Bæjarstjórinn á biðilsbuxunum á skrifstofu Granda í Reykjavík Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. apríl 2017 07:00 HB Grandi áformar að hætta landvinnslu á Akranesi. Sú ákvörðun myndi kosta tugi manns vinnuna. vísir/eyþór „Það er gott að menn eru að ræða saman,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Hann átti fund í hádeginu í gær með Vilhjálmi Vilhjálmssyni, forstjóra HB Granda, um framtíð landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi. Til umræðu voru áform HB Granda um að hætta landvinnslu á Akranesi, sem munu að óbreyttu kosta tæplega 100 starfsmenn fyrirtækisins vinnuna. Sævar Freyr segir að aftur verði fundað í næstu viku.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi„Þeir komu hérna fulltrúar Akraness og við hittumst hérna í Norðurgarði hjá HB Granda,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson. Forstjórinn segir engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum. Fréttablaðið greindi frá því á miðvikudaginn að Faxaflóahafnir hafa gefið grænt ljós á uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi, með þeim skilyrðum að fyrir liggi samkomulag milli Faxaflóahafna sf. og HB Granda um nýtingu mannvirkjanna. Kostnaður við verkefnið yrði samtals 3 milljarðar króna. „Það er í sjálfu sér bara ánægjulegt að menn skuli vera að fara í lagfæringar á höfninni á Akranesi. Það er orðið tímabært en það mun taka sinn tíma og við eigum bara alveg eftir að sjá hvort það sé eitthvert innlegg í þetta mál. Það er ekki komin nein ákvörðun eða niðurstaða í málið,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda.Hann kveðst ekki vera að leita neinnar sérstakrar niðurstöðu í viðræðunum við Akranes. „Þeir eru að gera sitt besta til að sannfæra okkur um að láta ekki verða af ákvörðunum okkar og um það snúast þessar viðræður,“ útskýrir Vilhjálmur. Hann segir HB Granda ekki hafa átt frumkvæðið að viðræðunum en leggur áherslu á að engar ákvarðanir hafi verið teknar um framhald málsins. Þá hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, einnig sagt að hún muni skipa nefnd til að fjalla um framtíðarfyrirkomulag varðandi gjaldtöku. „Það er ekkert óeðlilegt að þessi nefnd horfi til þessara sjónarmiða einnig,“ sagði sjávarútvegsráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
„Það er gott að menn eru að ræða saman,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Hann átti fund í hádeginu í gær með Vilhjálmi Vilhjálmssyni, forstjóra HB Granda, um framtíð landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi. Til umræðu voru áform HB Granda um að hætta landvinnslu á Akranesi, sem munu að óbreyttu kosta tæplega 100 starfsmenn fyrirtækisins vinnuna. Sævar Freyr segir að aftur verði fundað í næstu viku.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi„Þeir komu hérna fulltrúar Akraness og við hittumst hérna í Norðurgarði hjá HB Granda,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson. Forstjórinn segir engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum. Fréttablaðið greindi frá því á miðvikudaginn að Faxaflóahafnir hafa gefið grænt ljós á uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi, með þeim skilyrðum að fyrir liggi samkomulag milli Faxaflóahafna sf. og HB Granda um nýtingu mannvirkjanna. Kostnaður við verkefnið yrði samtals 3 milljarðar króna. „Það er í sjálfu sér bara ánægjulegt að menn skuli vera að fara í lagfæringar á höfninni á Akranesi. Það er orðið tímabært en það mun taka sinn tíma og við eigum bara alveg eftir að sjá hvort það sé eitthvert innlegg í þetta mál. Það er ekki komin nein ákvörðun eða niðurstaða í málið,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda.Hann kveðst ekki vera að leita neinnar sérstakrar niðurstöðu í viðræðunum við Akranes. „Þeir eru að gera sitt besta til að sannfæra okkur um að láta ekki verða af ákvörðunum okkar og um það snúast þessar viðræður,“ útskýrir Vilhjálmur. Hann segir HB Granda ekki hafa átt frumkvæðið að viðræðunum en leggur áherslu á að engar ákvarðanir hafi verið teknar um framhald málsins. Þá hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, einnig sagt að hún muni skipa nefnd til að fjalla um framtíðarfyrirkomulag varðandi gjaldtöku. „Það er ekkert óeðlilegt að þessi nefnd horfi til þessara sjónarmiða einnig,“ sagði sjávarútvegsráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira