Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. apríl 2017 09:47 Frá vettvangi í Reykjanesbæ í morgun. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra hefur fengið sig fullsadda af stöðu mála hjá kísilveri United Silicon í Helguvík. Eldur kom upp í verksmiðjunni um klukkan fjögur í nótt og logaði í ofnhúsinu á þremur pöllum á fimmtu, sjöttu og sjöundu hæð. Óhætt er að segja að um enn ein neikvæðu tíðindin sé að ræða þegar kemur að kísilverinu en íbúar í Reykjanesbæ eru langþreyttir á mengun sem hefur borist allt frá því verksmiðjan var gangsett í nóvember.Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbævísir/eyþór„Nú er komið nóg,“ segir Björt. „Það þarf að loka kísilmálverksmiðjunni í Helguvík á meðan eftirfarandi þættir eru kannaðir til fullnustu.“ Telur Björt í framhaldinu upp atriðin fjögur sem hún vill að verði skoðuð. „Í fyrsta lagi, af hverju íbúar í grennd við hana upplifa einkenni sem að mengunarmælingar geta ekki útskýrt. Í öðru lagi þarf að kanna vinnuaðstæður sérstaklega. Á sameiginlegum fundi fyrir umhverfis- og samgöngunefnd lýsti forstjórinn því, aðspurður um hugsanlega hækkun á Arsen í andrúmslofti, að starfsmennn væru að opna út vegna þess að þeim væri svo heitt. Þess vegna losaðist út mengun beint af gólfinu sem að væri ekki búin að fara í gegn um reykhreinsikerfi. Hvað komast þessir sömu starfsmenn í mikla snertingu við alls konar óæskileg efni?Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.Vísir/VilhelmÍ þriðja lagi þarf að kanna fjármögnun. Það er ljóst á öllu að fyrirtækið þarf fjármagn. Hverjir eru að bjóða það fram núna? Ég ætla rétt að vona að það séu ekki sameiginlegir sjóðir þeirra sömu landsmanna og ýta á að fyrirtækið loki.“ Þá gagnrýnir Björt orð Jóns Guðlaugssonar slökkviliðsstjóra í viðtali á RÚV þess efnis að starfsmenn hafi ekki verið í hættu þegar eldurinn braust út. Jón sagði í samtali við Vísi í morgun að enginn starfsmaður kísilverinu hafi verið í hættu þó að vissulega séu það hættulegar aðstæður þegar eldur komi upp í svona verksmiðju þar sem málmar og eldfim efni eru á staðnum. Að neðan má sjá myndband Víkurfrétta frá vettvangi í nótt.„Hvernig hafa starfsmenn nákvæmlega verið öruggir þegar eldsvoðinn í nótt braust út?“ Björt hefur verið skýr hvað varðar skoðanir sínar á mengandi stóriðju og ívilnanir fyrir þær. Hefur hún sagtþeim kafla í Íslandssögunni lokið. United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ. Engar skýrar reglur eru um fjarlægðir milli iðnaðarsvæða og íbúabyggðar. Verulegt áhyggjuefni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. 7. apríl 2017 06:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra hefur fengið sig fullsadda af stöðu mála hjá kísilveri United Silicon í Helguvík. Eldur kom upp í verksmiðjunni um klukkan fjögur í nótt og logaði í ofnhúsinu á þremur pöllum á fimmtu, sjöttu og sjöundu hæð. Óhætt er að segja að um enn ein neikvæðu tíðindin sé að ræða þegar kemur að kísilverinu en íbúar í Reykjanesbæ eru langþreyttir á mengun sem hefur borist allt frá því verksmiðjan var gangsett í nóvember.Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbævísir/eyþór„Nú er komið nóg,“ segir Björt. „Það þarf að loka kísilmálverksmiðjunni í Helguvík á meðan eftirfarandi þættir eru kannaðir til fullnustu.“ Telur Björt í framhaldinu upp atriðin fjögur sem hún vill að verði skoðuð. „Í fyrsta lagi, af hverju íbúar í grennd við hana upplifa einkenni sem að mengunarmælingar geta ekki útskýrt. Í öðru lagi þarf að kanna vinnuaðstæður sérstaklega. Á sameiginlegum fundi fyrir umhverfis- og samgöngunefnd lýsti forstjórinn því, aðspurður um hugsanlega hækkun á Arsen í andrúmslofti, að starfsmennn væru að opna út vegna þess að þeim væri svo heitt. Þess vegna losaðist út mengun beint af gólfinu sem að væri ekki búin að fara í gegn um reykhreinsikerfi. Hvað komast þessir sömu starfsmenn í mikla snertingu við alls konar óæskileg efni?Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.Vísir/VilhelmÍ þriðja lagi þarf að kanna fjármögnun. Það er ljóst á öllu að fyrirtækið þarf fjármagn. Hverjir eru að bjóða það fram núna? Ég ætla rétt að vona að það séu ekki sameiginlegir sjóðir þeirra sömu landsmanna og ýta á að fyrirtækið loki.“ Þá gagnrýnir Björt orð Jóns Guðlaugssonar slökkviliðsstjóra í viðtali á RÚV þess efnis að starfsmenn hafi ekki verið í hættu þegar eldurinn braust út. Jón sagði í samtali við Vísi í morgun að enginn starfsmaður kísilverinu hafi verið í hættu þó að vissulega séu það hættulegar aðstæður þegar eldur komi upp í svona verksmiðju þar sem málmar og eldfim efni eru á staðnum. Að neðan má sjá myndband Víkurfrétta frá vettvangi í nótt.„Hvernig hafa starfsmenn nákvæmlega verið öruggir þegar eldsvoðinn í nótt braust út?“ Björt hefur verið skýr hvað varðar skoðanir sínar á mengandi stóriðju og ívilnanir fyrir þær. Hefur hún sagtþeim kafla í Íslandssögunni lokið.
United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ. Engar skýrar reglur eru um fjarlægðir milli iðnaðarsvæða og íbúabyggðar. Verulegt áhyggjuefni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. 7. apríl 2017 06:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24
Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ. Engar skýrar reglur eru um fjarlægðir milli iðnaðarsvæða og íbúabyggðar. Verulegt áhyggjuefni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. 7. apríl 2017 06:00