Gömul aðferð til að selja og skemmta sér Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. apríl 2017 08:15 Bjarni með fyrstu útgáfu af Ferðabók Eggerts og Bjarna á þýsku, frá 1774 og í forlagsbandi frá prentsmiðju. Á bak við Bjarna er Valdimar Tómasson skáld. Vísir/GVA Segja má að verið sé að endurvekja bókauppboð í borgarlífinu. Þau voru nokkuð reglulega á dagskrá á síðustu öld. Það er nauðsynlegt að rækta gömul raritet,“ segir Bjarni Harðarson bóksali þar sem hann er að raða upp bókum í Safnaðarheimili Grensáskirkju, að Háaleitisbraut 66, fyrir uppboð sem hefst klukkan 14 í dag. „Við sem erum í gömlum bókum vitum að svona uppboð eru algerlega nauðsynleg til að markaður með gamlar bækur lifi. Hann deyr ef það er ekki eitthvert stuð í kringum hann. Því eru uppboð stór þáttur í því að við lifum af sem bókaþjóð,“ segir Bjarni og heldur áfram: „Við vitum líka að það að halda frjáls uppboð á lausamunum er mjög gömul aðferð á Íslandi til að selja og til að skemmta sér. Það skapast ákveðin stemning þegar hlutir eru boðnir upp.“ Bjarni er með eitt og annað í farteskinu úr eigin eigu og annarra. Bendir á eintök frá 18. og 19. öld, þar á meðal elstu prentun af Njálu, frá 1770, fágæta útgáfu af Passíusálmunum á kínversku og elstu prentanir af ljóðum Jónasar Hallgrímssonar, Eggerts Ólafssonar, Benedikts Gröndal og Kristjáns fjallaskálds. „En við erum ekki bara þar,“ segir hann glaðlega. „Við erum líka að bjóða upp skemmtilegar kúríósur eins og Hróa hattarsögur sem voru prentaðar á Seyðisfirði fyrir mannsöldrum, hér eru fyrstu útgáfur af Tolkien á Íslandi sem voru myndasögubækur og við erum með Ástrík og Steinrík. Svo höldum við ekki bókauppboð þannig að við skiljum Jóhannes Birkiland útundan. Hann er auðvitað á sínum stað.“ Uppboðið byrjar klukkan tvö en húsið verður opnað klukkan eitt svo fólki gefist tími til að skoða eintökin og handleika þau. „Við erum auðvitað að tala um notaða gripi og ástand þeirra er mismunandi en aðallega er um afar falleg eintök að ræða. Bæði eintök sem voru bundin inn aftur á 20. öld og þá í heilskinn og fallega gyllt og líka allmörg, eins og Njála til dæmis, gömul Edduútgáfa og fleira, sem eru í upprunalegu samtímabandi en vel með farin. Einnig eru nokkur rit í upprunalegu prentsmiðjubandi sem er dálítið merkilegt. Það er semsagt eftir ýmsu að slægjast.“ Sjálfur ætlar Bjarni að bjóða bækurnar upp. Honum til aðstoðar verður Valdimar Tómasson ljóðskáld og Ingibjörg Benediktsdóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari, er regluvörður. Menning Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Segja má að verið sé að endurvekja bókauppboð í borgarlífinu. Þau voru nokkuð reglulega á dagskrá á síðustu öld. Það er nauðsynlegt að rækta gömul raritet,“ segir Bjarni Harðarson bóksali þar sem hann er að raða upp bókum í Safnaðarheimili Grensáskirkju, að Háaleitisbraut 66, fyrir uppboð sem hefst klukkan 14 í dag. „Við sem erum í gömlum bókum vitum að svona uppboð eru algerlega nauðsynleg til að markaður með gamlar bækur lifi. Hann deyr ef það er ekki eitthvert stuð í kringum hann. Því eru uppboð stór þáttur í því að við lifum af sem bókaþjóð,“ segir Bjarni og heldur áfram: „Við vitum líka að það að halda frjáls uppboð á lausamunum er mjög gömul aðferð á Íslandi til að selja og til að skemmta sér. Það skapast ákveðin stemning þegar hlutir eru boðnir upp.“ Bjarni er með eitt og annað í farteskinu úr eigin eigu og annarra. Bendir á eintök frá 18. og 19. öld, þar á meðal elstu prentun af Njálu, frá 1770, fágæta útgáfu af Passíusálmunum á kínversku og elstu prentanir af ljóðum Jónasar Hallgrímssonar, Eggerts Ólafssonar, Benedikts Gröndal og Kristjáns fjallaskálds. „En við erum ekki bara þar,“ segir hann glaðlega. „Við erum líka að bjóða upp skemmtilegar kúríósur eins og Hróa hattarsögur sem voru prentaðar á Seyðisfirði fyrir mannsöldrum, hér eru fyrstu útgáfur af Tolkien á Íslandi sem voru myndasögubækur og við erum með Ástrík og Steinrík. Svo höldum við ekki bókauppboð þannig að við skiljum Jóhannes Birkiland útundan. Hann er auðvitað á sínum stað.“ Uppboðið byrjar klukkan tvö en húsið verður opnað klukkan eitt svo fólki gefist tími til að skoða eintökin og handleika þau. „Við erum auðvitað að tala um notaða gripi og ástand þeirra er mismunandi en aðallega er um afar falleg eintök að ræða. Bæði eintök sem voru bundin inn aftur á 20. öld og þá í heilskinn og fallega gyllt og líka allmörg, eins og Njála til dæmis, gömul Edduútgáfa og fleira, sem eru í upprunalegu samtímabandi en vel með farin. Einnig eru nokkur rit í upprunalegu prentsmiðjubandi sem er dálítið merkilegt. Það er semsagt eftir ýmsu að slægjast.“ Sjálfur ætlar Bjarni að bjóða bækurnar upp. Honum til aðstoðar verður Valdimar Tómasson ljóðskáld og Ingibjörg Benediktsdóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari, er regluvörður.
Menning Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira