Full mamma á flugi Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2017 12:44 Hreint ótrúlegt stökk yfir hringtorgið. Það er aldrei góð hugmynd að aka bíl eftir að hafa drukkið áfengi, hvað þó á ótæpilegum hraða. Það fékk þessi breska móðir frá Coventry að finna á eigin skinni, en hún var með 19 mánaða barn sitt í bílnum. Hún mældist með þrefalt meira áfengismagn í blóð en löglegt er eftir að hún stökk á fimmta metra uppí loftið yfir hringtorg sem hún sá ekki. Hún var greinilega að flýta sér mjög og tók fram úr vörubíl rétt áður en að hringtorginu kom. Yfir það stökk hún með tilþrifum, eins og í þessu myndskeiði sést, en bíll hennar endaði á hvolfi. Með ólíkindum má telja að hvorki hún né barn hennar hlutu alvarlega meiðsli. Konan hefur nú verið dæmd í sex mánaða fangelsi og missir ökuleyfi sitt til þriggja ára. Í yfirheyslu kvaðst hún hafa drukkið vodka frá 9 að kveldi til 1 eftir miðnætti daginn áður, en taldi sig vera ökuhæfa eftir svefn. Í bíl hennar reyndist þó vera vodkaflaska og má hæglega hrapa að þeirri niðurstöðu að lækkað hafi í henni skömmu fyrir slysið. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent
Það er aldrei góð hugmynd að aka bíl eftir að hafa drukkið áfengi, hvað þó á ótæpilegum hraða. Það fékk þessi breska móðir frá Coventry að finna á eigin skinni, en hún var með 19 mánaða barn sitt í bílnum. Hún mældist með þrefalt meira áfengismagn í blóð en löglegt er eftir að hún stökk á fimmta metra uppí loftið yfir hringtorg sem hún sá ekki. Hún var greinilega að flýta sér mjög og tók fram úr vörubíl rétt áður en að hringtorginu kom. Yfir það stökk hún með tilþrifum, eins og í þessu myndskeiði sést, en bíll hennar endaði á hvolfi. Með ólíkindum má telja að hvorki hún né barn hennar hlutu alvarlega meiðsli. Konan hefur nú verið dæmd í sex mánaða fangelsi og missir ökuleyfi sitt til þriggja ára. Í yfirheyslu kvaðst hún hafa drukkið vodka frá 9 að kveldi til 1 eftir miðnætti daginn áður, en taldi sig vera ökuhæfa eftir svefn. Í bíl hennar reyndist þó vera vodkaflaska og má hæglega hrapa að þeirri niðurstöðu að lækkað hafi í henni skömmu fyrir slysið.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent