Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2017 09:50 Ja Rule segir að hann hafi aldrei ætlað að plata neinn. Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. Hátíðin, sem fara átti fram um þessar mundir, komst í heimsfréttirnar þar sem hún var afar misheppnuð og hafa fregnir borist af hræðilegum aðstæðum á hátíðasvæðinu, en hátíðin átti að fara fram á eyju í Bahamas eyjaklasanum. Miðar á atburðinn kostuðu hundruði þúsunda króna. Hafa gestir hátíðarinnar meðal annars líkt ástandinu á eyjunni við Hungurleikana og hafa fregnir borist af því að tjöld hafi fokið á víð og dreif og að mat hafi verið dreift með þyrlu. Þá hafi gestum verið gert kleyft að nálgast farangur sinn í gámum og gert að finna töskur sínar sjálfir í gámunum. Skipuleggjendurnir hafa nú sent frá sér opinbera afsökunarbeiðni þar sem farið er yfir hvað fór úrskeiðis.Ætla að skipuleggja aðra hátíð á næsta ári Segja þeir að innviðirnir hafi ekki verið til staðar á eyjunni þar sem halda átti hátíðina og því hafi þeir í raun þurft að byggja heila „borg“. Komu þeir upp veitukerfi og leið til þess að losna við úrgang. Redduðu þeir sér sjúkrabíl frá New York og leigðu flugvélar til þess að koma mannskapnum á staðinn, alls tólf ferðir á dag frá Miami. Síðan fór að halla undir fæti. „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir,“ segir í afsökunarbeiðninni. Þar segir að skipuleggendurnir og innviðirnir á svæðinu hefðu einfaldlega ekki ráðið við þann mikla mannfjölda sem streymdi til eyjunnar. Segja þeir að veðrið hafi leikið þá grátt og jafnvel þó að skipuleggjendurnir hafi reynt sitt besta til þess að koma til móts við alla. Það hafi hins vegar ekki gengið upp. „Eftir því sem fleiri komu áttuðum við á okkur að við réðum ekki við ástandið,“ því hafi verið ákveðið að aflýsa hátíðinni. Virðast þó skipuleggjendur hvergi vera bangnir eftir þessa lífsreynslu og ætla þeir sér að halda hátíðina aftur á næsta ári, en að þessu sinni í Bandaríkjunum og segjast þeir ætla að bæta reyndum sérfræðingum hátíðahaldi við teymi skipuleggjenda. Þá munu allir gestir hátíðarinnar fá endurgreitt að fullu, sem og fá VIP-aðgang að hátíðinnii á næsta ári. Bahamaeyjar Fyre-hátíðin Tengdar fréttir Skipuleggjandi biðst afsökunar á útihátíðinni sem líkt er við Hungurleikana Rapparinn Ja Rule, sem ber ábyrgð á Fyre útihátíðinni á Bahamas, biðst afsökunar og segir að aldrei hafi staðið til að plata neinn. 29. apríl 2017 16:21 Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja Rule Rapparinn Ja Rule stendur fyrir tónlistarhátíð sem er sérsniðin að ríku og ungu fólki en hátíðin fékk nafnið Fyre Festival. 28. apríl 2017 12:30 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. Hátíðin, sem fara átti fram um þessar mundir, komst í heimsfréttirnar þar sem hún var afar misheppnuð og hafa fregnir borist af hræðilegum aðstæðum á hátíðasvæðinu, en hátíðin átti að fara fram á eyju í Bahamas eyjaklasanum. Miðar á atburðinn kostuðu hundruði þúsunda króna. Hafa gestir hátíðarinnar meðal annars líkt ástandinu á eyjunni við Hungurleikana og hafa fregnir borist af því að tjöld hafi fokið á víð og dreif og að mat hafi verið dreift með þyrlu. Þá hafi gestum verið gert kleyft að nálgast farangur sinn í gámum og gert að finna töskur sínar sjálfir í gámunum. Skipuleggjendurnir hafa nú sent frá sér opinbera afsökunarbeiðni þar sem farið er yfir hvað fór úrskeiðis.Ætla að skipuleggja aðra hátíð á næsta ári Segja þeir að innviðirnir hafi ekki verið til staðar á eyjunni þar sem halda átti hátíðina og því hafi þeir í raun þurft að byggja heila „borg“. Komu þeir upp veitukerfi og leið til þess að losna við úrgang. Redduðu þeir sér sjúkrabíl frá New York og leigðu flugvélar til þess að koma mannskapnum á staðinn, alls tólf ferðir á dag frá Miami. Síðan fór að halla undir fæti. „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir,“ segir í afsökunarbeiðninni. Þar segir að skipuleggendurnir og innviðirnir á svæðinu hefðu einfaldlega ekki ráðið við þann mikla mannfjölda sem streymdi til eyjunnar. Segja þeir að veðrið hafi leikið þá grátt og jafnvel þó að skipuleggjendurnir hafi reynt sitt besta til þess að koma til móts við alla. Það hafi hins vegar ekki gengið upp. „Eftir því sem fleiri komu áttuðum við á okkur að við réðum ekki við ástandið,“ því hafi verið ákveðið að aflýsa hátíðinni. Virðast þó skipuleggjendur hvergi vera bangnir eftir þessa lífsreynslu og ætla þeir sér að halda hátíðina aftur á næsta ári, en að þessu sinni í Bandaríkjunum og segjast þeir ætla að bæta reyndum sérfræðingum hátíðahaldi við teymi skipuleggjenda. Þá munu allir gestir hátíðarinnar fá endurgreitt að fullu, sem og fá VIP-aðgang að hátíðinnii á næsta ári.
Bahamaeyjar Fyre-hátíðin Tengdar fréttir Skipuleggjandi biðst afsökunar á útihátíðinni sem líkt er við Hungurleikana Rapparinn Ja Rule, sem ber ábyrgð á Fyre útihátíðinni á Bahamas, biðst afsökunar og segir að aldrei hafi staðið til að plata neinn. 29. apríl 2017 16:21 Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja Rule Rapparinn Ja Rule stendur fyrir tónlistarhátíð sem er sérsniðin að ríku og ungu fólki en hátíðin fékk nafnið Fyre Festival. 28. apríl 2017 12:30 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Skipuleggjandi biðst afsökunar á útihátíðinni sem líkt er við Hungurleikana Rapparinn Ja Rule, sem ber ábyrgð á Fyre útihátíðinni á Bahamas, biðst afsökunar og segir að aldrei hafi staðið til að plata neinn. 29. apríl 2017 16:21
Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja Rule Rapparinn Ja Rule stendur fyrir tónlistarhátíð sem er sérsniðin að ríku og ungu fólki en hátíðin fékk nafnið Fyre Festival. 28. apríl 2017 12:30