Að mennta, skamma og skemmta á leiksviðinu Magnús Guðmundsson skrifar 6. maí 2017 11:30 Magnús Þór Þorbergsson fyrir framan Iðnó sem var lengi vel heimili Leikfélags Reykjavíkur. Visir/GVA Já, ég er að velta upp spurningum hvernig leikhúsið endurspeglar og tekur þátt í að móta sjálfsmynd þjóðar,“ segir Magnús Þór Þorbergsson, bókmennta- og leikhúsfræðingur sem í vikunni varði doktorsritgerð sína við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands: Leiksvið þjóðar: Þjóð, stétt, sjálfsmynd og mótun leiklistarvettvangs á Íslandi 1850-1930. Magnús Þór segir að tímabilið taki mið af því þegar fyrstu opinberu leiksýningarnar hafi átt sér stað á Íslandi um 1850 og fram til 1930 þegar byggingu Þjóðleikhússins var frestað. „Aðalfókusinn er á þriðja áratuginn og þá einkum árin eftir að Alþingi ákveður að byggja Þjóðleikhús þar til sá draumur er settur á bið af völdum kreppunnar þegar byggingarsjóðurinn tæmdist.“Kvöldfjelagið og Gúttó Magnús Þór segir að á þessum upphafsárum frá 1850 til 1890 hafi leikhúslífið mest samanstaðið af ómótuðum hópum. „Það var engin föst starfsemi en það sem ég er að skoða er mikilvægi leikhússins fyrir hugmyndina um menningarlega sjálfsmynd og í að sviðssetja hvað það er að vera Íslendingur. Maður sér þetta t.d. í verkum eins og Útilegumönnunum eða Nýársnóttinni og fleirum sem einkennast af menningarlegri þjóðernishyggju. Svo skoða ég einnig hversu mikilvægt leikhúsið var í að búa til borgaralega menningu í Reykjavík. Fyrstu áratugina voru þetta sýningar sem voru á vegum skólapilta og nemenda í Prestaskólanum en svo voru líka menningarforkólfar í bæjarfélaginu sem stóðu að baki leiksýningum félaga á borð við Kvöldfjelagið. Það var svona leynifélag menningarlegra þjóðernissinna á milli 1860 og 1874. Það var nokkur stór hópur sem stóð að baki Kvöldfjelaginu en svo koma líka inn borgaraleg félög eins og Góðtemplarahreyfingin og fleiri sem settu sitt mark á leiklistarsöguna. En þegar við erum komin fram yfir 1890 þá erum við að sjá svolítið af hópum verða til á borð við Gúttó og Breiðfjörðsleikhúsið.“Úr sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Gluggum eftir John Galsworthy frá 1925.Mynd/Ljósmyndasafn Þjóðminjasafnsins/Ólafur MagnússonSkamma og skemmta Magnús Þór segir að grundvallarhugmyndin á seinni hluta nítjándu aldar hafi verið sú að leikhúsið gæti menntað þjóðina. „Að þetta sé tækifæri fyrir þjóðina til þess að koma saman, horfa á eigin sögur og sjá sjálfa sig á sviðinu. Að upplifa sig líka sem þjóð í salnum og finna fyrir sér sem samfélagi að horfa á eigin sögur. Þar kemur upp þessi hugmynd um menntun bæði þjóðar og einstaklinga í gegnum leikhúsið. Sigurður Guðmundsson málari t.d. hélt ræðu á fundi hjá Kvöldfjelaginu þar sem hann talaði um að á sviðinu væri hægt að mennta almenning og efla þjóðerniskenndina. Tilfinningu fyrir þjóðinni og vitund hennar fyrir sögunni. Að þetta væri allt hægt að kenna á sviðinu.“ Í ritgerð sinni rekur Magnús Þór svo hvernig áherslan breytist svo úr því að mennta yfir í að siðvæða. „Við sjáum að eftir aldamótin verður mjög algengt að áhorfendur séu skammaðir fyrir að kunna sig ekki í leikhúsi. Kunna ekki að haga sér og vera alltaf á einhverju rápi eða að tala og hlæja á vitlausum stöðum. Fólk var þá bæði skammað fyrir hegðun sína og líka fyrir það að hafa ekki smekk. Þar sést greinarmunur á þeim menntuðu og ómenntuðu. Menntaða siðfágaða borgarastéttin er að verða sterk og tekur að sér að kenna öðrum hvernig þeir eiga að haga sér og nota leikhúsið óspart til þess. Það breytist þó hversu vel það er samþykkt að skemmta. Það er smá togstreita þarna undir lok nítjándu aldar hvort það eigi að gera leikhús til þess að mennta og betrumbæta samfélagið eða bara til þess að skemmta. Hrein innantóm skemmtun var ekki vel séð. Það var einmitt það sem fólst í því að skamma fólk fyrir að hafa ekki smekk og að vera að eltast við að sjá einhvern vitleysisgang á leiksviði. En þetta breytist með áhugaverðum hætti eftir fullveldið 1918 og á þriðja áratugnum. Þá kemur inn ný tegund af gamanleikjum, svona borgarlegir svefnherbergisfarsar eins og við þekkjum þá í dag með misskilningi og hurðarskellum. Þá er allt í einu skemmtanagildið orðið samþykkt. Að það sé gott að geta hlegið í leikhúsi fyrir þjóð eins og Íslendinga sem séu ekki mjög brosmildir.“Siðmenntuð þjóð Magnús Þór segir að verkefnavalið hafi líka verið breytilegt. „Á nítjándu öldinni var sterk löngun í það að sjá leikhúsið leika sitt eigið þjóðlíf, eins og Matthías Jochumsson orðaði það. En í byrjun tuttugustu aldar, árin eftir að heimastjórnin kemur og fram að fullveldinu, þá sjáum við mjög öflugt tímabil í sögu Leikfélags Reykjavíkur þar sem er sett upp mjög mikið af nýjum íslenskum verkum. Verk eftir Jóhann Sigurjónsson, Guðmund Kamban og fleiri og ég er m.a. að skoða hvernig þessi verk takast á við þær spurningar sem eru í gangi í samfélaginu. Hver erum við sem þjóð? Hvert viljum við fara? Átökin milli sveitalífs og borgarlífs. Stöðu konunnar og fleiri spurningar sem voru í gangi í samfélaginu sem var verið að takast á við í þessum verkum.“ Magnús Þór bendir á að það sé merkilegt sem gerist á þriðja áratugnum þegar Alþingi samþykir að byggja Þjóðleikhús. „Þá hefði mátt gera ráð fyrir að Leikfélag Reykjavíkur, sem var svona ígildi Þjóðleikhúss á þessum tíma, fengi heimili í Þjóðleikhúsinu. En í staðinn fyrir að halda áfram á þeirri braut sem það var á þá breytti það um stefnu og fór meira að gera sig að evrópsku stórborgarleikhúsi. Flytja meira af nýjum erlendum verkum, það kemur inn ný tegund gamanleikja og Shakespeare er settur upp í fyrsta sinn og íslensku verkin stíga svolítið til hliðar. Þau íslensku verk sem eru skrifuð fara meira að endurspegla borgaralegt líf, gerast á borgaralegum heimilum og þá var til að mynda algengt að tekið væri fram að það væri píanó í stofunni. Það var jafnvel aldrei spilað á það í verkinu en það var tákn um menntaða stöðu heimilisins. Þannig að eftir fullveldið fer þjóðin að máta sig við hugmyndina um að vera siðmenntuð evrópsk menningarþjóð. Frekar en að hverfa aftur í söguna og skoða hvaðan við komum þá sjáum við sterka tengingu vaxandi millistéttar við sambærilega strauma í Evrópu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. maí. Menning Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Já, ég er að velta upp spurningum hvernig leikhúsið endurspeglar og tekur þátt í að móta sjálfsmynd þjóðar,“ segir Magnús Þór Þorbergsson, bókmennta- og leikhúsfræðingur sem í vikunni varði doktorsritgerð sína við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands: Leiksvið þjóðar: Þjóð, stétt, sjálfsmynd og mótun leiklistarvettvangs á Íslandi 1850-1930. Magnús Þór segir að tímabilið taki mið af því þegar fyrstu opinberu leiksýningarnar hafi átt sér stað á Íslandi um 1850 og fram til 1930 þegar byggingu Þjóðleikhússins var frestað. „Aðalfókusinn er á þriðja áratuginn og þá einkum árin eftir að Alþingi ákveður að byggja Þjóðleikhús þar til sá draumur er settur á bið af völdum kreppunnar þegar byggingarsjóðurinn tæmdist.“Kvöldfjelagið og Gúttó Magnús Þór segir að á þessum upphafsárum frá 1850 til 1890 hafi leikhúslífið mest samanstaðið af ómótuðum hópum. „Það var engin föst starfsemi en það sem ég er að skoða er mikilvægi leikhússins fyrir hugmyndina um menningarlega sjálfsmynd og í að sviðssetja hvað það er að vera Íslendingur. Maður sér þetta t.d. í verkum eins og Útilegumönnunum eða Nýársnóttinni og fleirum sem einkennast af menningarlegri þjóðernishyggju. Svo skoða ég einnig hversu mikilvægt leikhúsið var í að búa til borgaralega menningu í Reykjavík. Fyrstu áratugina voru þetta sýningar sem voru á vegum skólapilta og nemenda í Prestaskólanum en svo voru líka menningarforkólfar í bæjarfélaginu sem stóðu að baki leiksýningum félaga á borð við Kvöldfjelagið. Það var svona leynifélag menningarlegra þjóðernissinna á milli 1860 og 1874. Það var nokkur stór hópur sem stóð að baki Kvöldfjelaginu en svo koma líka inn borgaraleg félög eins og Góðtemplarahreyfingin og fleiri sem settu sitt mark á leiklistarsöguna. En þegar við erum komin fram yfir 1890 þá erum við að sjá svolítið af hópum verða til á borð við Gúttó og Breiðfjörðsleikhúsið.“Úr sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Gluggum eftir John Galsworthy frá 1925.Mynd/Ljósmyndasafn Þjóðminjasafnsins/Ólafur MagnússonSkamma og skemmta Magnús Þór segir að grundvallarhugmyndin á seinni hluta nítjándu aldar hafi verið sú að leikhúsið gæti menntað þjóðina. „Að þetta sé tækifæri fyrir þjóðina til þess að koma saman, horfa á eigin sögur og sjá sjálfa sig á sviðinu. Að upplifa sig líka sem þjóð í salnum og finna fyrir sér sem samfélagi að horfa á eigin sögur. Þar kemur upp þessi hugmynd um menntun bæði þjóðar og einstaklinga í gegnum leikhúsið. Sigurður Guðmundsson málari t.d. hélt ræðu á fundi hjá Kvöldfjelaginu þar sem hann talaði um að á sviðinu væri hægt að mennta almenning og efla þjóðerniskenndina. Tilfinningu fyrir þjóðinni og vitund hennar fyrir sögunni. Að þetta væri allt hægt að kenna á sviðinu.“ Í ritgerð sinni rekur Magnús Þór svo hvernig áherslan breytist svo úr því að mennta yfir í að siðvæða. „Við sjáum að eftir aldamótin verður mjög algengt að áhorfendur séu skammaðir fyrir að kunna sig ekki í leikhúsi. Kunna ekki að haga sér og vera alltaf á einhverju rápi eða að tala og hlæja á vitlausum stöðum. Fólk var þá bæði skammað fyrir hegðun sína og líka fyrir það að hafa ekki smekk. Þar sést greinarmunur á þeim menntuðu og ómenntuðu. Menntaða siðfágaða borgarastéttin er að verða sterk og tekur að sér að kenna öðrum hvernig þeir eiga að haga sér og nota leikhúsið óspart til þess. Það breytist þó hversu vel það er samþykkt að skemmta. Það er smá togstreita þarna undir lok nítjándu aldar hvort það eigi að gera leikhús til þess að mennta og betrumbæta samfélagið eða bara til þess að skemmta. Hrein innantóm skemmtun var ekki vel séð. Það var einmitt það sem fólst í því að skamma fólk fyrir að hafa ekki smekk og að vera að eltast við að sjá einhvern vitleysisgang á leiksviði. En þetta breytist með áhugaverðum hætti eftir fullveldið 1918 og á þriðja áratugnum. Þá kemur inn ný tegund af gamanleikjum, svona borgarlegir svefnherbergisfarsar eins og við þekkjum þá í dag með misskilningi og hurðarskellum. Þá er allt í einu skemmtanagildið orðið samþykkt. Að það sé gott að geta hlegið í leikhúsi fyrir þjóð eins og Íslendinga sem séu ekki mjög brosmildir.“Siðmenntuð þjóð Magnús Þór segir að verkefnavalið hafi líka verið breytilegt. „Á nítjándu öldinni var sterk löngun í það að sjá leikhúsið leika sitt eigið þjóðlíf, eins og Matthías Jochumsson orðaði það. En í byrjun tuttugustu aldar, árin eftir að heimastjórnin kemur og fram að fullveldinu, þá sjáum við mjög öflugt tímabil í sögu Leikfélags Reykjavíkur þar sem er sett upp mjög mikið af nýjum íslenskum verkum. Verk eftir Jóhann Sigurjónsson, Guðmund Kamban og fleiri og ég er m.a. að skoða hvernig þessi verk takast á við þær spurningar sem eru í gangi í samfélaginu. Hver erum við sem þjóð? Hvert viljum við fara? Átökin milli sveitalífs og borgarlífs. Stöðu konunnar og fleiri spurningar sem voru í gangi í samfélaginu sem var verið að takast á við í þessum verkum.“ Magnús Þór bendir á að það sé merkilegt sem gerist á þriðja áratugnum þegar Alþingi samþykir að byggja Þjóðleikhús. „Þá hefði mátt gera ráð fyrir að Leikfélag Reykjavíkur, sem var svona ígildi Þjóðleikhúss á þessum tíma, fengi heimili í Þjóðleikhúsinu. En í staðinn fyrir að halda áfram á þeirri braut sem það var á þá breytti það um stefnu og fór meira að gera sig að evrópsku stórborgarleikhúsi. Flytja meira af nýjum erlendum verkum, það kemur inn ný tegund gamanleikja og Shakespeare er settur upp í fyrsta sinn og íslensku verkin stíga svolítið til hliðar. Þau íslensku verk sem eru skrifuð fara meira að endurspegla borgaralegt líf, gerast á borgaralegum heimilum og þá var til að mynda algengt að tekið væri fram að það væri píanó í stofunni. Það var jafnvel aldrei spilað á það í verkinu en það var tákn um menntaða stöðu heimilisins. Þannig að eftir fullveldið fer þjóðin að máta sig við hugmyndina um að vera siðmenntuð evrópsk menningarþjóð. Frekar en að hverfa aftur í söguna og skoða hvaðan við komum þá sjáum við sterka tengingu vaxandi millistéttar við sambærilega strauma í Evrópu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. maí.
Menning Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira