Audi opnar fyrir pantanir á E-Tron Quattro Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2017 10:17 Audi E-Tron Quattro. Audi ætlar að hefja fjöldaframleiðslu á E-Tron Quattro rafmagnsjeppa sínum á næsta ári, en þessi bíll hefur verið í bígerð ansi lengi. Núna í morgun var opnað fyrir pantanir á þessum afar spennandi bíl í Noregi. Ekki kemur mikið á óvart að þar sé byrjað að taka niður fyrstu pantanir í Noregi þar sem Norðmenn hafa tekið rafmagnsbílum opnum örmum og er þjóða móttækilegust fyrir slíkum bílum. Norðmenn þurfa að borga 20.000 norskar krónur með fyrirframpöntun á bílnum, eða um 250.000 íslenskar krónur. Audi E-Tron Quattro er fjórhjóladrifinn rafmagnsjeppi með 500 km drægi og 95 kWh rafhlöður. Hann er 435 hestöfl en er þó með svokallaða „boost function“ sem hleypir hestöflunum uppí 503 í skamman tíma. Það dugar til að koma bílnum úr kyrrstöðu í 100 km hraða á 4,6 sekúndum og í 210 km hámarkshraða. Óljóst er hvort að fjöldaframleiddur Audi E-Tron Quattro verði nákvæmlega eins og tilraunabíllinn, en þessi bíll er í stærð á milli Audi Q5 og Q7 og 4,88 m langur. Audi E-Tron Quattro verður framleiddur í verksmiðju nálægt Brussel í Belgíu. Bíllinn er með 3 rafmótora, 2 að aftan og einn að framan. Skottrými bílsins er gott, eða 615 lítrar. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Audi ætlar að hefja fjöldaframleiðslu á E-Tron Quattro rafmagnsjeppa sínum á næsta ári, en þessi bíll hefur verið í bígerð ansi lengi. Núna í morgun var opnað fyrir pantanir á þessum afar spennandi bíl í Noregi. Ekki kemur mikið á óvart að þar sé byrjað að taka niður fyrstu pantanir í Noregi þar sem Norðmenn hafa tekið rafmagnsbílum opnum örmum og er þjóða móttækilegust fyrir slíkum bílum. Norðmenn þurfa að borga 20.000 norskar krónur með fyrirframpöntun á bílnum, eða um 250.000 íslenskar krónur. Audi E-Tron Quattro er fjórhjóladrifinn rafmagnsjeppi með 500 km drægi og 95 kWh rafhlöður. Hann er 435 hestöfl en er þó með svokallaða „boost function“ sem hleypir hestöflunum uppí 503 í skamman tíma. Það dugar til að koma bílnum úr kyrrstöðu í 100 km hraða á 4,6 sekúndum og í 210 km hámarkshraða. Óljóst er hvort að fjöldaframleiddur Audi E-Tron Quattro verði nákvæmlega eins og tilraunabíllinn, en þessi bíll er í stærð á milli Audi Q5 og Q7 og 4,88 m langur. Audi E-Tron Quattro verður framleiddur í verksmiðju nálægt Brussel í Belgíu. Bíllinn er með 3 rafmótora, 2 að aftan og einn að framan. Skottrými bílsins er gott, eða 615 lítrar.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent