta Columbia háskóla í New York. Nám við Columbia er nokkuð dýrt, en skólagjöldin eru 9.780 bandaríkjadalir sem nemur um 1,1 milljón íslenskra króna. Alexandra hefur því brugðið á það ráð að reyna að fjármagna námið með því að gefa út borðspil. „Ég er semsagt að fara í vinnustofu í skapandi skrifum í Columbia og mun svo taka bókmenntakúrsa með,“ segir Alexandra í samtali við Vísi. Komum Alexöndru til Columbia verður einfalt teningaborðspil og á því verða 42 reitir. Byrjunarreiturinn er í Reykjavík og markmiðið er að komast að lokareitnum, Columbia. Á leiðinni verða hin ýmsu óvæntu uppákomur á leiðinni. Komist maður til að mynda í efstu línu kemst maður að Empire State byggingunni, en „booze-cruise“ niður Hudson ána skilar leikmanni aftur á byrjunarreit. Hér má sjá mjög frumstæða útgáfu af spilinu.Mynd/alexandra „Prógrammið er sex vikur og þaðan kom hugmyndin um 42 daga. Það sem ég er núna að leggja upp með er bara skólagjöld, mér fannst ég komin svolítið fram úr sjálfri mér ef ég væri að setja inn húsnæðiskostnað líka.“ Alexandra segist vera að leita til fyrirtækja og stofnana til þess að styrkja sig um einn reit á spilinu. Námið kostar um það bil 25.000 krónur á dag og er það sú upphæð sem hún vonast til þess að fá fyrir hvern reit. „Svo vonast ég til að selja spilið á vefsíðunni þegar það er tilbúið bara á svona smápening, ef fólk hefur áhuga á að styrkja mig um einhverja minni upphæð.“ Námið hefst í byrjun júlí og hefur Alexandra því um það bil þrjá mánuði til stefnu. Hægt er að kynna sér verkefnið hér.
Borðspil Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira