Myrkur og grín Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. apríl 2017 10:00 Nýjasta plata Úlfur Úlfur ber titilinn Hefnið okkar og var tekin upp á skömmum tíma síðasta haust. Vísir/Eyþór „Við gerðum það sama með þessi myndbönd og plötuna sem kemur á föstudaginn – við þögðum einfaldlega. Orðum fylgir svo mikil djöfulsins ábyrgð og svo höfum við alltaf fílað svona „shock factor“ dæmi. Sparka upp hurðinni óboðnir með fangið fullt af kræsingum,“ segir Arnar Freyr Frostason, annar meðlimur rappdúettsins Úlfur Úlfur sem gaf út ekki eitt heldur þrjú myndbönd í gær. Á mánudaginn var héldu þeir frumsýningarpartí og komu gestum á óvart með þessum fjölda myndbanda – og kórónuðu svo veisluna með að tilkynna um nýja plötu. „Myndböndin eru öllu unnin með uppáhaldsleikstjóranum okkar, Magnúsi Leifssyni, sem gerði bæði Tarantúlur og Brennum allt með okkur. Heildarkonseptið er einhver árekstur eða samsuða á milli framtíðar og fortíðar. Við erum allir sci-fi-perrar og við gerð myndbandanna fengum við prýðilega útrás fyrir það, sérstaklega í Geimvera.“Áttundi áratugurinn svífur yfir vötnunum í myndbandinu við Bróðir.Mynd/Magnús LeifssonSegðu mér aðeins frá nýju plötunni ykkar. Verða gestir? Hverjir koma að þessu með ykkur, ef einhverjir? „Nýja platan, Hefnið okkar, kemur út á föstudaginn. Tvær plánetur sem kom út 2015 var samansafn af lögum sem urðu til á þremur árum en Hefnið okkar varð öll til á örfáum mánuðum síðastliðið haust. Ég held að fólk muni finna fyrir þessum mun. Sándlega séð erum við á miklu betri stað en áður. Við höfum afmarkað okkar persónulega hljóm mjög vel. Hefnið okkar hljómar eins og við höfum alltaf látið okkur dreyma um að hljóma en hvorki haft getuna né reynsluna til að framkvæma – fyrr en núna. Það hefur alltaf verið nóg af myrkri í tónlistinni okkar og það er enn þá nóg af því en að mínu mati er jafnframt meiri húmor í gangi en áður. Myrkur og grín – það erum við.“Mávur er eins og glöggir sjá aðeins eitt skot. Útlitið á því er mjög einkennandi fyrir Magnús Leifsson.Mynd/Magnús Leifsson„Það eru engir formlegir gestir á plötunni: lögin, raddirnar og textarnir er allt okkar. Björn Valur, plötusnúðurinn okkar, var okkur samt innan handar í gegnum allt ferlið og lét m.a. finna fyrir sér í Bróðir og Mávar. Gestalausar rappplötur eru ekki algengar en á þessum tímapunkti á ferlinum þá dauðlangaði okkur einfaldlega að gera það – treysta ekki á neinn nema okkur sjálfa. Þetta einfaldar síðan allan lifandi flutning – núna þurfum við ekki að angra Kött Grá Pje jafn oft seint á kvöldin og grátbiðja hann um að koma í partí og garga BRENNUM ALLT! með stírur í augunum.“Vísindaskáldskapur er drengjunum í Úlfur Úlfur hugleikinn, það sést í myndbandinu við Geimvera.Mynd/Magnús LeifssonÞið hafið verið að spila slatta austarlega í Evrópu upp á síðkastið – hví þá? „Við spiluðum fyrst í Varsjá síðastliðið haust, þá í boði pólsks teymis sem hafði séð okkur á Airwaves. Við fórum út með engar væntingar en snerum heim harðákveðnir í því að kýla á þetta, sá fræjum um alla Evrópu og vinna nánar með pólskum samstarfsaðilum. Síðastliðinn mánuð höfum við spilað á festivölum í Eistlandi og Póllandi og í maí förum við á festival í Rotterdam. Núna erum við bara að fara vandlega yfir tilboð sem okkur hafa borist og reyna að setja saman veglegan túr í haust um Evrópu. Nú þegar er búið að staðfesta okkur í Rússlandi, Ungverjalandi, Slóveníu og Þýskalandi. Ég hlæ bara við tilhugsunina því í hreinskilni sagt þá skiljum við eiginlega ekkert af hverju þetta er að virka. En fyrst þetta gerir það þá kemur ekki annað til greina en að láta bara vaða. Ég er ringlaður og spenntur á sama tíma og dýrka það.“ Nýju myndböndin má öll finna á glænýrri heimasíðu þeirra úlfa - ulfurulfur.is Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Við gerðum það sama með þessi myndbönd og plötuna sem kemur á föstudaginn – við þögðum einfaldlega. Orðum fylgir svo mikil djöfulsins ábyrgð og svo höfum við alltaf fílað svona „shock factor“ dæmi. Sparka upp hurðinni óboðnir með fangið fullt af kræsingum,“ segir Arnar Freyr Frostason, annar meðlimur rappdúettsins Úlfur Úlfur sem gaf út ekki eitt heldur þrjú myndbönd í gær. Á mánudaginn var héldu þeir frumsýningarpartí og komu gestum á óvart með þessum fjölda myndbanda – og kórónuðu svo veisluna með að tilkynna um nýja plötu. „Myndböndin eru öllu unnin með uppáhaldsleikstjóranum okkar, Magnúsi Leifssyni, sem gerði bæði Tarantúlur og Brennum allt með okkur. Heildarkonseptið er einhver árekstur eða samsuða á milli framtíðar og fortíðar. Við erum allir sci-fi-perrar og við gerð myndbandanna fengum við prýðilega útrás fyrir það, sérstaklega í Geimvera.“Áttundi áratugurinn svífur yfir vötnunum í myndbandinu við Bróðir.Mynd/Magnús LeifssonSegðu mér aðeins frá nýju plötunni ykkar. Verða gestir? Hverjir koma að þessu með ykkur, ef einhverjir? „Nýja platan, Hefnið okkar, kemur út á föstudaginn. Tvær plánetur sem kom út 2015 var samansafn af lögum sem urðu til á þremur árum en Hefnið okkar varð öll til á örfáum mánuðum síðastliðið haust. Ég held að fólk muni finna fyrir þessum mun. Sándlega séð erum við á miklu betri stað en áður. Við höfum afmarkað okkar persónulega hljóm mjög vel. Hefnið okkar hljómar eins og við höfum alltaf látið okkur dreyma um að hljóma en hvorki haft getuna né reynsluna til að framkvæma – fyrr en núna. Það hefur alltaf verið nóg af myrkri í tónlistinni okkar og það er enn þá nóg af því en að mínu mati er jafnframt meiri húmor í gangi en áður. Myrkur og grín – það erum við.“Mávur er eins og glöggir sjá aðeins eitt skot. Útlitið á því er mjög einkennandi fyrir Magnús Leifsson.Mynd/Magnús Leifsson„Það eru engir formlegir gestir á plötunni: lögin, raddirnar og textarnir er allt okkar. Björn Valur, plötusnúðurinn okkar, var okkur samt innan handar í gegnum allt ferlið og lét m.a. finna fyrir sér í Bróðir og Mávar. Gestalausar rappplötur eru ekki algengar en á þessum tímapunkti á ferlinum þá dauðlangaði okkur einfaldlega að gera það – treysta ekki á neinn nema okkur sjálfa. Þetta einfaldar síðan allan lifandi flutning – núna þurfum við ekki að angra Kött Grá Pje jafn oft seint á kvöldin og grátbiðja hann um að koma í partí og garga BRENNUM ALLT! með stírur í augunum.“Vísindaskáldskapur er drengjunum í Úlfur Úlfur hugleikinn, það sést í myndbandinu við Geimvera.Mynd/Magnús LeifssonÞið hafið verið að spila slatta austarlega í Evrópu upp á síðkastið – hví þá? „Við spiluðum fyrst í Varsjá síðastliðið haust, þá í boði pólsks teymis sem hafði séð okkur á Airwaves. Við fórum út með engar væntingar en snerum heim harðákveðnir í því að kýla á þetta, sá fræjum um alla Evrópu og vinna nánar með pólskum samstarfsaðilum. Síðastliðinn mánuð höfum við spilað á festivölum í Eistlandi og Póllandi og í maí förum við á festival í Rotterdam. Núna erum við bara að fara vandlega yfir tilboð sem okkur hafa borist og reyna að setja saman veglegan túr í haust um Evrópu. Nú þegar er búið að staðfesta okkur í Rússlandi, Ungverjalandi, Slóveníu og Þýskalandi. Ég hlæ bara við tilhugsunina því í hreinskilni sagt þá skiljum við eiginlega ekkert af hverju þetta er að virka. En fyrst þetta gerir það þá kemur ekki annað til greina en að láta bara vaða. Ég er ringlaður og spenntur á sama tíma og dýrka það.“ Nýju myndböndin má öll finna á glænýrri heimasíðu þeirra úlfa - ulfurulfur.is
Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning