Skella átti í lás hjá United Silicon fyrir páska Svavar Hávarðsson skrifar 19. apríl 2017 05:00 Um 400 kvartanir hafa borist Umhverfisstofnun á fjórum mánuðum. vísir/eyþór Umhverfisstofnun tilkynnti United Silicon bréflega fyrir páska að ekki yrði komist hjá því að stöðva starfsemi verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. Forsendur þessara áforma voru að mögulegt væri að frá verksmiðjunni streymdi út í andrúmsloftið fjöldi efna sem gætu haft langtímaáhrif á heilsufar, en meðal þeirra eru ediksýra og maurasýra. Ekkert þeirra efna sem tiltekin eru í bréfi Umhverfisstofnunar falla undir mæliáætlun fyrirtækisins eða umhverfisvöktun. Þetta kemur fram í bréfi UMST til United Silicon frá 12. apríl. Horfið var frá því að stöðva starfsemina eftir fund með forsvarsmönnum fyrirtækisins. Byggði það á því að United Silicon gaf þær upplýsingar að stjórn fyrirtækisins hefði ákveðið að ræsa ekki ljósbogaofn verksmiðjunnar í næsta óvænta ofnstoppi sem myndi vara lengur en í klukkustund. Vegna skemmda sem urðu á verksmiðjunni þegar eldur kom upp í henni aðfaranótt þriðjudags er ljóst að starfsemi verksmiðjunnar verður hætt um óákveðinn tíma, enda óheimil samkvæmt skilyrðum Umhverfisstofnunar – og framhaldið með öllu óljóst. Það vekur athygli í bréfi Umhverfisstofnunar að kvörtunum íbúa hafði dagana fyrir páska fjölgað mjög. Segir að þann 11. apríl hafi borist fjölmargar kvartanir; þar er lýst „afgerandi ólykt“ svo ekki hafi verið verandi úti. Á tveimur dögum bárust rúmlega 80 kvartanir/ábendingar – til viðbótar við aðrar 300 sem borist höfðu frá því að rekstur verksmiðjunnar í Helguvík hófst fyrir fjórum mánuðum. Stofnunin sá enga ástæðu til að efast um efni þeirra. Í mörgum ábendingum kemur fram að lyktin sé mun verri en áður, megn brunastækja eða eiturefnalykt eru nefnd. Fram kemur að fólk finni fyrir sams konar einkennum og áður hefur verið lýst; sviða í augum, hálsi, ertingu í lungum, hausverk, ógleði og kláða í andliti,“ segir í bréfinu. Vegna þessa var haft samband við sóttvarnalækni sem nefnir fimm efni sérstaklega sem gætu haft þau ertandi áhrif sem íbúar nærri verksmiðjunni lýsa – ediksýra, maurasýra, chloromethane/methyl chloride, methyl mercaptan og ýmis aldehýð. Öll þessi efni eru mjög ertandi og hættuleg mönnum. Öll hafa þau, eða sambærileg efni, langtímaáhrif á heilsu fólks ef um mikla mengun er að ræða, þótt það sé í tiltölulega stuttan tíma, segir sóttvarnalæknir.Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá UmhverfisstofnunSigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að stofnunin hafi verið við eftirlit í verksmiðju United Silicon yfir páskana vegna kvartana sem bárust yfir hátíðina. „Því lyktaði með því að stjórn fyrirtækisins tók ákvörðun um að ef ofn verksmiðjunnar færi niður lengur en í eina klukkustund þá yrði hann ekki keyrður upp aftur til framleiðslu heldur einungis til að greina losun efna og slíkt,“ segir Sigrún sem bætir við að áhyggjur hafi verið af veðurspá yfir páskana – norðlægum áttum og þeim áhrifum sem vinnsla í verksmiðjunni hefur haft á íbúa Reykjanesbæjar og fjallað hefur verið um að undanförnu. „Við höfum haft í forgangi að vinna úr málinu síðustu daga,“ segir Sigrún. Eldur kom síðan síðan upp í verksmiðjunni aðfaranótt þriðjudags. Fréttavefurinn Vísir sagði frá því að hann hefði komið upp í ofnhúsi verksmiðjunnar á efstu hæð, en eldurinn teygði sig í þrjár hæðir hússins. Í viðtali Vísis við Kristleif Andrésson, yfirmann öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, kom fram að framleiðsla stöðvaðist vegna eldsins og óvíst væri hvenær hægt yrði að hefja framleiðslu á ný. Í ljósi ákvörðunar stjórnar félagsins er því með öllu óljóst hvenær það verður. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, skrifaði í tilefni brunans Facebook-færslu í gærmorgun þar sem hún sagði afdráttarlaust að „nú væri komið nóg“. Sagði hún að loka þyrfti verksmiðju United Silicon þar til fengið yrði á hreint af hverju íbúar sem búa næst verksmiðjunni í Helguvík „upplifi einkenni sem að mengunarmælingar geta ekki útskýrt“. Eins hvaða óæskilegu efnum starfsmenn séu útsettir fyrir og kanna þurfi fjármögnun verksmiðjunnar. „Það er ljóst á öllu að fyrirtækið þarf fjármagn. Hverjir eru að bjóða það fram núna? Ég ætla rétt að vona að það séu ekki sameiginlegir sjóðir þeirra sömu landsmanna og ýta á að fyrirtækið loki,“ skrifar Björt. „Það er í valdi Umhverfisstofnunar að loka verksmiðju United Silicon, en ekki umhverfisráðherra.“ Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir „Skylda mín að standa með almenningi en ekki erlendum stórfyrirtækjum“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, vill að Kísilverksmiðju United Silicon verði lokað tímabundið. 18. apríl 2017 13:30 Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54 Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í byggingunni. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum en ljóst er að tjón er umtalsvert. 18. apríl 2017 18:47 Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47 Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ. Engar skýrar reglur eru um fjarlægðir milli iðnaðarsvæða og íbúabyggðar. Verulegt áhyggjuefni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. 7. apríl 2017 06:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Umhverfisstofnun tilkynnti United Silicon bréflega fyrir páska að ekki yrði komist hjá því að stöðva starfsemi verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. Forsendur þessara áforma voru að mögulegt væri að frá verksmiðjunni streymdi út í andrúmsloftið fjöldi efna sem gætu haft langtímaáhrif á heilsufar, en meðal þeirra eru ediksýra og maurasýra. Ekkert þeirra efna sem tiltekin eru í bréfi Umhverfisstofnunar falla undir mæliáætlun fyrirtækisins eða umhverfisvöktun. Þetta kemur fram í bréfi UMST til United Silicon frá 12. apríl. Horfið var frá því að stöðva starfsemina eftir fund með forsvarsmönnum fyrirtækisins. Byggði það á því að United Silicon gaf þær upplýsingar að stjórn fyrirtækisins hefði ákveðið að ræsa ekki ljósbogaofn verksmiðjunnar í næsta óvænta ofnstoppi sem myndi vara lengur en í klukkustund. Vegna skemmda sem urðu á verksmiðjunni þegar eldur kom upp í henni aðfaranótt þriðjudags er ljóst að starfsemi verksmiðjunnar verður hætt um óákveðinn tíma, enda óheimil samkvæmt skilyrðum Umhverfisstofnunar – og framhaldið með öllu óljóst. Það vekur athygli í bréfi Umhverfisstofnunar að kvörtunum íbúa hafði dagana fyrir páska fjölgað mjög. Segir að þann 11. apríl hafi borist fjölmargar kvartanir; þar er lýst „afgerandi ólykt“ svo ekki hafi verið verandi úti. Á tveimur dögum bárust rúmlega 80 kvartanir/ábendingar – til viðbótar við aðrar 300 sem borist höfðu frá því að rekstur verksmiðjunnar í Helguvík hófst fyrir fjórum mánuðum. Stofnunin sá enga ástæðu til að efast um efni þeirra. Í mörgum ábendingum kemur fram að lyktin sé mun verri en áður, megn brunastækja eða eiturefnalykt eru nefnd. Fram kemur að fólk finni fyrir sams konar einkennum og áður hefur verið lýst; sviða í augum, hálsi, ertingu í lungum, hausverk, ógleði og kláða í andliti,“ segir í bréfinu. Vegna þessa var haft samband við sóttvarnalækni sem nefnir fimm efni sérstaklega sem gætu haft þau ertandi áhrif sem íbúar nærri verksmiðjunni lýsa – ediksýra, maurasýra, chloromethane/methyl chloride, methyl mercaptan og ýmis aldehýð. Öll þessi efni eru mjög ertandi og hættuleg mönnum. Öll hafa þau, eða sambærileg efni, langtímaáhrif á heilsu fólks ef um mikla mengun er að ræða, þótt það sé í tiltölulega stuttan tíma, segir sóttvarnalæknir.Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá UmhverfisstofnunSigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að stofnunin hafi verið við eftirlit í verksmiðju United Silicon yfir páskana vegna kvartana sem bárust yfir hátíðina. „Því lyktaði með því að stjórn fyrirtækisins tók ákvörðun um að ef ofn verksmiðjunnar færi niður lengur en í eina klukkustund þá yrði hann ekki keyrður upp aftur til framleiðslu heldur einungis til að greina losun efna og slíkt,“ segir Sigrún sem bætir við að áhyggjur hafi verið af veðurspá yfir páskana – norðlægum áttum og þeim áhrifum sem vinnsla í verksmiðjunni hefur haft á íbúa Reykjanesbæjar og fjallað hefur verið um að undanförnu. „Við höfum haft í forgangi að vinna úr málinu síðustu daga,“ segir Sigrún. Eldur kom síðan síðan upp í verksmiðjunni aðfaranótt þriðjudags. Fréttavefurinn Vísir sagði frá því að hann hefði komið upp í ofnhúsi verksmiðjunnar á efstu hæð, en eldurinn teygði sig í þrjár hæðir hússins. Í viðtali Vísis við Kristleif Andrésson, yfirmann öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, kom fram að framleiðsla stöðvaðist vegna eldsins og óvíst væri hvenær hægt yrði að hefja framleiðslu á ný. Í ljósi ákvörðunar stjórnar félagsins er því með öllu óljóst hvenær það verður. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, skrifaði í tilefni brunans Facebook-færslu í gærmorgun þar sem hún sagði afdráttarlaust að „nú væri komið nóg“. Sagði hún að loka þyrfti verksmiðju United Silicon þar til fengið yrði á hreint af hverju íbúar sem búa næst verksmiðjunni í Helguvík „upplifi einkenni sem að mengunarmælingar geta ekki útskýrt“. Eins hvaða óæskilegu efnum starfsmenn séu útsettir fyrir og kanna þurfi fjármögnun verksmiðjunnar. „Það er ljóst á öllu að fyrirtækið þarf fjármagn. Hverjir eru að bjóða það fram núna? Ég ætla rétt að vona að það séu ekki sameiginlegir sjóðir þeirra sömu landsmanna og ýta á að fyrirtækið loki,“ skrifar Björt. „Það er í valdi Umhverfisstofnunar að loka verksmiðju United Silicon, en ekki umhverfisráðherra.“
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir „Skylda mín að standa með almenningi en ekki erlendum stórfyrirtækjum“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, vill að Kísilverksmiðju United Silicon verði lokað tímabundið. 18. apríl 2017 13:30 Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54 Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í byggingunni. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum en ljóst er að tjón er umtalsvert. 18. apríl 2017 18:47 Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47 Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ. Engar skýrar reglur eru um fjarlægðir milli iðnaðarsvæða og íbúabyggðar. Verulegt áhyggjuefni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. 7. apríl 2017 06:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
„Skylda mín að standa með almenningi en ekki erlendum stórfyrirtækjum“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, vill að Kísilverksmiðju United Silicon verði lokað tímabundið. 18. apríl 2017 13:30
Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54
Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í byggingunni. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum en ljóst er að tjón er umtalsvert. 18. apríl 2017 18:47
Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47
Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ. Engar skýrar reglur eru um fjarlægðir milli iðnaðarsvæða og íbúabyggðar. Verulegt áhyggjuefni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. 7. apríl 2017 06:00