550 hestafla Mustang Ecoboost á 33.000 dollara Finnur Thorlacius skrifar 12. apríl 2017 09:46 Ford Mustang. Það eru ekki margri 550 hestafla sportbílarnir sem fást á minna en 4 milljónir króna en slík kaup má gera hjá einum umboðsaðila Ford í Ohio, nánar tiltekið í bænum Lebanon. Þar er þessi vinsæli bíll til sölu með viðbótar Borg-Warner forþjöppu og stærri keflablásara tengda við venjulega Ecoboost Ford vél sem senda 550 hestöfl til afturhjóla bílsins. Verð bílsins er 32.995 dollarar, eða innan við 4 milljónir króna. Ódýrasta gerð Mustang kostar 26.195 dollara en Mustang GT kostar 33.195 dollara. 2018 árgerðin af Ford Mustang GT er 455 hestöfl og því er þessi ódýri Mustang Ecoboost tæplega 100 hestöflum öflugri en samt ódýrari. Þetta magnaða tilboð umboðsaðilans í Ohio ætti því að freista margra þeirra sem vilja eignast öflugan sportbíl á spottprís. Hingað kominn yrði þessi magnaði bíll þó nokkru dýrari þar sem hann fellur vafalaust ekki í ódýrasta vörugjaldsflokk. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent
Það eru ekki margri 550 hestafla sportbílarnir sem fást á minna en 4 milljónir króna en slík kaup má gera hjá einum umboðsaðila Ford í Ohio, nánar tiltekið í bænum Lebanon. Þar er þessi vinsæli bíll til sölu með viðbótar Borg-Warner forþjöppu og stærri keflablásara tengda við venjulega Ecoboost Ford vél sem senda 550 hestöfl til afturhjóla bílsins. Verð bílsins er 32.995 dollarar, eða innan við 4 milljónir króna. Ódýrasta gerð Mustang kostar 26.195 dollara en Mustang GT kostar 33.195 dollara. 2018 árgerðin af Ford Mustang GT er 455 hestöfl og því er þessi ódýri Mustang Ecoboost tæplega 100 hestöflum öflugri en samt ódýrari. Þetta magnaða tilboð umboðsaðilans í Ohio ætti því að freista margra þeirra sem vilja eignast öflugan sportbíl á spottprís. Hingað kominn yrði þessi magnaði bíll þó nokkru dýrari þar sem hann fellur vafalaust ekki í ódýrasta vörugjaldsflokk.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent