Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Hverjum manni aug­ljóst“ að um­gjörð banka­kerfisins skaðar sam­keppnis­hæfni

Það ætti að vera „hverjum manni augljóst“ að umgjörðin um fjármálakerfið, sem felst í sértækum sköttum og gullhúðun regluverks, dregur úr samkeppnishæfni og eykur kostnað alls íslensks atvinnulífs, ekki aðeins fjármálageirans, að sögn stjórnarformanns Kviku sem hvetur stjórnvöld til að ráðast í úrbætur. Hann segir að með fjármununum sem fást við söluna TM, sem var samþykkt að greiða út að stórum hluta í arð til hluthafa á aðalfundi í gær, sé tekið mikilvægt skref til að ná meðal annars markmiðum um að aukar vaxtatekjur bankans.

Innherji
Fréttamynd

Vogunar­sjóðurinn Al­gildi selur allar hluta­bréfastöður og hættir starf­semi

Eftir afar krefjandi aðstæður á innlendum hlutabréfamarkaði nánast samfellt undanfarin þrjú ár hefur vogunarsjóðurinn Algildi, sem fjárfestir einkum í hlutabréfum, losað um allar skráðar verðbréfastöður sínar og tilkynnt sjóðsfélögum að hann sé hættur starfsemi. Algildi var um tíma á meðal umsvifameiri vogunarsjóða á markaði en hefur minnkað mikið að stærð á allra síðustu árum samtímis umtalsverði gengislækkun.

Innherji
Fréttamynd

Arion lækkar vexti

Arion Banki hefur tilkynnt um breytingar á inn- og útlánsvöxtum bankans í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans á miðvikudaginn. Breytingarnar taka gildi fimmtudaginn 27. mars næstkomandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða

Reitir fasteignafélag hefur fest kaup á félaginu L1100 ehf., sem á tæplega 3.900 fermetra hótel við Hlíðarsmára 5-7 í Kópavogi. Heildarvirði eru 1.990 milljónir króna, og eru kaupin að fullu fjármögnuð með handfæru fé og lánsfé.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gildi einn stærsti hlut­hafinn í Ocu­lis með um fimm milljarða stöðu

Lífeyrissjóðurinn Gildi var í byrjun ársins í hópi allra stærstu hluthafa Oculis, með eignarhlut sem er núna verðmetinn á um fimm milljarða, en eftir að framtakssjóðurinn Brunnur afhenti nýlega alla hlutafjáreign sína til sjóðsfélaga er enginn íslenskur fjárfestir með yfir fimm prósenta hlut í augnlyfjaþróunarfyrirtækinu. Hlutabréfaverð Oculis hefur lækkað um liðlega fjórðung á undanförnum vikum en erlendir greinendur telja félagið verulega undirverðlagt og hækkuðu sumir verðmat sitt eftir ársuppgjör.

Innherji
Fréttamynd

Hersir til Símans

Hersir Aron Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Steindór Emil Sigurðsson hafa verið ráðnir til Símans. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Símanum

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkis­stjórn

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir Flokk fólksins ekki hafa breytt afstöðu sinni til sölunnar á Íslandsbanka, þó svo að fjármálaráðherra hafi í vikunni mælt fyrir frumvarpi þess efnis í vikunni. Það sem hafi hins vegar breyst sé að flokkurinn sé kominn í ríkisstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Al­vot­ech kaupir þróunar­starf­semi Xbra­ne og stefnir að skráningu í Sví­þjóð

Alvotech hefur haslað sér völl innan sænska líftæknigeirans, sem er einn sá stærsti á heimsvísu, með kaupum á allri þróunarstarfsemi Xbrane Biopharma ásamt fyrirhugaðri hliðstæðu félagsins fyrir nærri fjóra milljarða. Þá segist Alvotech, sem er fyrir skráð á markað á Íslandi og í Bandaríkjunum, ætla að skoða þann möguleika að skrá félagið í kauphöllina í Stokkhólmi innan fárra ára.

Innherji
Fréttamynd

Hágæðaflug til Ísa­fjarðar

Frá því að Icelandair tilkynnti í byrjun mars að fyrirtækið hygðist hætta flugi til Ísafjarðar hefur mikil umræða verið um framtíðarfyrirkomulag flugs til Ísafjarðar. Flugið er hraðleiðin á milli norðanverðra Vestfjarða og höfuðborgarsvæðisins þar sem nánast öll miðlæg þjónusta ríkisins er staðsett.

Skoðun
Fréttamynd

Lára nýr samskiptastjóri Reita

Lára Hilmarsdóttir er nýr samskiptastjóri Reita. Hún mun sinna samskipta- og markaðsmálum auk fjárfestatengsla og vinna náið með samstarfsaðilum innan og utan félagsins við fjölbreytt verkefni sem styðja við vaxtarstefnu og markmið félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tolla­stríð ætti að minnka efna­hags­um­svif og styðja við vaxtalækkanir

Fjárfestum er ekki stætt á öðru en að taka hótanir Donalds Trump um tolla á helstu viðskiptalönd Bandaríkjanna alvarlega, fremur en að telja að um sé að ræða samningatækni, og ljóst að verði af tollastríði mun það hafa „ótvíræð“ neikvæð áhrif á efnahagsumsvifin hér á landi, að mati aðalhagfræðings Kviku. Hann telur frekar líkur standa til þess að tollastríð eigi eftir að draga úr verðbólgu og ætti af þeim sökum að styðja við vaxtalækkunarferli Seðlabankans.

Innherji
Fréttamynd

Brynjólfur Bjarna­son er látinn

Brynjólfur Bjarna­son forstjóri er látinn, 78 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu að Nýhöfn í Garðabæ síðastliðinn sunnudag. Brynjólfur átti langan feril í viðskiptalífinu á Íslandi og gegndi meðal annars stöðu framkvæmdastjóra Granda, forstjóra Símans og stjórnarformanns Arion banka.

Innlent
Fréttamynd

Raunarð­semin um­tals­vert lægri en hjá öðrum stórum nor­rænum bönkum

Að teknu tilliti til boðaðrar arðgreiðslu síðar í vikunni þá nema uppsafnaðar útgreiðslur til hluthafa Arion á undanförnum fjórum árum – bæði í formi arðs og kaupa á eigin bréfum – samtals um 124 milljörðum, eða sem nemur vel yfir helmingi af núverandi markaðsvirði bankans. Þrátt fyrir að skila betri afkomu en hinir stóru bankarnir á Íslandi þá var raunarðsemi Arion á árinu 2024 umtalsvert lægri borið saman við aðra kerfislega mikilvæga banka á Norðurlöndunum.

Innherji