ASÍ segir fjármálaáætlun ríkisstjórnar alvarlega aðför að velferðarkerfinu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. apríl 2017 14:44 Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er alvarleg aðför að velferðarkerfinu. Þetta segir í ályktun miðstjórnar ASÍ. Ríkisstjórnin kynnti í lok mars fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Í ályktun miðstjórnar ASÍ frá því í gær er þessi áætlun harðlega gagnrýnd og hún sögð aðför að velferðakerfinu. Meðal annars þau áform að skerða réttindi atvinnuleitenda og stytta bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr 30 mánuðum í 24. Þetta er sagt alvarleg aðför að grundvallarréttindum launafólks. Þá kemur fram að þrátt fyrir ítrekuð loforð um aukin framlög til heilbrigðisþjónustunnar sé rekstur hennar áfram vanfjármagnaður. Varðandi áform um fjölgun hjúkrunarrýma kemur fram að sú fjölgun nemi einungis rúmlega helmingnum af áætlaðri viðbótarþörf fyrir ný hjúkrunarrými til ársins 2020. Miðstjórn ASÍ fagnar í ályktuninni áformaðri hækkun ríkisstjórnarinnar á hámarksgreiðslum til foreldra úr Fæðingarorlofssjóði í 600 þúsund krónur á mánuði, en telur jafnframt nauðsynlegt að tekjur upp að 300 þúsund krónum skerðist ekki og að fæðingarorlof verði lengt úr níu mánuðum í tólf. Þá vill stjórnin auka stofnframlög til byggingar hagkvæmra leiguíbúða í almenna íbúðakerfinu úr 600 í eitt þúsund á ári næstu ári, til að bregðast við slæmu ástandi á húsnæðismarkaði. Kjaramál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segist feta einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar Stjórnarandstaðan segir aukna velsæld, jöfnuður og brýna uppbyggingu innviða samfélagsins ekki í forgangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem mælt var fyrir í dag. 5. apríl 2017 19:51 Taka hluta af ávinningnum frá skólunum Samkvæmt fjármálaáætlun munu stjórnvöld ekki standa við fyrirheit um að framhaldsskólarnir haldi að fullu fjárhagslegum ávinningi af styttingu framhaldsskólans. Skólameistarar Borgarholtsskóla og MA lýsa vonbrigðum yfir niðurstöðunni. 10. apríl 2017 06:00 Fjárhagsáætlun sveltir Háskóla Íslands Stjórn Félags háskólakennara lýsir yfir miklum vonbrigðum með fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar tímabilið 2018–2022 þar sem hún viðheldur undirfjármögnun háskólastigsins. 13. apríl 2017 07:00 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er alvarleg aðför að velferðarkerfinu. Þetta segir í ályktun miðstjórnar ASÍ. Ríkisstjórnin kynnti í lok mars fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Í ályktun miðstjórnar ASÍ frá því í gær er þessi áætlun harðlega gagnrýnd og hún sögð aðför að velferðakerfinu. Meðal annars þau áform að skerða réttindi atvinnuleitenda og stytta bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr 30 mánuðum í 24. Þetta er sagt alvarleg aðför að grundvallarréttindum launafólks. Þá kemur fram að þrátt fyrir ítrekuð loforð um aukin framlög til heilbrigðisþjónustunnar sé rekstur hennar áfram vanfjármagnaður. Varðandi áform um fjölgun hjúkrunarrýma kemur fram að sú fjölgun nemi einungis rúmlega helmingnum af áætlaðri viðbótarþörf fyrir ný hjúkrunarrými til ársins 2020. Miðstjórn ASÍ fagnar í ályktuninni áformaðri hækkun ríkisstjórnarinnar á hámarksgreiðslum til foreldra úr Fæðingarorlofssjóði í 600 þúsund krónur á mánuði, en telur jafnframt nauðsynlegt að tekjur upp að 300 þúsund krónum skerðist ekki og að fæðingarorlof verði lengt úr níu mánuðum í tólf. Þá vill stjórnin auka stofnframlög til byggingar hagkvæmra leiguíbúða í almenna íbúðakerfinu úr 600 í eitt þúsund á ári næstu ári, til að bregðast við slæmu ástandi á húsnæðismarkaði.
Kjaramál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segist feta einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar Stjórnarandstaðan segir aukna velsæld, jöfnuður og brýna uppbyggingu innviða samfélagsins ekki í forgangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem mælt var fyrir í dag. 5. apríl 2017 19:51 Taka hluta af ávinningnum frá skólunum Samkvæmt fjármálaáætlun munu stjórnvöld ekki standa við fyrirheit um að framhaldsskólarnir haldi að fullu fjárhagslegum ávinningi af styttingu framhaldsskólans. Skólameistarar Borgarholtsskóla og MA lýsa vonbrigðum yfir niðurstöðunni. 10. apríl 2017 06:00 Fjárhagsáætlun sveltir Háskóla Íslands Stjórn Félags háskólakennara lýsir yfir miklum vonbrigðum með fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar tímabilið 2018–2022 þar sem hún viðheldur undirfjármögnun háskólastigsins. 13. apríl 2017 07:00 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Fjármálaráðherra segist feta einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar Stjórnarandstaðan segir aukna velsæld, jöfnuður og brýna uppbyggingu innviða samfélagsins ekki í forgangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem mælt var fyrir í dag. 5. apríl 2017 19:51
Taka hluta af ávinningnum frá skólunum Samkvæmt fjármálaáætlun munu stjórnvöld ekki standa við fyrirheit um að framhaldsskólarnir haldi að fullu fjárhagslegum ávinningi af styttingu framhaldsskólans. Skólameistarar Borgarholtsskóla og MA lýsa vonbrigðum yfir niðurstöðunni. 10. apríl 2017 06:00
Fjárhagsáætlun sveltir Háskóla Íslands Stjórn Félags háskólakennara lýsir yfir miklum vonbrigðum með fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar tímabilið 2018–2022 þar sem hún viðheldur undirfjármögnun háskólastigsins. 13. apríl 2017 07:00