Borgar helmingi lægri leigu í Berlín - finnst leigan í Reykjavík „klikk“ Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 8. maí 2017 16:00 „Mér finnst verst við Ísland hvað það er dýrt,” segir Margrét Rós Harðardóttir, íslensk kona sem er heimsótt í 2. þætti af Hvar er best að búa á Stöð 2 í kvöld. „Mér finnst alveg súrrealískt að ef ég myndi vilja flytja heim núna og búa aftur í svipaðri íbúð og við bjuggum í í Vesturbænum að ég myndi þurfa að borga 300 þúsund í leigu. Mér finnst það bara klikk.“ Hún og fjölskylda hennar greiða 125 þúsundur krónur í leigu fyrir 3ja herbergja 115 fermetra íbúð í góðu hverfi í Berlín. Ódýrasta þriggja herbergja íbúð í Reykjavík á íslenskri leigumiðlun sem var skoðuð, var sett á 235 þús. Hinar voru mun dýrari. Margrét og eiginmaður hennar Matthias Wörle ákváðu eftir nokkurra ára búsetu í Reykjavík að flytja til Berlínar árið 2012.„Við vildum meðvitað breyta um lífsstíl,” segir Margrét, “við vildum eiga minna, eyða minna og vera meira.“ Hún er alsæl í Berlín en í henni eru blendnar tilfinningar gagnvart því að ala syni sína tvo upp fjarri stórfjölskyldunni og móðurmálinu á Íslandi.Margrét er ein af þeim Íslendingum sem rætt er við í glænýrri þáttaröð Lóu Pind: „Hvar er best að búa?“ Í þáttunum fer Lóa ásamt tökumanni til 6 landa og 7 borga í 3 heimsálfum að heimsækja íslenskar fjölskyldur sem ákváðu að prófa að búa í útlöndum. Fjórir þættir verða sýndir nú í maí en síðari hlutinn í haust. Margrét, Matthias og synir þeirra í Berlín eru heimsótt í þætti kvöldsins sem er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 20:05.Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson. Hvar er best að búa? Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK Lífið samstarf Fleiri fréttir Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Sjá meira
„Mér finnst verst við Ísland hvað það er dýrt,” segir Margrét Rós Harðardóttir, íslensk kona sem er heimsótt í 2. þætti af Hvar er best að búa á Stöð 2 í kvöld. „Mér finnst alveg súrrealískt að ef ég myndi vilja flytja heim núna og búa aftur í svipaðri íbúð og við bjuggum í í Vesturbænum að ég myndi þurfa að borga 300 þúsund í leigu. Mér finnst það bara klikk.“ Hún og fjölskylda hennar greiða 125 þúsundur krónur í leigu fyrir 3ja herbergja 115 fermetra íbúð í góðu hverfi í Berlín. Ódýrasta þriggja herbergja íbúð í Reykjavík á íslenskri leigumiðlun sem var skoðuð, var sett á 235 þús. Hinar voru mun dýrari. Margrét og eiginmaður hennar Matthias Wörle ákváðu eftir nokkurra ára búsetu í Reykjavík að flytja til Berlínar árið 2012.„Við vildum meðvitað breyta um lífsstíl,” segir Margrét, “við vildum eiga minna, eyða minna og vera meira.“ Hún er alsæl í Berlín en í henni eru blendnar tilfinningar gagnvart því að ala syni sína tvo upp fjarri stórfjölskyldunni og móðurmálinu á Íslandi.Margrét er ein af þeim Íslendingum sem rætt er við í glænýrri þáttaröð Lóu Pind: „Hvar er best að búa?“ Í þáttunum fer Lóa ásamt tökumanni til 6 landa og 7 borga í 3 heimsálfum að heimsækja íslenskar fjölskyldur sem ákváðu að prófa að búa í útlöndum. Fjórir þættir verða sýndir nú í maí en síðari hlutinn í haust. Margrét, Matthias og synir þeirra í Berlín eru heimsótt í þætti kvöldsins sem er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 20:05.Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson.
Hvar er best að búa? Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK Lífið samstarf Fleiri fréttir Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Sjá meira