Ég hylli þig Húnaþing er uppáhaldslag Lillukórsins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. apríl 2017 10:30 Lillukórinn þegar hann var tvítugur, fyrir fimm árum. Stjórnandinn, Ingibjörg, er lengst til vinstri í fremri röð. Við byrjuðum sextán húsmæður að syngja saman og ætluðum að hittast einu sinni í viku. Síðan eru 25 ár,“ segir Ingibjörg Pálsdóttir, tónlistarkennari á Hvammstanga, þegar hún rifjar upp hvernig Lillukórinn varð til. Nú er kórinn að halda sína síðustu vortónleika á morgun, laugardag, klukkan 14 í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Ingibjörg er kölluð Lilla og hefur verið með kórinn frá fyrstu tíð en kveðst aldrei hafa staðið fyrir framan hann heldur stjórnað frá hljóðfærinu. „Ég hef sett upp raddirnar en svo hef ég fengið aðra undirleikara þegar komið er að konsertum. Ég er svo heppin að Sigurður Helgi Oddsson, sem er barnabarn mitt, er bráðflinkur spilari, hann hefur leikið undir hjá okkur í fimm ár og ætlar að vera með okkur þetta síðasta ár en svo er ég að hætta, enda orðin áttatíu og þriggja ára gömul,“ segir hún. Ingibjörg er ein af stofnendum tónlistarskólans á Hvammstanga og kenndi þar í mörg ár. Í símanum heyrist söngröddin glögglega. „Ég held að ég geti sungið á meðan ég get setið,“ segir hún hlæjandi þegar haft er orð á því. Lillukórinn er skipaður konum úr Húnaþingi vestra, bæði af Hvammstanga og úr sveitunum í kring. Hann gaf út tvo diska og Ingibjörg segir annan þeirra talsvert hafa verið spilaðan í útvarpi. Innt eftir hvort einhver sérstök lög hafi fylgt kórnum gegnum tíðina svarar hún: „Á öðrum diskinum er lag sem heitir Ég hylli þig Húnaþing og það er uppáhaldslag hjá okkur.“ Að þessu sinni syngur meginþorri þeirra kvenna sem hafa starfað í Lillukórnum með en telur Ingibjörg allar sáttar við að hætta núna? „Við erum hættar að koma fram opinberlega og halda vortónleika en það er enginn kominn til með að segja að við hittumst ekki áfram,“ svarar hún hress. „Söngæfingarnar hjá okkur eru yfirleitt eins og kabarett, þar er látið öllum illum látum. Það kemur bara í ljós í haust hvernig framhaldið verður.“ Gestakórar á tónleikunum á morgun verða Sprettskór og Grundartangakór. Stjórnandi þeirra er Atli Guðlaugsson og Sigurður Helgi spilar undir. Ingibjörg tekur fram að veglegar veitingar verði á borðum, að hætti Lillukórsins, enginn aðgangseyrir verði innheimtur og allir séu hjartanlega velkomnir. Húnaþing vestra Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Við byrjuðum sextán húsmæður að syngja saman og ætluðum að hittast einu sinni í viku. Síðan eru 25 ár,“ segir Ingibjörg Pálsdóttir, tónlistarkennari á Hvammstanga, þegar hún rifjar upp hvernig Lillukórinn varð til. Nú er kórinn að halda sína síðustu vortónleika á morgun, laugardag, klukkan 14 í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Ingibjörg er kölluð Lilla og hefur verið með kórinn frá fyrstu tíð en kveðst aldrei hafa staðið fyrir framan hann heldur stjórnað frá hljóðfærinu. „Ég hef sett upp raddirnar en svo hef ég fengið aðra undirleikara þegar komið er að konsertum. Ég er svo heppin að Sigurður Helgi Oddsson, sem er barnabarn mitt, er bráðflinkur spilari, hann hefur leikið undir hjá okkur í fimm ár og ætlar að vera með okkur þetta síðasta ár en svo er ég að hætta, enda orðin áttatíu og þriggja ára gömul,“ segir hún. Ingibjörg er ein af stofnendum tónlistarskólans á Hvammstanga og kenndi þar í mörg ár. Í símanum heyrist söngröddin glögglega. „Ég held að ég geti sungið á meðan ég get setið,“ segir hún hlæjandi þegar haft er orð á því. Lillukórinn er skipaður konum úr Húnaþingi vestra, bæði af Hvammstanga og úr sveitunum í kring. Hann gaf út tvo diska og Ingibjörg segir annan þeirra talsvert hafa verið spilaðan í útvarpi. Innt eftir hvort einhver sérstök lög hafi fylgt kórnum gegnum tíðina svarar hún: „Á öðrum diskinum er lag sem heitir Ég hylli þig Húnaþing og það er uppáhaldslag hjá okkur.“ Að þessu sinni syngur meginþorri þeirra kvenna sem hafa starfað í Lillukórnum með en telur Ingibjörg allar sáttar við að hætta núna? „Við erum hættar að koma fram opinberlega og halda vortónleika en það er enginn kominn til með að segja að við hittumst ekki áfram,“ svarar hún hress. „Söngæfingarnar hjá okkur eru yfirleitt eins og kabarett, þar er látið öllum illum látum. Það kemur bara í ljós í haust hvernig framhaldið verður.“ Gestakórar á tónleikunum á morgun verða Sprettskór og Grundartangakór. Stjórnandi þeirra er Atli Guðlaugsson og Sigurður Helgi spilar undir. Ingibjörg tekur fram að veglegar veitingar verði á borðum, að hætti Lillukórsins, enginn aðgangseyrir verði innheimtur og allir séu hjartanlega velkomnir.
Húnaþing vestra Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira