Hvalir gefa meira en þeir taka Svavar Hávarðsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Hvalasérfræðingarnir Joe Roman og Gísli Víkingsson eru meðal fyrirlesara á málþingi í Öskju í dag, Hlutverk hvala í lífríkinu er fundarefnið. vísir/stefán Mikilvægi hvala fyrir vistkerfi hafs og lands er vaxandi fræðasvið, en unnið er með vísbendingar um að sterkir stofnar hvala styðji við aðrar lífverur um allt vistkerfið sem aftur styrki meðal annars nytjastofna. Þetta gengur sumpart á rökin fyrir því að hvalveiðar séu nauðsynlegar til að koma í veg fyrir afrán hvala; að þeir taki ekki of mikið til sín sem aftur kemur niður á nytjum annarra stofna. Joe Roman, rannsóknarprófessor við Rubenstein náttúruvísindaskólann [Rubenstein School of Environment and Natural Resources – University of Vermont], hefur helgað sig rannsóknum á því hvernig hvalir stuðla að dreifingu næringarefna í hafinu. Hann segir umfangsmiklar rannsóknir þegar liggja fyrir um hvað og hversu mikið hvalir éta, en hið gagnstæða eigi við um rannsóknir á áhrifum hvala á vistkerfið. Sú staðreynd að fyrir 50 árum hafi hvalir af ýmsum tegundum verið afar fáliðaðir vegna veiða gefi tækifæri til þessara rannsókna. Þeim fjölgar víða og samanburður vegna þeirra breytinga sé nærtækur. „Við fáum einstakt tækifæri til að meta hvaða áhrif þetta hefur á einstök hafsvæði, og rannsóknirnar snúa að áhrifum á framleiðni vistkerfanna,“ segir Roman og útskýrir að þetta snúi að hringrás í lífríkinu. Næringarefni frá hvölum styrkja svif og önnur smádýr; fjölgun þeirra styrkir fiskistofna stóra sem smáa og á endanum hvalina sjálfa.Þetta er eins og færiband næringarefna með hvölum, bæði með úrgangi sem þeir láta frá sér, en einnig með rotnun hvalshræja á hafsbotni svo dæmi sé tekið. Þessi dreifing næringarefna er ekki staðbundin en far hvala þýðir að það sem þeir taka á norðlægum slóðum skilar sér til suðlægari hafsvæða. „Þetta er eins og færiband næringarefna með hvölum, bæði með úrgangi sem þeir láta frá sér, en einnig með rotnun hvalshræja á hafsbotni svo dæmi sé tekið. Á hvalshræjum á djúpsævi höfum við fundið 60 tegundir dýra sem finnast ekki nema þar. Við rannsökum því mikilvægi hvala – hvað græðist með því að hafa heilbrigða stofna í hafinu.“ Joe Roman talar um þessi vísindi á ráðstefnu í Öskju í dag, ásamt Gísla Víkingssyni, hvalasérfræðingi hjá Hafrannsóknastofnun. Gísli fjallar um þær niðurstöður sínar að hvalastofnar á heimsvísu séu í mjög mismunandi ástandi eftir ofveiði. Í Atlantshafinu fyrst, svo Kyrrahafinu og síðast í Suðurhöfum, þar sem drápið var gegndarlaust. Hér við land eru vísbendingar um að hvalastofnar, til dæmis langreyður, hafi náð fyrri stærð. „Náfrænka hennar, steypireyðurin, hefur hins vegar ekki náð sér. Stærstu stofnarnir við Suðurskautslandið eru hins vegar ennþá langt niðri, og kenningar um það tengjast meðal annars fræðasviðinu um dreifingu næringarefna. Önnur kenning er, vegna þess að hundruð þúsunda hvala voru drepin af hverri tegund og vistkerfið þar syðra er mun einfaldara, að við snögga fækkun hvalanna hafi aðrar tegundir, hrefna, selir, sjófuglar og mörgæsir, sem ekki voru veiddar fyllt upp í það tómarúm. Hugsanlega standi stórir stofnar annarra dýra því í veginum fyrir því að hvalastofnarnir nái fyrri stærð,“ segir Gísli en bætir við að skýringarnar séu eflaust margar og samþættar. Kenningin um að hvalir gefi vistkerfinu meira en þeir taka eru byltingarkenndar, segir Gísli. Hvað hvalveiðarnar varðar segir Gísli að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar gangi út frá því að þær hafi engin áhrif á stofnana; hvorki stofnstærðir né dreifingu næringarefna. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Mikilvægi hvala fyrir vistkerfi hafs og lands er vaxandi fræðasvið, en unnið er með vísbendingar um að sterkir stofnar hvala styðji við aðrar lífverur um allt vistkerfið sem aftur styrki meðal annars nytjastofna. Þetta gengur sumpart á rökin fyrir því að hvalveiðar séu nauðsynlegar til að koma í veg fyrir afrán hvala; að þeir taki ekki of mikið til sín sem aftur kemur niður á nytjum annarra stofna. Joe Roman, rannsóknarprófessor við Rubenstein náttúruvísindaskólann [Rubenstein School of Environment and Natural Resources – University of Vermont], hefur helgað sig rannsóknum á því hvernig hvalir stuðla að dreifingu næringarefna í hafinu. Hann segir umfangsmiklar rannsóknir þegar liggja fyrir um hvað og hversu mikið hvalir éta, en hið gagnstæða eigi við um rannsóknir á áhrifum hvala á vistkerfið. Sú staðreynd að fyrir 50 árum hafi hvalir af ýmsum tegundum verið afar fáliðaðir vegna veiða gefi tækifæri til þessara rannsókna. Þeim fjölgar víða og samanburður vegna þeirra breytinga sé nærtækur. „Við fáum einstakt tækifæri til að meta hvaða áhrif þetta hefur á einstök hafsvæði, og rannsóknirnar snúa að áhrifum á framleiðni vistkerfanna,“ segir Roman og útskýrir að þetta snúi að hringrás í lífríkinu. Næringarefni frá hvölum styrkja svif og önnur smádýr; fjölgun þeirra styrkir fiskistofna stóra sem smáa og á endanum hvalina sjálfa.Þetta er eins og færiband næringarefna með hvölum, bæði með úrgangi sem þeir láta frá sér, en einnig með rotnun hvalshræja á hafsbotni svo dæmi sé tekið. Þessi dreifing næringarefna er ekki staðbundin en far hvala þýðir að það sem þeir taka á norðlægum slóðum skilar sér til suðlægari hafsvæða. „Þetta er eins og færiband næringarefna með hvölum, bæði með úrgangi sem þeir láta frá sér, en einnig með rotnun hvalshræja á hafsbotni svo dæmi sé tekið. Á hvalshræjum á djúpsævi höfum við fundið 60 tegundir dýra sem finnast ekki nema þar. Við rannsökum því mikilvægi hvala – hvað græðist með því að hafa heilbrigða stofna í hafinu.“ Joe Roman talar um þessi vísindi á ráðstefnu í Öskju í dag, ásamt Gísla Víkingssyni, hvalasérfræðingi hjá Hafrannsóknastofnun. Gísli fjallar um þær niðurstöður sínar að hvalastofnar á heimsvísu séu í mjög mismunandi ástandi eftir ofveiði. Í Atlantshafinu fyrst, svo Kyrrahafinu og síðast í Suðurhöfum, þar sem drápið var gegndarlaust. Hér við land eru vísbendingar um að hvalastofnar, til dæmis langreyður, hafi náð fyrri stærð. „Náfrænka hennar, steypireyðurin, hefur hins vegar ekki náð sér. Stærstu stofnarnir við Suðurskautslandið eru hins vegar ennþá langt niðri, og kenningar um það tengjast meðal annars fræðasviðinu um dreifingu næringarefna. Önnur kenning er, vegna þess að hundruð þúsunda hvala voru drepin af hverri tegund og vistkerfið þar syðra er mun einfaldara, að við snögga fækkun hvalanna hafi aðrar tegundir, hrefna, selir, sjófuglar og mörgæsir, sem ekki voru veiddar fyllt upp í það tómarúm. Hugsanlega standi stórir stofnar annarra dýra því í veginum fyrir því að hvalastofnarnir nái fyrri stærð,“ segir Gísli en bætir við að skýringarnar séu eflaust margar og samþættar. Kenningin um að hvalir gefi vistkerfinu meira en þeir taka eru byltingarkenndar, segir Gísli. Hvað hvalveiðarnar varðar segir Gísli að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar gangi út frá því að þær hafi engin áhrif á stofnana; hvorki stofnstærðir né dreifingu næringarefna.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira