Vorveiðin erfið sökum kulda og hrets Karl Lúðvíksson skrifar 19. apríl 2017 11:00 78 sm urriði sem veiddist á laugardaginn í Villingavatnsárós. Mynd: Fishpartner Það er ekkert grín að vera veiðimaður á köldu vori eins og núna þegar það skellur á rok og hríð með litlum fyrirvara og öll kunnátta fer fyrir veður og vind. Þetta er bara eitt af því sem erlendir veiðimenn vilja meina að geri Íslenska veiðimenn þá bestu í heimi því hér er aldrei, eða í það minnsta sjaldan, logn á veiðislóðum. Til að bæta ofan á erfiðleikana þá getur snjóað, fryst og blásið hressilega á sama klukkutímanum. Ágætur veiðimaður sagði við undirritaðan að það að fara til veiða á Íslandi væri eins og að stilla töluleik á "expert mode" en kunna lítið sem ekkert. Það er þó alltaf eitthvað að frétta af veiðimönnum og þeir sem hafa verið við urriðaveiðar á ION svæðinu og við Villingavatnsárós hafa sett í fiska og þar af nokkra stóra. Sá stærsti sem er komin á land úr Villingavatnsárósnum er 78 sm þykkur og flottur fiskur eins og sést á þessari mynd sem fylgir fréttinni en það hefur verið nokkuð erfitt að standa við vatnið frá því á laugardaginn því veðrið er búið að vera, eins og allir hafa væntanlega tekið eftir, alveg afleitt. Það komu þó 12 urriðar upp á ION svæðinu en mikið af fiski hefur verið að sýna sig á báðum stöðum svo það er nokkuð víst að þessar tölur eiga eftir að hækka. Mest lesið Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Veiðin byrjar í Varmá 1. apríl Veiði Fyrsti laxinn kominn á land úr Langá Veiði Umgengnin slæm við marga veiðistaði við Elliðavatn Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði
Það er ekkert grín að vera veiðimaður á köldu vori eins og núna þegar það skellur á rok og hríð með litlum fyrirvara og öll kunnátta fer fyrir veður og vind. Þetta er bara eitt af því sem erlendir veiðimenn vilja meina að geri Íslenska veiðimenn þá bestu í heimi því hér er aldrei, eða í það minnsta sjaldan, logn á veiðislóðum. Til að bæta ofan á erfiðleikana þá getur snjóað, fryst og blásið hressilega á sama klukkutímanum. Ágætur veiðimaður sagði við undirritaðan að það að fara til veiða á Íslandi væri eins og að stilla töluleik á "expert mode" en kunna lítið sem ekkert. Það er þó alltaf eitthvað að frétta af veiðimönnum og þeir sem hafa verið við urriðaveiðar á ION svæðinu og við Villingavatnsárós hafa sett í fiska og þar af nokkra stóra. Sá stærsti sem er komin á land úr Villingavatnsárósnum er 78 sm þykkur og flottur fiskur eins og sést á þessari mynd sem fylgir fréttinni en það hefur verið nokkuð erfitt að standa við vatnið frá því á laugardaginn því veðrið er búið að vera, eins og allir hafa væntanlega tekið eftir, alveg afleitt. Það komu þó 12 urriðar upp á ION svæðinu en mikið af fiski hefur verið að sýna sig á báðum stöðum svo það er nokkuð víst að þessar tölur eiga eftir að hækka.
Mest lesið Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Veiðin byrjar í Varmá 1. apríl Veiði Fyrsti laxinn kominn á land úr Langá Veiði Umgengnin slæm við marga veiðistaði við Elliðavatn Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði