Aldrei fór ég suður: „Það eina sem við förum fram á er að fólk skemmti sér fallega“ 13. apríl 2017 21:27 Búist er við því að íbúafjöldi Ísafjarðar tvöfaldist um helgina þegar tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin þar í fjórtánda sinn. Um 2400 manns búa í bænum. Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir hátíðina en hún setur jafnan mikinn svip á bæjarlífið þessa páskahelgi. „Fólk er að flykkjast í bæinn og í dag eru hátíðahöldin víðs vegar, utandagskrárliðir, og svo hefst hérna á föstudagskvöld formleg dagskrá. Við finnum fyrir auknum fólksfjölda í bænum og aukinni stemningu,“ sagði Kristján Freyr rokkstjóri Aldrei fór ég suður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við höfum alltaf leyft okkur að blanda saman landsþekktum tónlistarmönnum auk fólks úr heimabyggð og svo eru ungar og efnilegar hljómsveitir með. Þannig að þetta er frábært prógramm.“ Kristján segir Aldrei fór ég suður vera fjölskylduhátíð og að allir séu tilbúnir að virða það. „Við höfum bara sagt við fólk að við höfum opið fyrir alla, enginn aðgangseyrir og það eina sem við förum fram á er að fólk skemmti sér fallega.“ Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Búist er við því að íbúafjöldi Ísafjarðar tvöfaldist um helgina þegar tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin þar í fjórtánda sinn. Um 2400 manns búa í bænum. Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir hátíðina en hún setur jafnan mikinn svip á bæjarlífið þessa páskahelgi. „Fólk er að flykkjast í bæinn og í dag eru hátíðahöldin víðs vegar, utandagskrárliðir, og svo hefst hérna á föstudagskvöld formleg dagskrá. Við finnum fyrir auknum fólksfjölda í bænum og aukinni stemningu,“ sagði Kristján Freyr rokkstjóri Aldrei fór ég suður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við höfum alltaf leyft okkur að blanda saman landsþekktum tónlistarmönnum auk fólks úr heimabyggð og svo eru ungar og efnilegar hljómsveitir með. Þannig að þetta er frábært prógramm.“ Kristján segir Aldrei fór ég suður vera fjölskylduhátíð og að allir séu tilbúnir að virða það. „Við höfum bara sagt við fólk að við höfum opið fyrir alla, enginn aðgangseyrir og það eina sem við förum fram á er að fólk skemmti sér fallega.“
Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira