Sársaukamörk Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. apríl 2017 07:00 Á árunum eftir banka- og gjaldeyrishrunið rýrnuðu lífskjör Íslendinga hratt og íslenskur almenningur tók á sig miklar kjaraskerðingar vegna hruns íslensku krónunnar. Þökk sé eldgosinu í Eyjafjallajökli, lágu olíuverði, breyttum smekk ferðamanna og veikingar krónunnar hefur ferðaþjónustan á Íslandi vaxið gríðarlega á síðustu árum með tilheyrandi lífskjarasókn. Það er fyrst og fremst ferðaþjónustunni að þakka að gjaldeyrisforði Seðlabankans er 806 milljarðar króna, að stærstu leyti óskuldsettur. Þetta hefði þótt fáheyrt fyrir nokkrum árum. „Frá því að forseti Alþingis lýsti yfir stofnun lýðveldisins á Þingvöllum fyrir rúmum sjö áratugum síðan höfum við aldrei staðið betur efnahagslega,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á ársfundi Seðlabankans. Þetta er rétt hjá forsætisráðherra. Þegar talað er um stöðu þjóðarbúsins er verið að tala um samanlagða stöðu ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga. Þessi staða við útlönd var jákvæð síðastliðið haust í fyrsta skipti frá stríðslokum 1945. Ísland er komið með jákvætt eigið fé og ekki lengur skuldari í útlöndum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði þegar tíðindin lágu fyrir að mögulega væri staðan hrein í fyrsta skipti frá þjóðveldisöld en lengra en til stríðsloka ná mælingar ekki. Þetta hefði líka þótt fáheyrt fyrir nokkrum árum. Hagvöxtur var 7,2 prósent á síðasta ári. Hagstofa Íslands þurfti að leiðrétta spá sína upp á við því vöxturinn fór fram úr öllum spám. Atvinnuleysi er lítið og uppbygging í efnahagslífinu er drifin áfram af hreinni verðmætasköpun, sölu á vörum og þjónustu. Ekki skuldsetningu í útlöndum eins og 2003-2008. Annar mikilvægur munur er viðhorfsbreyting almennings. Hún felst í því að sparnaður einstaklinga og fjölskyldna er að aukast. Fólk vill frekar safna fyrir hlutunum, eins og Þjóðverjar gera. Við erum meira ábyrg og við tökum síður lán. Allt er þetta gott og jákvætt. Núna erum við hins vegar að hefja enn einn danshring í umræðunni um gjaldmiðils- og peningamál. Umræðu sem við höfum tekið mörg hundruð sinnum. Ástæðan er sú að núna er króna búin að styrkjast of mikið. Við erum komin upp að einhverjum „sársaukamörkum“ hjá sjávarútvegs- og ferðaþjónustufyrirtækjum. Sársaukamörkum sem þau sjálf skilgreina. Á sama tíma og þessi umræða fer fram á ársfundi Seðlabankans, í sölum Alþingis, á stjórnarfundum í flugfélögum og útgerðarfyrirtækjum þá upplifir launafólk, kannski í fyrsta sinn frá hruni, velmegun. Raftæki kosta minna, sólarlandaferðir eru raunhæfar, menn geta endurnýjað bílinn sinn án þess að setja sig í gjaldþrot. Venjulegt fólk er ekki á ársfundi Seðlabankans eða þessum stöðum þar sem elíta þessa lands plottar framtíð krónunnar. Hvers vegna á að hrifsa lífskjörin núna frá launafólki, eftir öll þessi ár af sársauka? Ef það er stefnan að vera áfram með sólskin fyrir hádegi og þrumuveður eftir hádegi, endalausar árstíðasveiflur krónunnar, þá verða menn að virða sveiflurnar bæði upp og niður. Annað væri ömurleg mismunun og sérhagsmunagæsla í þágu fyrirtækja- og fjármagnseigenda þessa lands.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Á árunum eftir banka- og gjaldeyrishrunið rýrnuðu lífskjör Íslendinga hratt og íslenskur almenningur tók á sig miklar kjaraskerðingar vegna hruns íslensku krónunnar. Þökk sé eldgosinu í Eyjafjallajökli, lágu olíuverði, breyttum smekk ferðamanna og veikingar krónunnar hefur ferðaþjónustan á Íslandi vaxið gríðarlega á síðustu árum með tilheyrandi lífskjarasókn. Það er fyrst og fremst ferðaþjónustunni að þakka að gjaldeyrisforði Seðlabankans er 806 milljarðar króna, að stærstu leyti óskuldsettur. Þetta hefði þótt fáheyrt fyrir nokkrum árum. „Frá því að forseti Alþingis lýsti yfir stofnun lýðveldisins á Þingvöllum fyrir rúmum sjö áratugum síðan höfum við aldrei staðið betur efnahagslega,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á ársfundi Seðlabankans. Þetta er rétt hjá forsætisráðherra. Þegar talað er um stöðu þjóðarbúsins er verið að tala um samanlagða stöðu ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga. Þessi staða við útlönd var jákvæð síðastliðið haust í fyrsta skipti frá stríðslokum 1945. Ísland er komið með jákvætt eigið fé og ekki lengur skuldari í útlöndum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði þegar tíðindin lágu fyrir að mögulega væri staðan hrein í fyrsta skipti frá þjóðveldisöld en lengra en til stríðsloka ná mælingar ekki. Þetta hefði líka þótt fáheyrt fyrir nokkrum árum. Hagvöxtur var 7,2 prósent á síðasta ári. Hagstofa Íslands þurfti að leiðrétta spá sína upp á við því vöxturinn fór fram úr öllum spám. Atvinnuleysi er lítið og uppbygging í efnahagslífinu er drifin áfram af hreinni verðmætasköpun, sölu á vörum og þjónustu. Ekki skuldsetningu í útlöndum eins og 2003-2008. Annar mikilvægur munur er viðhorfsbreyting almennings. Hún felst í því að sparnaður einstaklinga og fjölskyldna er að aukast. Fólk vill frekar safna fyrir hlutunum, eins og Þjóðverjar gera. Við erum meira ábyrg og við tökum síður lán. Allt er þetta gott og jákvætt. Núna erum við hins vegar að hefja enn einn danshring í umræðunni um gjaldmiðils- og peningamál. Umræðu sem við höfum tekið mörg hundruð sinnum. Ástæðan er sú að núna er króna búin að styrkjast of mikið. Við erum komin upp að einhverjum „sársaukamörkum“ hjá sjávarútvegs- og ferðaþjónustufyrirtækjum. Sársaukamörkum sem þau sjálf skilgreina. Á sama tíma og þessi umræða fer fram á ársfundi Seðlabankans, í sölum Alþingis, á stjórnarfundum í flugfélögum og útgerðarfyrirtækjum þá upplifir launafólk, kannski í fyrsta sinn frá hruni, velmegun. Raftæki kosta minna, sólarlandaferðir eru raunhæfar, menn geta endurnýjað bílinn sinn án þess að setja sig í gjaldþrot. Venjulegt fólk er ekki á ársfundi Seðlabankans eða þessum stöðum þar sem elíta þessa lands plottar framtíð krónunnar. Hvers vegna á að hrifsa lífskjörin núna frá launafólki, eftir öll þessi ár af sársauka? Ef það er stefnan að vera áfram með sólskin fyrir hádegi og þrumuveður eftir hádegi, endalausar árstíðasveiflur krónunnar, þá verða menn að virða sveiflurnar bæði upp og niður. Annað væri ömurleg mismunun og sérhagsmunagæsla í þágu fyrirtækja- og fjármagnseigenda þessa lands.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun