Flokkar verkin eftir merkingu og efniviði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. apríl 2017 10:15 "Þegar fólk kemur á sýninguna fær það lítil hefti og þar getur það fræðst frekar,“ lofar Hildigunnur. Fréttablaðið/Eyþór Ég leik mér að því að flokka verkin í a, b, c, d, e og f, eftir merkingu þeirra og efniviði. Þegar fólk kemur á sýninguna fær það lítil hefti og þar getur það fræðst frekar,“ segir Hildigunnur Birgisdóttir myndlistarmaður sem opnar sýningu í i8 Galleríi í dag milli klukkan 17 og 19. Hildigunnur Birgisdóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og hefur sýnt í Listasafni Reykjavíkur, Kling & Bang, Nýlistasafninu og Annaellegallery í Stokkhólmi. Hún hefur skapað sér sérstöðu með smágerðum skúlptúrum, leikgleði og húmor sem þó vekur athygli á alvarlegri málum.Veggfóðrið heitir Óþægilegar staðreyndir enda felur letrið í sér vandræðaleg leyndarmál um listakonuna Hildigunni. vísir/EyþórÍ i8 eru öll verkin upphengd og yfir allan salinn er veggfóður í gulum, rauðum, bláum og grænum litum, það er listaverk eftir Hildigunni og heitir Óþægilegar staðreyndir. Ástæðan er sú að á því eru staðreyndir um hana sjálfa, birtar í óþekktu leturkerfi sem þó er byggt á latneska stafrófinu. „Fólk þarf að leggja svolítið á sig ef það ætlar að komast að leyndarmálunum. En í raun vil ég ekkert að fólk viti þau, því þau eru bara vandræðaleg,“ útskýrir hún brosandi. Bendir líka grallaraleg á að sýningin sjáist varla fyrir sýningunni og það má til sanns vegar færa. Það ber til dæmis ekki mikið á agnarsmáum bronshillum inn á milli veggfóðurskreytinga. Þær hillur kveðst Hildigunnur hafa mótað með eigin fingrum. „Fyrstu hilluna gerði ég ekki í neinum sérstökum tilgangi, hún var bara fyrir eitthvað sem ég vissi ekki hvað yrði. Í öðru tilfelli bjó ég til hillu fyrir skrúfur. Mér fannst það huggulega gert af mér – ég held að skrúfur hafi sjaldan fengið slíka athygli. Bara – tími til kominn!“Sumar hillur þjóna vissum tilgangi, aðrar óræðum.Í einum flokknum eru postulínsverk. „Mér finnst voða gaman að prufa nýjar aðferðir en ég geri það oft bara einu sinni,“ segir listakonan og heldur áfram: „Þessi verk kölluðu á postulín því þau eru afsteypur af fjöldaframleiddum umbúðum, mér fannst við hæfi að setja þau í viðkvæmt og fallegt efni því umbúðir lenda jafnan í ruslinu. Serían fjallar um hringrás okkar, neysluna og umhverfið og verkin heita isk, þau draga nafn sitt alltaf af þeim gjaldmiðli sem í gildi er þar sem þau eru sýnd.“ Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ég leik mér að því að flokka verkin í a, b, c, d, e og f, eftir merkingu þeirra og efniviði. Þegar fólk kemur á sýninguna fær það lítil hefti og þar getur það fræðst frekar,“ segir Hildigunnur Birgisdóttir myndlistarmaður sem opnar sýningu í i8 Galleríi í dag milli klukkan 17 og 19. Hildigunnur Birgisdóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og hefur sýnt í Listasafni Reykjavíkur, Kling & Bang, Nýlistasafninu og Annaellegallery í Stokkhólmi. Hún hefur skapað sér sérstöðu með smágerðum skúlptúrum, leikgleði og húmor sem þó vekur athygli á alvarlegri málum.Veggfóðrið heitir Óþægilegar staðreyndir enda felur letrið í sér vandræðaleg leyndarmál um listakonuna Hildigunni. vísir/EyþórÍ i8 eru öll verkin upphengd og yfir allan salinn er veggfóður í gulum, rauðum, bláum og grænum litum, það er listaverk eftir Hildigunni og heitir Óþægilegar staðreyndir. Ástæðan er sú að á því eru staðreyndir um hana sjálfa, birtar í óþekktu leturkerfi sem þó er byggt á latneska stafrófinu. „Fólk þarf að leggja svolítið á sig ef það ætlar að komast að leyndarmálunum. En í raun vil ég ekkert að fólk viti þau, því þau eru bara vandræðaleg,“ útskýrir hún brosandi. Bendir líka grallaraleg á að sýningin sjáist varla fyrir sýningunni og það má til sanns vegar færa. Það ber til dæmis ekki mikið á agnarsmáum bronshillum inn á milli veggfóðurskreytinga. Þær hillur kveðst Hildigunnur hafa mótað með eigin fingrum. „Fyrstu hilluna gerði ég ekki í neinum sérstökum tilgangi, hún var bara fyrir eitthvað sem ég vissi ekki hvað yrði. Í öðru tilfelli bjó ég til hillu fyrir skrúfur. Mér fannst það huggulega gert af mér – ég held að skrúfur hafi sjaldan fengið slíka athygli. Bara – tími til kominn!“Sumar hillur þjóna vissum tilgangi, aðrar óræðum.Í einum flokknum eru postulínsverk. „Mér finnst voða gaman að prufa nýjar aðferðir en ég geri það oft bara einu sinni,“ segir listakonan og heldur áfram: „Þessi verk kölluðu á postulín því þau eru afsteypur af fjöldaframleiddum umbúðum, mér fannst við hæfi að setja þau í viðkvæmt og fallegt efni því umbúðir lenda jafnan í ruslinu. Serían fjallar um hringrás okkar, neysluna og umhverfið og verkin heita isk, þau draga nafn sitt alltaf af þeim gjaldmiðli sem í gildi er þar sem þau eru sýnd.“
Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira