Í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni segir Edda að hún sé mikið á ferðinni um þessar mundir. Því standi íbúð hennar í Williamsburg-hverfi í New York, sem reyndar er til sölu á tæpar 157 milljónir íslenskra króna, mjög oft auð.
Edda segist síður vilja selja íbúðina og auglýsir því eftir herbergisfélaga, sem hefði til umráða herbergi með einkabaðherbergi. Í myndbandi frá fasteignasölunni Town Residential, sem hefur íbúðina í sölu, kemur fram að með henni fylgi einkaverönd og hægt sé að fá aðgang að glæsilegri sundlaug.
Hér fyrir neðan má sjá Facebook-færslu Eddu ásamt myndbandi fasteignasölunnar.