Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbanka eru ósammaála í spám sínum um stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans. Íslandsbanki spáir óbreyttum stýrivöxtum en Landsbankinn spáir 0,25 prósentustiga hækkun. Viðskipti innlent 30.1.2026 13:58
Stóru sjóðirnir á söluhliðinni á fyrsta ári vel heppnaðs samruna JBT og Marels Allir helstu íslensku lífeyrissjóðirnir voru á söluhliðinni á fyrsta árinu eftir risasamruna JBT og Marels, einkum tveir af stærstu sjóðum landsins, þegar þeir minnkuðu nokkuð stöðu sína í sameinuðu fyrirtæki og seldu fyrir samtals vel á annan tug milljarða króna. Afkoma félagsins hefur að undanförnu ítrekað verið umfram væntingar en mikil veiking Bandaríkjadals hefur litað ávöxtun innlendra fjárfesta í krónum. Innherji 30.1.2026 11:37
Eik klárar sölu á einu lengsta skuldabréfi sem skráð félag hefur gefið út Fasteignafélagið Eik lauk í gær útboði á nýjum verðtryggðum skuldabréfaflokki til fjörutíu ára, sem er á lokagjalddaga í febrúar árið 2066, en fá dæmi eru um að skráð félög hafi gefið út bréf með svo löngum líftíma á innlendum markaði. Innherjamolar 30.1.2026 09:08
Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Sjávarútvegurinn bíður nú í ofvæni eftir nýju mati Hafrannsóknastofnunar á stærð loðnustofnsins. Fréttir sem bárust af loðnuleitinni um helgina juku mönnum bjartsýni um meiri loðnukvóta en urðu líka til þess að hlutabréf sjávarútvegsfyrirtækja hækkuðu í verði. Viðskipti innlent 28. janúar 2026 21:31
Uppsagnir hjá Alvotech Fimmtán starfsmönnum Alvotech á Íslandi var sagt upp í byrjun vikunnar og öðrum eins fjölda á skrifstofum félagsins erlendis. Viðskipti innlent 28. janúar 2026 11:05
Fjárfestarnir sem veðja á að Drangar geti hrist upp í dagvörumarkaðinum Þegar félagið Drangar, sem ætlar að hasla sér völl á dagvörumarkaði í samkeppni við risana tvo sem eru þar fyrir, kláraði yfir þriggja milljarða útboð undir lok síðasta árs voru fjárfestarnir sem bættust við hluthafahópinn að stórum hluta fáeinir lífeyrissjóðir, tryggingafélög og einkafjárfestir. Með þeirri fjármögnun var hægt að halda áfram vinnu við að bæta reksturinn í matvöruhluta Dranga en vænta má þess að verslunum undir merkjum Prís muni fjölga á næstunni. Innherji 27. janúar 2026 12:44
Kemur frá Icelandair til Varðar Helga Huld Bjarnadóttir er nýr þjónustustjóri þjónustustýringar hjá Verði tryggingum og hefur hún nú þegar hafið störf. Viðskipti innlent 27. janúar 2026 09:02
Hækka verðmatið um fjórðung og mæla núna með kaupum í Högum Virðismat á Haga hefur verið hækkað umtalsvert eftir sterkt uppgjör smásölurisans, meðal annars vegnar lækkunar á áhættuálagi og væntinga um betri afkomu, samkvæmt nýrri greiningu. Innherjamolar 26. janúar 2026 16:40
Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Tilnefningarnefnd Íslandsbanka hefur auglýst eftir frambjóðendum til stjórnar bankans, aðeins einni viku eftir að ný stjórn bankans var kjörin á hluthafafundi. Ný stjórn verður kjörin á aðalfundi bankans þann 19. mars, sléttum tveimur mánuðum eftir að núverandi stjórn var kjörin. Viðskipti innlent 26. janúar 2026 16:34
Hrund kemur ný inn í stjórn Dranga Á nýafstöðnum hluthafafundi Dranga, nýtt félag á smásölumarkaði og er eigandi að Orkunni, Samkaupum og Lyfjaval, var Hrund Rudolfsdóttir kjörin í stjórn en hún var áður forstjóri Veritas og er stjórnarmaður í nokkrum skráðum fyrirtækjum. Innherjamolar 26. janúar 2026 12:39
Halda til loðnuveiða í kvöld Reiknað er með því að tvö skip haldi til loðnuveiða frá Neskaupstað í kvöld, Barði NK frá Síldarvinnslunni og grænlenska skipið Polar Amaroq. Polar Amaroq kom með fyrstu loðnu vertíðarinnar til Neskaupstaðar síðastliðinn þriðjudag. Viðskipti innlent 26. janúar 2026 12:14
Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Félagið Eyjagöng ehf., sem undirbýr gerð jarðganga á milli lands og Eyja, hefur tryggt sér stóran hluta af 200 milljóna króna fjármögnunarmarkmiði sínu. Meðal þeirra sem þegar hafa greitt fyrir hlutafé eru Íslandsbanki, Ísfélagið og Vinnslustöðin. Viðskipti innlent 26. janúar 2026 11:35
Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Þegar rafrænar ljósvakamælingar Gallup fyrir árið 2025 eru skoðaðar sést að Bylgjan á 45 af 50 mest hlustuðu klukkustundum ársins í útvarpi í aldursflokknum 12-80 ára. Bylgjan á auk þess 58 af 60 mest hlustuðu klukkustundunum í aldursflokknum 18-49 ára. Samstarf 26. janúar 2026 09:08
„Ekki mikill vilji“ meðal hluthafa að samruninn við Skaga klárist óbreyttur Nýkjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka telur „allt í lagi líkur“ á því á að boðaður samruni við Skaga muni klárast, en tekur hins vegar fram að hann telji að það sé „ekki mikill vilji“ fyrir því á meðal hluthafa að viðskiptin muni ganga í gegn óbreytt frá því sem um var samið á síðasta ári. Innherji 25. janúar 2026 16:46
Telur að trygg arðgreiðslufélög ættu að vera „álitlegur fjárfestingarkostur“ Núna þegar aðstæður einkennast af kólnun í efnahagslífinu, aukinni óvissu í alþjóðamálum og útlit fyrir að vextir muni fara lækkandi þá ættu trygg arðgreiðslufélög að reynast „álitlegur fjárfestingarkostur“, að mati hlutabréfagreinanda. Að meðaltali eru félögin á íslenska markaðinum vanmetin um nærri fimmtung. Innherji 25. janúar 2026 13:16
Stærsti erlendi fjárfestirinn selur fyrir meira en milljarð í Íslandsbanka Í fyrsta sinn um langt skeið hefur bandarískur sjóðastýringarrisi, einn allra stærsti hluthafi Íslandsbanka, verið að minnka nokkuð við eignarhlut sinn í bankanum en samhliða hefur hlutabréfaverðið farið lækkandi. Innherji 25. janúar 2026 12:35
Icelandair aflýsir flugferðum Icelandair hefur aflýst fimm flugferðum til Bandaríkjanna í dag. Nístingskuldi er vestanhafs og afar hvasst. Innlent 25. janúar 2026 09:40
Markaðsvirði Amaroq rauk upp og rauf hundrað milljarða múrinn Markaðsvirði Amaroq rauf hundrað milljarða króna múrinn í gær þegar gengi bréfa Amaroq hækkaði skarpt, einkum eftir að markaðurinn opnaði í Kanada. Innherjamolar 24. janúar 2026 13:29
Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Vegagerðin hefur boðið út rekstur á áætlunarflugi til og frá Ísafirði. Tæpt ár er síðan forsvarsmenn Icelandair tilkynntu að félagið hyggðist hætta að fljúga til Vestfjarða. Innlent 24. janúar 2026 13:09
Er hlutlaus eignastýring að valda bólumyndun á hlutabréfamarkaði? Það þýðir ekki að hlutleysinu fylgi skaðleysi að mati gagnrýnenda sem styðja þá skoðun með góðum og gildum rökum. Markaðir þjóna mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Þeim er ætlað að beina fjármagninu þangað sem það er hagnýtt með sem skilvirkasta hætti, eitthvað sem hlutlausa fjármagnið hefur ekki skoðun á. Umræðan 24. janúar 2026 08:53
„Engar teljandi tafir“ orðið í samrunaviðræðum Skaga og Íslandsbanka Þrátt fyrir vendingar innan stjórnar Íslandsbanka, sem er núna undir forystu fjárfestisins Heiðars Guðjónssonar, þá segir forstjóri Skaga að „engar teljandi tafir“ hafi orðið í samrunaviðræðum félaganna að undanförnu og samrunatilkynning til að skila inn á borð Samkeppniseftirlitsins sé langt komin. Sumir hluthafar Íslandsbanka hafa gagnrýnt það sem þeim finnst vera óhagstæð verðlagning á bankanum í fyrirhuguðum viðskiptum og á nýafstöðnum hluthafafundi svaraði bankastjórinn því til að ný stjórn hefði „tæki og tól“ til að endurmeta samninginn. Innherji 23. janúar 2026 11:20
Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Kvika banki hefur ráðið Önnu Rut Ágústsdóttur í starf aðstoðarforstjóra bankans. Anna Rut mun sinna starfinu samhliða hlutverki sínu sem framkvæmdastjóri rekstrar- og þróunarsviðs bankans og þannig styðja við áframhaldandi stjórnun og framkvæmd stefnumarkandi verkefna bankans. Viðskipti innlent 22. janúar 2026 16:20
Kaldar vinnumarkaðstölur „tala með“ vaxtalækkun en óvíst hvort það dugi til Þegar litið er á þróun atvinnuleysis miðað við árstíðabundna leitni þá sýnir hún að vinnumarkaðurinn er að kólna hraðar en hefðbundnar atvinnuleysistölur gefa til kynna, að sögn hagfræðinga Arion banka. Þrátt fyrir að öll tölfræði vinnumarkaðarins „tali með“ frekari vaxtalækkunum er ólíklegt að það dugi til þegar peningastefnunefnd kemur saman í febrúar. Innherji 22. janúar 2026 15:11
Stóru sjóðirnir stækka við stöðuna eftir fyrirtækjakaup Símans Tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa verið að bæta enn frekar við eignarhlut sinn í Símanum í þessum mánuði, skömmu eftir umfangsmikil fyrirtækjakaup, en hlutabréfaverð félagsins hefur verið á siglingu að undanförnu. Innherjamolar 22. janúar 2026 10:35