Fúli bóksalinn í Garrucha Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 11. apríl 2017 07:00 Í spænska strandbænum Garrucha er bókabúð ein sem mér finnst merkileg fyrir þær sakir að eigandinn er svo afspyrnu fúllyndur að hann minnir á föndrarann mikla úr Spaugstofunni. Þegar maður rekur hausinn þangað inn, hreytir hann í mann „hvað?“ eins og maður hafi truflað hann á salerninu. Þegar maður hefur borið upp erindið er ekki óalgengt að hann andvarpi mæðulega, rétt eins og maður hafi beðið hann um að þurrka út allar kommurnar í Don Kíkóta. Ef maður spyr hvort hann eigi bók eftir Arnald, grettir hann sig eins og ég hafi spurt um dömubindi en stundum bendir hann önugur í hillurnar og segir mér að leita. Þegar minnst varir bregður hann sér út á stétt að reykja eins og kúnnarnir komi honum ekkert við. Ef ég spyr hvort þessi eða hinn höfundurinn seljist er svarið iðulega „nei“. Að hans sögn selst nefnilega ekkert vegna þess að fólk er svo heimskt nú til dags. Hið undarlega er að þrátt fyrir þennan fjörlitla félagsskap finnst mér alltaf jafn skemmtilegt að koma þarna við. Hvernig skyldi standa á því? Það er hugsanlegt að ég sé kominn með svo herfilegt ofnæmi fyrir verslanakeðjum að þetta ólundarlega viðmót hreinlega hressi mig við. Ég er nefnilega nýlega fluttur frá Costa del Sol svæðinu þar sem starfsmönnum er uppálagt að smjaðra fyrir kúnnanum. Allar verslanirnar eru alveg eins, og það sem fer mest í taugarnar á mér er þegar upp koma hátíðir eins og Halloween, þá er starfsfólkið farðað og skreytt frá toppi til táar. Sumir eru umvafðir kóngulóarvef eða ataðir blóði. Ávallt er þar spiluð óhljóðatónlist og lagleysur. Þetta er gjörsamlega óþolandi… Nei, heyrðu, mikið er maður orðinn fúllyndur. Það er kannski að ég opni bókabúð hérna í Garrucha. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun
Í spænska strandbænum Garrucha er bókabúð ein sem mér finnst merkileg fyrir þær sakir að eigandinn er svo afspyrnu fúllyndur að hann minnir á föndrarann mikla úr Spaugstofunni. Þegar maður rekur hausinn þangað inn, hreytir hann í mann „hvað?“ eins og maður hafi truflað hann á salerninu. Þegar maður hefur borið upp erindið er ekki óalgengt að hann andvarpi mæðulega, rétt eins og maður hafi beðið hann um að þurrka út allar kommurnar í Don Kíkóta. Ef maður spyr hvort hann eigi bók eftir Arnald, grettir hann sig eins og ég hafi spurt um dömubindi en stundum bendir hann önugur í hillurnar og segir mér að leita. Þegar minnst varir bregður hann sér út á stétt að reykja eins og kúnnarnir komi honum ekkert við. Ef ég spyr hvort þessi eða hinn höfundurinn seljist er svarið iðulega „nei“. Að hans sögn selst nefnilega ekkert vegna þess að fólk er svo heimskt nú til dags. Hið undarlega er að þrátt fyrir þennan fjörlitla félagsskap finnst mér alltaf jafn skemmtilegt að koma þarna við. Hvernig skyldi standa á því? Það er hugsanlegt að ég sé kominn með svo herfilegt ofnæmi fyrir verslanakeðjum að þetta ólundarlega viðmót hreinlega hressi mig við. Ég er nefnilega nýlega fluttur frá Costa del Sol svæðinu þar sem starfsmönnum er uppálagt að smjaðra fyrir kúnnanum. Allar verslanirnar eru alveg eins, og það sem fer mest í taugarnar á mér er þegar upp koma hátíðir eins og Halloween, þá er starfsfólkið farðað og skreytt frá toppi til táar. Sumir eru umvafðir kóngulóarvef eða ataðir blóði. Ávallt er þar spiluð óhljóðatónlist og lagleysur. Þetta er gjörsamlega óþolandi… Nei, heyrðu, mikið er maður orðinn fúllyndur. Það er kannski að ég opni bókabúð hérna í Garrucha.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun