Charlie Murphy látinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2017 20:00 Bræðurnir Eddie Murphy og Charlie Murphy. vísir/getty Grínistinn Charlie Murphy, eldri bróðir grínistans Eddie Murphy, er látinn, 57 ára að aldri. Talsmaður Murphy staðfesti við fjölmiðla að hann hefði látist í dag en dánarorsökin var hvítblæði. Murphy var ein af stjörnum grínþáttarins Chappelle‘s Show sem frumsýndur var í janúar 2003 en alls voru framleiddar þrjár þáttaraðir. Murphy birtist reyndar fyrst á skjánum í Harlem Nights, sem bróðir hans Eddie leikstýrði, árið 1989 og í kjölfarið fékk hann hlutverk í myndum Spike Lee, Mo‘ Better Blues og Jungle Fever. Þá tók Murphy þátt í að skrifa handritið að myndinni Vampire in Brooklyn, sem Eddie leikstýrði einnig, og þá lék hann í mynd Ice Cube, The Player‘s Club árið 1998. Á meðal þeirra sem minnast Murphy á Twitter eru Neal Brennan úr Chappelle‘s Show og grínistinn Chris Rock.Charlie Murphy changed my life. One of the most original people I've ever met. Hilarious dude. Habitual Line Stepper. So sad. pic.twitter.com/MltwzHAR9v— Neal Brennan (@nealbrennan) April 12, 2017 We just lost one of the funniest most real brothers of all time . Charlie Murphy RIP. pic.twitter.com/AAwItp5AJC— Chris Rock (@chrisrock) April 12, 2017 Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Grínistinn Charlie Murphy, eldri bróðir grínistans Eddie Murphy, er látinn, 57 ára að aldri. Talsmaður Murphy staðfesti við fjölmiðla að hann hefði látist í dag en dánarorsökin var hvítblæði. Murphy var ein af stjörnum grínþáttarins Chappelle‘s Show sem frumsýndur var í janúar 2003 en alls voru framleiddar þrjár þáttaraðir. Murphy birtist reyndar fyrst á skjánum í Harlem Nights, sem bróðir hans Eddie leikstýrði, árið 1989 og í kjölfarið fékk hann hlutverk í myndum Spike Lee, Mo‘ Better Blues og Jungle Fever. Þá tók Murphy þátt í að skrifa handritið að myndinni Vampire in Brooklyn, sem Eddie leikstýrði einnig, og þá lék hann í mynd Ice Cube, The Player‘s Club árið 1998. Á meðal þeirra sem minnast Murphy á Twitter eru Neal Brennan úr Chappelle‘s Show og grínistinn Chris Rock.Charlie Murphy changed my life. One of the most original people I've ever met. Hilarious dude. Habitual Line Stepper. So sad. pic.twitter.com/MltwzHAR9v— Neal Brennan (@nealbrennan) April 12, 2017 We just lost one of the funniest most real brothers of all time . Charlie Murphy RIP. pic.twitter.com/AAwItp5AJC— Chris Rock (@chrisrock) April 12, 2017
Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira