Fær 20 milljóna Teslu ekki aftur eftir meintan hraðakstur Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2017 17:15 Bílar frá Tesla. Vísir/AFP Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Tesla-bíll Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda United Silicon á Íslandi, verði áfram í haldi yfirvalda. Magnús er grunaður um „stórfelldan og ítrekaðan hraðakstur“ á bílnum og að hafa valdið slysi á Reykjanesbrautinni. Sterklega komi til greina að reynt verði að gera bílinn upptækan. Í frétt DV frá því í síðasta mánuði kemur fram að um 20 milljóna króna Teslu sé að ræða.Tilkynningar um ofsaaksturSamkvæmt dómsgögnum er Magnús sakaður um að hafa keyrt allt of hratt vestur eftir Reykjanesbrautinni þann 20. desember í fyrra. Þá segir að aðstæður hafi verið slæmar og að Magnús hafi misst stjórn á bílnum og lent utan í öðrum bíl. Báðir bílarnir eru sagðir hafa skemmst nokkuð en ökumaður hins bílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Upprunalega var hald lagt á bílinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar. Í dómnum segir að tilkynningar um ofsaakstur rauðar bifreiðar hafi borist neyðarlínu og lögreglu fyrir slysið og eftir það. Magnús segir að „um afar einfalt mál sé að ræða,“ eins og það segir í dómnum. Hann hafi misst stjórn á bílnum vegna ytri aðstæðna með þeim afleiðingum að hann hafi rekist á annan bíl. Hann segir málið gefa ekkert tilefni til þeirrar ítarlegu og íþyngjandi rannsóknar sem hann hafi þurft að sæta. Ekkert tilefni sé til haldlagningar lengur og lagaskilyrði bresti til að halda bílnum áfram. Þar að auki hljóti skoðun á bílnum að vera löngu lokið. Þá mótmælir hann því að til greina komi að gera bílinn upptækan. Magnús telur lögreglu hafa farið langt fram úr heimildum sínum og brotið gegn friðhelgi sinni með því að fara í gegnum persónuupplýsingar í bílnum án dómsúrskurðar.Á að flytja bílinn úr landi Í dómi Hæstaréttar segir að leggja skuli hald á muni hafi þeir sönnunargildi í sakamáli, þeirra hafi verið aflað á refsiverðan hátt eða þeir kunni að verða gerðir upptækir. Í þessu tilviki komi „sterklega“ til greina að krafa verði gerð um að bíllinn verði gerður upptækur með dómi samkvæmt 107. grein a. umferðarlaga nr. 50/1987, „enda sé fyrir hendi sterkur grunur um að varnaraðili hafi gerst sekur um stórfelldan og ítrekaðan hraðakstur“. Saksóknarar telja bílinn hafa sönnunargildi og segja mjög líklegt að gerð verði krafa um að bíllinn verði gerður upptækur. Rannsókn málsins er ekki lokið og er ekki búið að gefa út ákæru. Þá bendi gögn málsins til þess að bílnum hafi verið ekið á allt að tæplega 183 kílómetra hraða um fimmtán sekúndum áður en slysið varð. 90 kílómetra hámarkshraði er á Reykjanesbrautinni. Í ljós hafi komið að Magnús sé með tíu hraðakstursmál í kerfinu á Íslandi og eitt í Danmörku. Um hafi verið að ræða „gróf“ hraðakstursbrot og að sjö þeirra séu frá því í fyrra. Enn fremur segist saksóknari telja að verði bíllinn leystur úr haldi og síðar verði fallist á hugsanlega kröfu um upptöku hans, gæti reynst erfitt að nálgast hann. Til standi að flytja hann til útlanda. United Silicon Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Tesla-bíll Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda United Silicon á Íslandi, verði áfram í haldi yfirvalda. Magnús er grunaður um „stórfelldan og ítrekaðan hraðakstur“ á bílnum og að hafa valdið slysi á Reykjanesbrautinni. Sterklega komi til greina að reynt verði að gera bílinn upptækan. Í frétt DV frá því í síðasta mánuði kemur fram að um 20 milljóna króna Teslu sé að ræða.Tilkynningar um ofsaaksturSamkvæmt dómsgögnum er Magnús sakaður um að hafa keyrt allt of hratt vestur eftir Reykjanesbrautinni þann 20. desember í fyrra. Þá segir að aðstæður hafi verið slæmar og að Magnús hafi misst stjórn á bílnum og lent utan í öðrum bíl. Báðir bílarnir eru sagðir hafa skemmst nokkuð en ökumaður hins bílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Upprunalega var hald lagt á bílinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar. Í dómnum segir að tilkynningar um ofsaakstur rauðar bifreiðar hafi borist neyðarlínu og lögreglu fyrir slysið og eftir það. Magnús segir að „um afar einfalt mál sé að ræða,“ eins og það segir í dómnum. Hann hafi misst stjórn á bílnum vegna ytri aðstæðna með þeim afleiðingum að hann hafi rekist á annan bíl. Hann segir málið gefa ekkert tilefni til þeirrar ítarlegu og íþyngjandi rannsóknar sem hann hafi þurft að sæta. Ekkert tilefni sé til haldlagningar lengur og lagaskilyrði bresti til að halda bílnum áfram. Þar að auki hljóti skoðun á bílnum að vera löngu lokið. Þá mótmælir hann því að til greina komi að gera bílinn upptækan. Magnús telur lögreglu hafa farið langt fram úr heimildum sínum og brotið gegn friðhelgi sinni með því að fara í gegnum persónuupplýsingar í bílnum án dómsúrskurðar.Á að flytja bílinn úr landi Í dómi Hæstaréttar segir að leggja skuli hald á muni hafi þeir sönnunargildi í sakamáli, þeirra hafi verið aflað á refsiverðan hátt eða þeir kunni að verða gerðir upptækir. Í þessu tilviki komi „sterklega“ til greina að krafa verði gerð um að bíllinn verði gerður upptækur með dómi samkvæmt 107. grein a. umferðarlaga nr. 50/1987, „enda sé fyrir hendi sterkur grunur um að varnaraðili hafi gerst sekur um stórfelldan og ítrekaðan hraðakstur“. Saksóknarar telja bílinn hafa sönnunargildi og segja mjög líklegt að gerð verði krafa um að bíllinn verði gerður upptækur. Rannsókn málsins er ekki lokið og er ekki búið að gefa út ákæru. Þá bendi gögn málsins til þess að bílnum hafi verið ekið á allt að tæplega 183 kílómetra hraða um fimmtán sekúndum áður en slysið varð. 90 kílómetra hámarkshraði er á Reykjanesbrautinni. Í ljós hafi komið að Magnús sé með tíu hraðakstursmál í kerfinu á Íslandi og eitt í Danmörku. Um hafi verið að ræða „gróf“ hraðakstursbrot og að sjö þeirra séu frá því í fyrra. Enn fremur segist saksóknari telja að verði bíllinn leystur úr haldi og síðar verði fallist á hugsanlega kröfu um upptöku hans, gæti reynst erfitt að nálgast hann. Til standi að flytja hann til útlanda.
United Silicon Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira