Margir fastir í óíbúðarhæfu húsnæði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2017 20:00 Kristmann segir suma ekki hafa efni á að fara í framkvæmdir og búi við óviðunandi aðstæður Vísir/skjáskot Sagt hefur verið frá fimm manna fjölskyldu sem er á götunni þar sem húsið er ónýtt vegna vegna veggjatítlu og myglusvepps - en tryggingar bæta ekki skaðann. Reyndar hefði fjölskyldan getað losnað við veggjatítluna með talsverðum kostnaði og haldið húsinu. En þegar myglusveppur fannst einnig varð ljóst að það borgaði sig ekki. Verkfræðistofan Efla veitir aðstoð vegna mygluvandamála á heimilum og fyrirtækjum. Gífurleg eftirspurn hefur verið eftir skoðunum síðasta áratug en átta starfsmenn eru í fullu starfi við að kanna og greina myglu. „Ég hef skoðað ríflega fjögur þúsund heimili á undanförnum sjö til átta árum," segir Kristmann Magnússon, byggingatæknifræðingur hjá Eflu. Kristmann hefur séð nokkur dæmi um fjölskyldur sem missa allt sitt vegna myglunnar og búa í óíbúðarhæfum húsum. „Já, því miður. Maður sér þetta oftar en mann langar. Stundum hefur fólk efni á að taka til hendinni og henda því sem er skemmt. En aðrir sitja verr eftir, ná ekki að laga það sem er að og eru mögulega með heilsubresti sem hægt er að tengja við húsnæðið," segir Kristmann. Mikið hefur verið fjallað um myglu síðustu ár. Kristmann segir vitundarvakningu hafa orðið meðal fólks og að skoðunaraðferðir séu orðnar betri. „Þetta leynist víðar en okkur grunaði í upphafi. Inni í steypu, inni í múr, þar sem mygla á ekki að þrífast. Því miður nær þetta að vaxa á ótrúlegustu stöðum.“Er ástandið verra hér á Íslandi en annars staðar? „Það má deila um það. Við erum þá helst að skoða steypumál. En það er margt sem bendir til að þetta sé ekki bara á íslandi, líka annars staðar í heiminum," segir Kristmann. Tengdar fréttir Leigusali dæmdur til að endurgreiða leigu og þrif á mygluðu innbúi Fordæmisgefandi mygludómur í hæstarétti í gær þegar leigusali var dæmdur til að endurgreiða leigu og bæta búslóð leigutaka vegna myglusvepps í íbúðinni. Lögmaður segir mörg mál bíða á borði sínu. 23. september 2016 19:15 Veggjatítlur fljúga en eru vandlátar "Veggjatítlur geta flogið. Á heitasta tíma sumars fljúga þær út úr húsum og geta flogið inn í næsta hús þess vegna. Þær þurfa þá sólarhita til þess. Þær væru ekki að fljúga núna til dæmis,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. 29. apríl 2017 07:00 Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Sagt hefur verið frá fimm manna fjölskyldu sem er á götunni þar sem húsið er ónýtt vegna vegna veggjatítlu og myglusvepps - en tryggingar bæta ekki skaðann. Reyndar hefði fjölskyldan getað losnað við veggjatítluna með talsverðum kostnaði og haldið húsinu. En þegar myglusveppur fannst einnig varð ljóst að það borgaði sig ekki. Verkfræðistofan Efla veitir aðstoð vegna mygluvandamála á heimilum og fyrirtækjum. Gífurleg eftirspurn hefur verið eftir skoðunum síðasta áratug en átta starfsmenn eru í fullu starfi við að kanna og greina myglu. „Ég hef skoðað ríflega fjögur þúsund heimili á undanförnum sjö til átta árum," segir Kristmann Magnússon, byggingatæknifræðingur hjá Eflu. Kristmann hefur séð nokkur dæmi um fjölskyldur sem missa allt sitt vegna myglunnar og búa í óíbúðarhæfum húsum. „Já, því miður. Maður sér þetta oftar en mann langar. Stundum hefur fólk efni á að taka til hendinni og henda því sem er skemmt. En aðrir sitja verr eftir, ná ekki að laga það sem er að og eru mögulega með heilsubresti sem hægt er að tengja við húsnæðið," segir Kristmann. Mikið hefur verið fjallað um myglu síðustu ár. Kristmann segir vitundarvakningu hafa orðið meðal fólks og að skoðunaraðferðir séu orðnar betri. „Þetta leynist víðar en okkur grunaði í upphafi. Inni í steypu, inni í múr, þar sem mygla á ekki að þrífast. Því miður nær þetta að vaxa á ótrúlegustu stöðum.“Er ástandið verra hér á Íslandi en annars staðar? „Það má deila um það. Við erum þá helst að skoða steypumál. En það er margt sem bendir til að þetta sé ekki bara á íslandi, líka annars staðar í heiminum," segir Kristmann.
Tengdar fréttir Leigusali dæmdur til að endurgreiða leigu og þrif á mygluðu innbúi Fordæmisgefandi mygludómur í hæstarétti í gær þegar leigusali var dæmdur til að endurgreiða leigu og bæta búslóð leigutaka vegna myglusvepps í íbúðinni. Lögmaður segir mörg mál bíða á borði sínu. 23. september 2016 19:15 Veggjatítlur fljúga en eru vandlátar "Veggjatítlur geta flogið. Á heitasta tíma sumars fljúga þær út úr húsum og geta flogið inn í næsta hús þess vegna. Þær þurfa þá sólarhita til þess. Þær væru ekki að fljúga núna til dæmis,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. 29. apríl 2017 07:00 Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Leigusali dæmdur til að endurgreiða leigu og þrif á mygluðu innbúi Fordæmisgefandi mygludómur í hæstarétti í gær þegar leigusali var dæmdur til að endurgreiða leigu og bæta búslóð leigutaka vegna myglusvepps í íbúðinni. Lögmaður segir mörg mál bíða á borði sínu. 23. september 2016 19:15
Veggjatítlur fljúga en eru vandlátar "Veggjatítlur geta flogið. Á heitasta tíma sumars fljúga þær út úr húsum og geta flogið inn í næsta hús þess vegna. Þær þurfa þá sólarhita til þess. Þær væru ekki að fljúga núna til dæmis,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. 29. apríl 2017 07:00
Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45