Sumarið ekki í kortunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2017 11:00 Það verður frekar kalt á sumardaginn fyrsta og éljagangur víða um land. Vísir/Anton Brink „Sumarið er ekkert sérstaklega mikið í kortunum,“ segir Arnór Tumi Jóhannsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar blaðamaður spyr hvenær sumarið komi en eins og einhverjum ætti að vera kunnugt um er sumardagurinn fyrsti á morgun. Arnór segir að lægð komi upp að landinu vestanverðu í nótt og sumardagurinn fyrsti byrji því með éljakenndri úrkomu á landinu vestan til. „Svo snýst hann fljótlega í norðanátt, fyrst norðan til, og það fylgja því líka él þannig að það verða víða él og ekkert sérstaklega hlýtt. Það verður þíða með suður-og vesturströndinni að deginum en víða vægt frost, þá sérstaklega norðan til og skýjað með köflum. En það verður þessi éljagangur og sérstaklega fyrir norðan,“ segir Arnór. Hann segir að helst gæti verið bjart með köflum suðaustanlands og á Austurlandi auk þess sem það gæti eitthvað sést til sólar á sunnanverðum Vestfjörðum. Í höfuðborginni verður hins vegar skýjað og dimmast verður norðanlands. Það verður síðan ekkert sérstaklega hlýtt þegar sumarið gengur formlega í garð þar sem það er kólnandi veður á landinu og hitinn verður ekki fjarri frostmarki. Um helgina er síðan ekkert von á betra veðri að sögn Arnórs. „Það verður áfram kalt á föstudaginn, um helgina verður reyndar aðeins hægari vindur en á sunnudaginn kemur svo leiðindaveður. Það er spáð lægð sem kemur alveg upp að suðurströndinni og henni fylgir norðan-og norðaustan hvassviðri og að öllum líkindum snjókoma víða um land en slydda allra syðst,“ segir Arnór.Veðurspáin næstu daga er annars þessi:Sunnan 8-15 og slydda eða rigning, einkum S- og V-lands. Vestlægari í dag, 10-18 m/s síðdegis og skúrir eða él, en léttskýjað á A-verðu landinu. Hiti 1 til 12 stig, hlýjast austast.Dregur aðeins úr vindi á morgun, vestan 8-15 síðdegis en hægari NV-til. Úrkomulítið SA-lands, annars víða él. Hiti 1 til 7 stig að deginum, en í kringum frostmark á N-verðu landinu.Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):Vestan 8-15 m/s, fer að lægja síðdegis. Víða él, en léttskýjað á SA-landi og Austfjörðum. Hiti 1 til 7 stig að deginum, hlýjast SA-til, en í kringum frostmark á N-verðu landinu.Á föstudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt, en norðvestan 8-13 m/s úti við NA-ströndina. Stöku él V-til og á annesjum NA-lands, annars bjart með köflum. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, áfram svalt í veðri. Slydda eða snjókoma á S- og V-landi með kvöldinu.Á sunnudag:Breytileg og síðar norðlæg átt. Víða snjókoma, en rigning eða slydda sunnan heiða. Snjókoma eða él seinni partinn, en úrkomulítið SV-lands. Hiti kringum frostmark. Veður Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
„Sumarið er ekkert sérstaklega mikið í kortunum,“ segir Arnór Tumi Jóhannsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar blaðamaður spyr hvenær sumarið komi en eins og einhverjum ætti að vera kunnugt um er sumardagurinn fyrsti á morgun. Arnór segir að lægð komi upp að landinu vestanverðu í nótt og sumardagurinn fyrsti byrji því með éljakenndri úrkomu á landinu vestan til. „Svo snýst hann fljótlega í norðanátt, fyrst norðan til, og það fylgja því líka él þannig að það verða víða él og ekkert sérstaklega hlýtt. Það verður þíða með suður-og vesturströndinni að deginum en víða vægt frost, þá sérstaklega norðan til og skýjað með köflum. En það verður þessi éljagangur og sérstaklega fyrir norðan,“ segir Arnór. Hann segir að helst gæti verið bjart með köflum suðaustanlands og á Austurlandi auk þess sem það gæti eitthvað sést til sólar á sunnanverðum Vestfjörðum. Í höfuðborginni verður hins vegar skýjað og dimmast verður norðanlands. Það verður síðan ekkert sérstaklega hlýtt þegar sumarið gengur formlega í garð þar sem það er kólnandi veður á landinu og hitinn verður ekki fjarri frostmarki. Um helgina er síðan ekkert von á betra veðri að sögn Arnórs. „Það verður áfram kalt á föstudaginn, um helgina verður reyndar aðeins hægari vindur en á sunnudaginn kemur svo leiðindaveður. Það er spáð lægð sem kemur alveg upp að suðurströndinni og henni fylgir norðan-og norðaustan hvassviðri og að öllum líkindum snjókoma víða um land en slydda allra syðst,“ segir Arnór.Veðurspáin næstu daga er annars þessi:Sunnan 8-15 og slydda eða rigning, einkum S- og V-lands. Vestlægari í dag, 10-18 m/s síðdegis og skúrir eða él, en léttskýjað á A-verðu landinu. Hiti 1 til 12 stig, hlýjast austast.Dregur aðeins úr vindi á morgun, vestan 8-15 síðdegis en hægari NV-til. Úrkomulítið SA-lands, annars víða él. Hiti 1 til 7 stig að deginum, en í kringum frostmark á N-verðu landinu.Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):Vestan 8-15 m/s, fer að lægja síðdegis. Víða él, en léttskýjað á SA-landi og Austfjörðum. Hiti 1 til 7 stig að deginum, hlýjast SA-til, en í kringum frostmark á N-verðu landinu.Á föstudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt, en norðvestan 8-13 m/s úti við NA-ströndina. Stöku él V-til og á annesjum NA-lands, annars bjart með köflum. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, áfram svalt í veðri. Slydda eða snjókoma á S- og V-landi með kvöldinu.Á sunnudag:Breytileg og síðar norðlæg átt. Víða snjókoma, en rigning eða slydda sunnan heiða. Snjókoma eða él seinni partinn, en úrkomulítið SV-lands. Hiti kringum frostmark.
Veður Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira