Hljóp fimmtíu fjallvegi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. apríl 2017 09:45 Stefán í Kjósinni, þar sem leiðin yfir Svínaskarð endar. Mynd/Jón Gauti Jónsson Sextugsafmælið var 18 mars, þá kom bókin Fjallvegahlaup út. Það var veislan. Ég var svo séður að ég lét bókaútgáfuna Sölku halda upp á afmælið fyrir mig,“ segir Stefán Gíslason glaðlega. Bókin hans inniheldur lýsingar á 50 fjallvegum, ljósmyndir, kort og GPS-hnit, auk margs konar fróðleiks. Hann kveðst hafa gefið sér þessi 50 fjallvegahlaup í afmælisgjöf þegar hann varð fimmtugur. Stefán er alinn upp í Gröf í Bitrufirði á Ströndum og kveðst hafa hlaupið sér til gamans frá 10 ára aldri. „Ég byrjaði að hlaupa á eftir heyvagninum þegar farið var á milli túna og í smalamennskum, svo byrjaði ég að keppa og gerði það um árabil en þegar ég varð fimmtugur ákvað ég að gera hlaup að lífsstíl. Mér fannst um tvennt að velja, hægfara afturför eða markvissa líkamsrækt og hægfara afturför, því auðvitað flýr maður ekki aldurinn. Konan mín, Björk Jóhannsdóttir, á mikið í þessu brölti með mér, því hún hefur oft keyrt mig. Fyrir bragðið fórum við út um allt land saman.“ Reglur sem Stefán setti sér voru þær að hlaupa gjarnan leiðir sem sögur væru bundnar við og minnst níu kílómetra langar. Oftast hefur hann haft félagsskap. Sumar leiðir eru honum eftirminnilegri en aðrar, vegna veðurs, fegurðar eða stemningar. Hann nefnir Stuðlaheiði milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og Reyndalsheiði á milli Fáskrúðsfjarðar og Norðurdals Breiðdals sem dæmi. Báðar yfir 900 metrar yfir sjó og fjölbreyttar. „Svo stendur Sléttuheiði líka upp úr, milli Aðalvíkur og Hesteyrar á Vestfjörðum. Þar býr sagan og bæði gleðin og sorgin,“ segir Stefán og kveðst hafa notað veturna til að velja sér leiðir og grúska í þeim. Verið er að plana hlaup í maí í tengslum við útkomu bókarinnar. Sennilega um Svínaskarð milli Esjumela og Kjósar, sem var aðalleiðin milli Reykjavíkur og Vesturlands, áður en vegur kom um Hvalfjörð og fyrir Hafnarfjall. „Svo verð ég með fleiri hlaup í sumar. Það er ekki hægt að hætta,“ segir hlaupagikkurinn Stefán.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl 2017 Lífið Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Sextugsafmælið var 18 mars, þá kom bókin Fjallvegahlaup út. Það var veislan. Ég var svo séður að ég lét bókaútgáfuna Sölku halda upp á afmælið fyrir mig,“ segir Stefán Gíslason glaðlega. Bókin hans inniheldur lýsingar á 50 fjallvegum, ljósmyndir, kort og GPS-hnit, auk margs konar fróðleiks. Hann kveðst hafa gefið sér þessi 50 fjallvegahlaup í afmælisgjöf þegar hann varð fimmtugur. Stefán er alinn upp í Gröf í Bitrufirði á Ströndum og kveðst hafa hlaupið sér til gamans frá 10 ára aldri. „Ég byrjaði að hlaupa á eftir heyvagninum þegar farið var á milli túna og í smalamennskum, svo byrjaði ég að keppa og gerði það um árabil en þegar ég varð fimmtugur ákvað ég að gera hlaup að lífsstíl. Mér fannst um tvennt að velja, hægfara afturför eða markvissa líkamsrækt og hægfara afturför, því auðvitað flýr maður ekki aldurinn. Konan mín, Björk Jóhannsdóttir, á mikið í þessu brölti með mér, því hún hefur oft keyrt mig. Fyrir bragðið fórum við út um allt land saman.“ Reglur sem Stefán setti sér voru þær að hlaupa gjarnan leiðir sem sögur væru bundnar við og minnst níu kílómetra langar. Oftast hefur hann haft félagsskap. Sumar leiðir eru honum eftirminnilegri en aðrar, vegna veðurs, fegurðar eða stemningar. Hann nefnir Stuðlaheiði milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og Reyndalsheiði á milli Fáskrúðsfjarðar og Norðurdals Breiðdals sem dæmi. Báðar yfir 900 metrar yfir sjó og fjölbreyttar. „Svo stendur Sléttuheiði líka upp úr, milli Aðalvíkur og Hesteyrar á Vestfjörðum. Þar býr sagan og bæði gleðin og sorgin,“ segir Stefán og kveðst hafa notað veturna til að velja sér leiðir og grúska í þeim. Verið er að plana hlaup í maí í tengslum við útkomu bókarinnar. Sennilega um Svínaskarð milli Esjumela og Kjósar, sem var aðalleiðin milli Reykjavíkur og Vesturlands, áður en vegur kom um Hvalfjörð og fyrir Hafnarfjall. „Svo verð ég með fleiri hlaup í sumar. Það er ekki hægt að hætta,“ segir hlaupagikkurinn Stefán.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl 2017
Lífið Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira