Vilhjálmur Bretaprins: „Við Harry höfum ekki talað nóg um móður okkar í gegnum árin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2017 15:02 Vilhjálmur, Katrín og Harry taka núna þátt í herferð til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum í Bretlandi. vísir/getty Þeir Vilhjálmur Bretaprins og bróðir hans Harry eru á einlægu nótunum í myndbandi sem birt var á Twitter-síðu Kensington-hallar í dag en þar ræða þeir geðheilbrigðismál ásamt Katrínu hertogaynju, eiginkonu Vilhjálms. Myndbandið er hluti af herferð og vitundarvakningu um geðheilbrigðismál sem þau þrjú taka þátt í þessi misserin en í myndbandinu ræða þau meðal annars móðurmissi þeirra Vilhjálms og Harry. Díana prinsessa lést í bílslysi í ágúst 1997 þegar prinsarnir voru 13 ára og 15 ára. „Ef maður hugsar um allt sem þið strákarnir hafið gengið í gegnum og áfallið sem þið urðuð fyrir [...] þá finnst mér ótrúlegt hversu sterkir þið eruð og hvernig þið hafið getað tekist á við þetta. Fyrir mér þá er það út af barnæsku ykkar en líka út af því hversu nánir þið eruð,“ segir Katrín við bræðurna í myndbandinu. Vilhjálmur svarar þá að þeir séu nánir einmitt vegna þess sem þeir hafa gengið í gegnum. „Við bindumst einstökum böndum út af því sem við höfum gengið í gegnum en við Harry höfum ekki talað nóg um móður okkar í gegnum árin,“ segir Vilhjálmur og Harry tekur undir það. Katrín spyr þá síðan hvort að þátttakan í herferðinni hafi opnað augu þeirra fyrir því að þeir hafi ekki talað nægilega mikið um mömmu sína. Harry svarar því játandi: „Ég hugsaði alltaf með mér hver væri tilgangurinn að rifja upp fortíðina, að rifja upp eitthvað sem gerir þig aðeins leiðan, breytir engu og lætur mömmu ekki koma til baka.“ Myndbandið má sjá hér að neðan.Watch The Duke and Duchess of Cambridge and Prince Harry in conversation on mental health for @heads_together #oktosay pic.twitter.com/417gqyqzk0— Kensington Palace (@KensingtonRoyal) April 21, 2017 Kóngafólk Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
Þeir Vilhjálmur Bretaprins og bróðir hans Harry eru á einlægu nótunum í myndbandi sem birt var á Twitter-síðu Kensington-hallar í dag en þar ræða þeir geðheilbrigðismál ásamt Katrínu hertogaynju, eiginkonu Vilhjálms. Myndbandið er hluti af herferð og vitundarvakningu um geðheilbrigðismál sem þau þrjú taka þátt í þessi misserin en í myndbandinu ræða þau meðal annars móðurmissi þeirra Vilhjálms og Harry. Díana prinsessa lést í bílslysi í ágúst 1997 þegar prinsarnir voru 13 ára og 15 ára. „Ef maður hugsar um allt sem þið strákarnir hafið gengið í gegnum og áfallið sem þið urðuð fyrir [...] þá finnst mér ótrúlegt hversu sterkir þið eruð og hvernig þið hafið getað tekist á við þetta. Fyrir mér þá er það út af barnæsku ykkar en líka út af því hversu nánir þið eruð,“ segir Katrín við bræðurna í myndbandinu. Vilhjálmur svarar þá að þeir séu nánir einmitt vegna þess sem þeir hafa gengið í gegnum. „Við bindumst einstökum böndum út af því sem við höfum gengið í gegnum en við Harry höfum ekki talað nóg um móður okkar í gegnum árin,“ segir Vilhjálmur og Harry tekur undir það. Katrín spyr þá síðan hvort að þátttakan í herferðinni hafi opnað augu þeirra fyrir því að þeir hafi ekki talað nægilega mikið um mömmu sína. Harry svarar því játandi: „Ég hugsaði alltaf með mér hver væri tilgangurinn að rifja upp fortíðina, að rifja upp eitthvað sem gerir þig aðeins leiðan, breytir engu og lætur mömmu ekki koma til baka.“ Myndbandið má sjá hér að neðan.Watch The Duke and Duchess of Cambridge and Prince Harry in conversation on mental health for @heads_together #oktosay pic.twitter.com/417gqyqzk0— Kensington Palace (@KensingtonRoyal) April 21, 2017
Kóngafólk Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira