Fjárfestir í Rósaseli fyrir tæpan milljarð Haraldur Guðmundsson skrifar 26. apríl 2017 09:45 Svona sjá stjórnendur Kaupfélags Suðurnesja Rósasel fyrir sér. Mynd/KS Fyrsti áfangi verslunarkjarnans Rósasels, sem er fjárfesting upp á rétt tæpan milljarð króna, verður að óbreyttu fjármagnaður að langstærstum hluta af Kaupfélagi Suðurnesja. Framkvæmdirnar skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefjast þó ekki fyrr en í fyrsta lagi í haust en áttu upphaflega að fara af stað fyrir ári síðan.„Skipulagsmál hafa tafið framvindu verkefnisins en það voru kvaðir á svæðinu meðfram Reykjanesbraut sem voru í gamla skipulagi Keflavíkurflugvallar. Það er verið að létta þessum kvöðum, og breyta aðal- og deiliskipulagi svæðisins, og við erum vongóðir um að framkvæmdir hefjist í ágúst eða september,“ segir Skúli Þ. Skúlason, stjórnarformaður Kaupfélags Suðurnesja. Áform samvinnufélagsins um að byggja Rósasel, á um 20 þúsund fermetra lóð við síðasta hringtorgið áður en komið er að flugstöðinni, voru kynnt í ársbyrjun 2016 undir vinnuheitinu Rósaselstorg. Framkvæmdum við fyrsta áfanga átti þá að ljúka á þessu ári og í kjölfarið hófst leit að fjárfestum að verkefninu. Í ágúst í fyrra var tilkynnt um viljayfirlýsingar við fjögur fyrirtæki um rekstur í verslunarkjarnanum. Nettó, sem er í eigu Samkaupa, dótturfélags Kaupfélags Suðurnesja, myndi opna matvöruverslun, Olís reka þar bensínstöð og Subway, Pizza Hut, KFC, Taco Bell og Grill 66 veitingastaði. „Við erum ennþá með viljayfirlýsingar við sömu aðila. Þeir koma einungis inn sem leigutakar en það eru ekki komnir skriflegir leigusamningar því við erum ekki enn komin með lóð og ekkert fast í hendi. Kaupfélag Suðurnesja er því enn sem komið er eini eigandi verkefnisins,“ segir Skúli og svarar aðspurður að heildarkostnaður þes nemi frá tæpum milljarði króna og upp í tæpa þrjá. Í fyrsta áfanga sé gert ráð fyrir 500 fermetra bensínstöð, verslun Nettó upp á þúsund fermetra og eitt þúsund fermetra veitinga- og þjónustuhluta. Áætlað er að framkvæmdir taki um tólf til sextán mánuði eftir að þær komast á fullt skrið. Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fyrsti áfangi verslunarkjarnans Rósasels, sem er fjárfesting upp á rétt tæpan milljarð króna, verður að óbreyttu fjármagnaður að langstærstum hluta af Kaupfélagi Suðurnesja. Framkvæmdirnar skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefjast þó ekki fyrr en í fyrsta lagi í haust en áttu upphaflega að fara af stað fyrir ári síðan.„Skipulagsmál hafa tafið framvindu verkefnisins en það voru kvaðir á svæðinu meðfram Reykjanesbraut sem voru í gamla skipulagi Keflavíkurflugvallar. Það er verið að létta þessum kvöðum, og breyta aðal- og deiliskipulagi svæðisins, og við erum vongóðir um að framkvæmdir hefjist í ágúst eða september,“ segir Skúli Þ. Skúlason, stjórnarformaður Kaupfélags Suðurnesja. Áform samvinnufélagsins um að byggja Rósasel, á um 20 þúsund fermetra lóð við síðasta hringtorgið áður en komið er að flugstöðinni, voru kynnt í ársbyrjun 2016 undir vinnuheitinu Rósaselstorg. Framkvæmdum við fyrsta áfanga átti þá að ljúka á þessu ári og í kjölfarið hófst leit að fjárfestum að verkefninu. Í ágúst í fyrra var tilkynnt um viljayfirlýsingar við fjögur fyrirtæki um rekstur í verslunarkjarnanum. Nettó, sem er í eigu Samkaupa, dótturfélags Kaupfélags Suðurnesja, myndi opna matvöruverslun, Olís reka þar bensínstöð og Subway, Pizza Hut, KFC, Taco Bell og Grill 66 veitingastaði. „Við erum ennþá með viljayfirlýsingar við sömu aðila. Þeir koma einungis inn sem leigutakar en það eru ekki komnir skriflegir leigusamningar því við erum ekki enn komin með lóð og ekkert fast í hendi. Kaupfélag Suðurnesja er því enn sem komið er eini eigandi verkefnisins,“ segir Skúli og svarar aðspurður að heildarkostnaður þes nemi frá tæpum milljarði króna og upp í tæpa þrjá. Í fyrsta áfanga sé gert ráð fyrir 500 fermetra bensínstöð, verslun Nettó upp á þúsund fermetra og eitt þúsund fermetra veitinga- og þjónustuhluta. Áætlað er að framkvæmdir taki um tólf til sextán mánuði eftir að þær komast á fullt skrið.
Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira