Á páskum Óttar Guðmundsson skrifar 15. apríl 2017 07:00 Á æskuárum mínum í Laugarneshverfinu leigði gömul kona, Lilja að nafni, herbergi hjá foreldrum mínum. Á föstudaginn langa klæddist hún í tötra, makaði sig í kolaryki og sat í rúmi sínu og grét. Mér eru enn þá minnisstæð veinin sem bárust frá Lilju þennan dag. Þetta var dagur sorgar, allt skemmtanahald var bannað, fánar í hálfa stöng, búðir lokaðar og ætlast til að fólk héldi sig innan dyra. Þetta var ákaflega leiðinlegur og langur dagur. Ég hef farið víða á föstudaginn langa og séð þá óttablöndnu virðingu sem borin er fyrir deginum. Í Jerúsalem gengu hópar pílagríma upp á Golgata og létu berja sig með svipum. Í kirkjum Póllands sá ég gamlar konur sem grétu yfir líkneskju af krosshanganum. Á páskadag breyttist allt. Frelsarinn upprisinn, lífið sigraði dauðann, og fólk fagnaði gróskunni og komandi sumri. Gildi trúarbragða fer minnkandi og margir vilja afneita liðlega þúsund ára sögu kristni á Íslandi. Það er þó erfitt þar sem sú saga er samofin Íslands- og menningarsögunni. Menn gagnrýna hefðir þessa föstudags og vilja efna til gleðskapar og bingós til að sýna andstöðu sína. „Gleðilega krossfestingu,“ sagði kunningi minn glaðhlakkalega á þessum degi. Fyrir honum hafði píslarsagan glatað allri merkingu sinni og hann var að óska til hamingju með frídaginn. Í landi trúfrelsis er þetta ósköp eðlilegt þótt sennilega hefði liðið yfir Lilju leigjanda ef einhver hefði kastað á hana slíkri kveðju. Í nútímasamfélagi skiptir mestu að sýna gagnkvæma tillitssemi og umburðarlyndi, bæði gagnvart bingóspilurum og liljum heimsins. Gleðilega páska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun
Á æskuárum mínum í Laugarneshverfinu leigði gömul kona, Lilja að nafni, herbergi hjá foreldrum mínum. Á föstudaginn langa klæddist hún í tötra, makaði sig í kolaryki og sat í rúmi sínu og grét. Mér eru enn þá minnisstæð veinin sem bárust frá Lilju þennan dag. Þetta var dagur sorgar, allt skemmtanahald var bannað, fánar í hálfa stöng, búðir lokaðar og ætlast til að fólk héldi sig innan dyra. Þetta var ákaflega leiðinlegur og langur dagur. Ég hef farið víða á föstudaginn langa og séð þá óttablöndnu virðingu sem borin er fyrir deginum. Í Jerúsalem gengu hópar pílagríma upp á Golgata og létu berja sig með svipum. Í kirkjum Póllands sá ég gamlar konur sem grétu yfir líkneskju af krosshanganum. Á páskadag breyttist allt. Frelsarinn upprisinn, lífið sigraði dauðann, og fólk fagnaði gróskunni og komandi sumri. Gildi trúarbragða fer minnkandi og margir vilja afneita liðlega þúsund ára sögu kristni á Íslandi. Það er þó erfitt þar sem sú saga er samofin Íslands- og menningarsögunni. Menn gagnrýna hefðir þessa föstudags og vilja efna til gleðskapar og bingós til að sýna andstöðu sína. „Gleðilega krossfestingu,“ sagði kunningi minn glaðhlakkalega á þessum degi. Fyrir honum hafði píslarsagan glatað allri merkingu sinni og hann var að óska til hamingju með frídaginn. Í landi trúfrelsis er þetta ósköp eðlilegt þótt sennilega hefði liðið yfir Lilju leigjanda ef einhver hefði kastað á hana slíkri kveðju. Í nútímasamfélagi skiptir mestu að sýna gagnkvæma tillitssemi og umburðarlyndi, bæði gagnvart bingóspilurum og liljum heimsins. Gleðilega páska.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun