Landspítalinn gagnrýnir forsendur ríkisstjórnarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2017 13:03 María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala. Mynd/LSH Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans segir að miðað við forsendur ríkisstjórnarinar sjálfrar vanti 5,2 milljarða inn í rekstur spítalans á næstu fimm árum. Forráðamenn spítalans telja að það vanti tíu milljarða inn í rekstur spítalans á næsta ári ef koma eigi í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu. María Heimisdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs og Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga Landspítalans komu fyrir velferðarnefnd Alþingis í morgun til að fara í stöðu spítalans í ljósi framlaga til hans í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar ti næstu fimm ára. Þau gagnrýndu að í áætluninni væri í fyrsta skipti stuðst við ríkisreikninga Norðurlandanna í samanburði á fjárframlögum, en ekki við þá staðla sem OECD miðaði við og notaðir hafi verið hingað til. „Og þetta skiptir nú engu smáræðis máli. Það munar tveimur prósentustigum á framlögum Norðurlandanna til heilbrigðismála eftir því hvor kvarðinn er notaður. Þegar maður túlkar það yfir í krónur og aura eru þetta tugir milljarða á ári. Það munar tugum milljarða eftir því hvort maður velur að nota venjulegu gögnin eða hvort maður velur að nota gögn úr ríkisreikningum sem aldrei hafa verið notuð áður að því er við best vitum til samanburðar á framlögum til heilbrigðismála,“ segir María. Ef viðmiðunin í fjármálaáætluninni væri notað kæmi Ísland mun betur út en það væri margt í fjármögnun heilbrigðiskerfs Norðurlandanna sem væri með öðrum hætti en hér og endurspeglaðist ekki í ríkisreikningum. Því væru menn að draga ályktanir út frá ónothæfum gögnum. „Afleiðing þessa er að á árinu 2018 mun samkvæmt áætluninni vanta um það bil tíu milljarða inn í rekstur spítalans,“ segir María. Þessi áætlun hafi verið send velferðarráðuneytinu. María sagði stöðuna á Landspítalanum mjög alvarlega. Til að mynda væri eingöngu gert ráð fyrir 340 milljónum króna í auknum framlögum til allrar sjúkrahúsþjónustu á landinu á næsta ári. Fyrir auðvitað utan að þegar menn segja að það séu áætlaðar 340 milljónir inn í sjúkrahúsþjónustuna á næsta ári þá er það auðvitað ekki bara Landsspítalinn. Það er öll sérhæft sjúkrahúsþjónusta sem veitt er á Landsspítalanum á Akureyri, öll almenn sjúkrahúsþjónusta, það er að segja öll sjúkrasvið annarra heilbrigðisstofnana og síðast en ekki síst sú heilbrigðisþjónusta sem Íslendingar sækja sér í útlöndum og greidd er úr sameiginlegum sjóðum,“ segir María. Hún gagnrýnir að gert sé ráð fyrir auknum framlögum upp á tvo milljarða króna vegna heilbrigðisþjónustu sem Íslendingar sæktu sér í öðrum löndum og öðru eins til sérfræðiþjónustu utan spítalans á sama tíma og í raun væri skorið niður til Landspítalans. Lítil eftirspurn væri eftir læknisþjónustu í öðrum löndum. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kallaði á niðurskurð. „Við sjáum ekki betur en á tímabilinu þurfi innlend sjúkrahús, það er að segja almenn og sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, að lækka kostnað sem nemur um það bil fimm milljörðum. Miðað við þau nýju verkefni Landspítalans sem tilgreind eru í tillögunni og miðað við að annað standi í stað,“ segir María Heimisdóttir. Tengdar fréttir Gagnrýnir talnafimi í fjármálaáætlun María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, gagnrýnir framsetningu á útgjöldum til heilbrigðismála í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun. 25. apríl 2017 07:00 Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Fimmtungur þeirra sem bíða eftir hjúkrunarrými deyja á spítalanum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. 24. apríl 2017 20:30 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Fleiri fréttir Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Sjá meira
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans segir að miðað við forsendur ríkisstjórnarinar sjálfrar vanti 5,2 milljarða inn í rekstur spítalans á næstu fimm árum. Forráðamenn spítalans telja að það vanti tíu milljarða inn í rekstur spítalans á næsta ári ef koma eigi í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu. María Heimisdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs og Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga Landspítalans komu fyrir velferðarnefnd Alþingis í morgun til að fara í stöðu spítalans í ljósi framlaga til hans í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar ti næstu fimm ára. Þau gagnrýndu að í áætluninni væri í fyrsta skipti stuðst við ríkisreikninga Norðurlandanna í samanburði á fjárframlögum, en ekki við þá staðla sem OECD miðaði við og notaðir hafi verið hingað til. „Og þetta skiptir nú engu smáræðis máli. Það munar tveimur prósentustigum á framlögum Norðurlandanna til heilbrigðismála eftir því hvor kvarðinn er notaður. Þegar maður túlkar það yfir í krónur og aura eru þetta tugir milljarða á ári. Það munar tugum milljarða eftir því hvort maður velur að nota venjulegu gögnin eða hvort maður velur að nota gögn úr ríkisreikningum sem aldrei hafa verið notuð áður að því er við best vitum til samanburðar á framlögum til heilbrigðismála,“ segir María. Ef viðmiðunin í fjármálaáætluninni væri notað kæmi Ísland mun betur út en það væri margt í fjármögnun heilbrigðiskerfs Norðurlandanna sem væri með öðrum hætti en hér og endurspeglaðist ekki í ríkisreikningum. Því væru menn að draga ályktanir út frá ónothæfum gögnum. „Afleiðing þessa er að á árinu 2018 mun samkvæmt áætluninni vanta um það bil tíu milljarða inn í rekstur spítalans,“ segir María. Þessi áætlun hafi verið send velferðarráðuneytinu. María sagði stöðuna á Landspítalanum mjög alvarlega. Til að mynda væri eingöngu gert ráð fyrir 340 milljónum króna í auknum framlögum til allrar sjúkrahúsþjónustu á landinu á næsta ári. Fyrir auðvitað utan að þegar menn segja að það séu áætlaðar 340 milljónir inn í sjúkrahúsþjónustuna á næsta ári þá er það auðvitað ekki bara Landsspítalinn. Það er öll sérhæft sjúkrahúsþjónusta sem veitt er á Landsspítalanum á Akureyri, öll almenn sjúkrahúsþjónusta, það er að segja öll sjúkrasvið annarra heilbrigðisstofnana og síðast en ekki síst sú heilbrigðisþjónusta sem Íslendingar sækja sér í útlöndum og greidd er úr sameiginlegum sjóðum,“ segir María. Hún gagnrýnir að gert sé ráð fyrir auknum framlögum upp á tvo milljarða króna vegna heilbrigðisþjónustu sem Íslendingar sæktu sér í öðrum löndum og öðru eins til sérfræðiþjónustu utan spítalans á sama tíma og í raun væri skorið niður til Landspítalans. Lítil eftirspurn væri eftir læknisþjónustu í öðrum löndum. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kallaði á niðurskurð. „Við sjáum ekki betur en á tímabilinu þurfi innlend sjúkrahús, það er að segja almenn og sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, að lækka kostnað sem nemur um það bil fimm milljörðum. Miðað við þau nýju verkefni Landspítalans sem tilgreind eru í tillögunni og miðað við að annað standi í stað,“ segir María Heimisdóttir.
Tengdar fréttir Gagnrýnir talnafimi í fjármálaáætlun María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, gagnrýnir framsetningu á útgjöldum til heilbrigðismála í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun. 25. apríl 2017 07:00 Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Fimmtungur þeirra sem bíða eftir hjúkrunarrými deyja á spítalanum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. 24. apríl 2017 20:30 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Fleiri fréttir Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Sjá meira
Gagnrýnir talnafimi í fjármálaáætlun María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, gagnrýnir framsetningu á útgjöldum til heilbrigðismála í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun. 25. apríl 2017 07:00
Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Fimmtungur þeirra sem bíða eftir hjúkrunarrými deyja á spítalanum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. 24. apríl 2017 20:30