Samviskan hringdi og ég svaraði Magnús Guðmundsson skrifar 28. apríl 2017 10:30 Svikaskáldin sem verða í Mengi í dag frá kl. 17 til 19. Við kynntumst í ritlistinni uppi í háskóla en erum samt ekki allar af sama árinu. Það var svona upphafið að þessu,“ segir Sunna Dís Másdóttir ljóðskáld en í dag kemur út ljóðverkið Ég er ekki að rétta upp hönd. Í bókinni er að finna ljóðverk eftir svikaskáldin Fríðu Ísberg, Melkorku Ólafsdóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Þóru Hjörleifsdóttur, Þórdísi Helgadóttur og Sunnu Dís. En útgáfunni verður fagnað í dag í Mengi á milli klukkan 17 og 19 að Óðinsgötu þar sem skáldin ætla að koma saman og lesa upp úr verkinu. Sunna Dís segir að þær hafi einfaldlega ákveðið að skella saman í bók. „Mér var svona kippt með – það var eiginlega eins og að fá samtal frá samviskunni. Ég var drifin upp í bústað að skrifa ljóð og þegar samviskan hringir þá svarar maður kallinu.“ Samheitið svikaskáld segir Sunna Dís að hafi fljótlega komið til þeirra. „Þetta birtist fljótlega eftir að við komum saman uppi í bústað til þess að skrifa og hafa kaffisamsæti með upplestrum þess á milli. Þá kom fljótt í ljós að það voru hjá okkur sameiginlegir þræðir sem meðal annars tengjast imposture-syndróminu sem hefur nú farið nokkuð hátt. Þessi pæling með að vera skáld eða svikari. Hvort er maður?“ En sjálf segir Sunna Dís að þar sem segi í einu af ljóðum hennar að hún geri aldrei mistök þá hljóti hún að vera viss um það hvort hún er og þar sem ljóðið er að koma á bók þá hljóti hún að vera skáld. Að yrkja ljóð þykir nú oft vera einmanalegt starf en skyldi Sunnu Dís hafa þótt gott að vinna svona saman eins og þær gerðu? „Þetta var ótrúlega skemmtileg vinna. Við vissum í raun ekkert hvað yrði þegar við fórum þarna upp eftir að öðru leyti en því að við vorum búnar að ákveða að gefa út bók. Því þannig gerast allir góðir hlutir að maður stekkur fyrst og spyr svo. Það var líka gaman að sjá hvernig ljóðin fara að flækja sig saman í þessu samtali og með kaffisopanum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Við kynntumst í ritlistinni uppi í háskóla en erum samt ekki allar af sama árinu. Það var svona upphafið að þessu,“ segir Sunna Dís Másdóttir ljóðskáld en í dag kemur út ljóðverkið Ég er ekki að rétta upp hönd. Í bókinni er að finna ljóðverk eftir svikaskáldin Fríðu Ísberg, Melkorku Ólafsdóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Þóru Hjörleifsdóttur, Þórdísi Helgadóttur og Sunnu Dís. En útgáfunni verður fagnað í dag í Mengi á milli klukkan 17 og 19 að Óðinsgötu þar sem skáldin ætla að koma saman og lesa upp úr verkinu. Sunna Dís segir að þær hafi einfaldlega ákveðið að skella saman í bók. „Mér var svona kippt með – það var eiginlega eins og að fá samtal frá samviskunni. Ég var drifin upp í bústað að skrifa ljóð og þegar samviskan hringir þá svarar maður kallinu.“ Samheitið svikaskáld segir Sunna Dís að hafi fljótlega komið til þeirra. „Þetta birtist fljótlega eftir að við komum saman uppi í bústað til þess að skrifa og hafa kaffisamsæti með upplestrum þess á milli. Þá kom fljótt í ljós að það voru hjá okkur sameiginlegir þræðir sem meðal annars tengjast imposture-syndróminu sem hefur nú farið nokkuð hátt. Þessi pæling með að vera skáld eða svikari. Hvort er maður?“ En sjálf segir Sunna Dís að þar sem segi í einu af ljóðum hennar að hún geri aldrei mistök þá hljóti hún að vera viss um það hvort hún er og þar sem ljóðið er að koma á bók þá hljóti hún að vera skáld. Að yrkja ljóð þykir nú oft vera einmanalegt starf en skyldi Sunnu Dís hafa þótt gott að vinna svona saman eins og þær gerðu? „Þetta var ótrúlega skemmtileg vinna. Við vissum í raun ekkert hvað yrði þegar við fórum þarna upp eftir að öðru leyti en því að við vorum búnar að ákveða að gefa út bók. Því þannig gerast allir góðir hlutir að maður stekkur fyrst og spyr svo. Það var líka gaman að sjá hvernig ljóðin fara að flækja sig saman í þessu samtali og með kaffisopanum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira