Óvenju hlýtt loft yfir landinu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. maí 2017 08:19 Það eru eflaust margir sem hlakka til að spóka sig í sólinni á Austurvelli í sumar. Vísir/Andri Marinó Óvenju hlýr loftmassi hefur nú sest yfir landið og í gær mældist mjög hár hiti á norðaustanverðu landinu. Hæstu hitatölur sem mældust í gær voru: 22,8°C í Ásbyrgi 22,8°C í Bjarnarey 22,7°C á Húsavík. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar en til að setja tölurnar í samhengi er bent á að hæsti hiti sem mældist allt íðasta sumar var 24,9°C, þann 3. Júní á Egilsstaðaflugvelli og er það einungis 2 stigum hlýrra en mældist í gær. Þá er útlit fyrir að í dag muni sunnanáttin ganga alveg niður og að áfram verði bjart og hlýtt veður. Það má reikna með að þokuloft verði með suðurströndinni og einnig með vesturströndinni í kvöld. Áfram er útlit fyrir rólegt veður á landinu næstu daga. Ský og þokuloft verða algengari um helgina og þá dregur úr hita. „Því miður virðist sem sumarið sé ekki komið til að vera, því langtímaspár gera ráð fyrir að þessum góðviðriskafla ljúki með kaldri norðanátt kringum miðja næstu viku,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag: Hægviðri, léttskýjað og hiti 13 til 19 stig. Sums staðar þokuloft við sjávarsíðuna og hiti 6 til 9 stig.Á laugardag: Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað og þokuloft með norður- og austurströndinni og hiti 5 til 8 stig. Víða léttskýjað sunnan- og vestanlands, einkum í uppsveitum, með hita að 18 stigum.Á sunnudag: Hæg breytileg átt. Skýjað um landið sunnanvert og hiti 6 til 12 stig. Bjart nokkuð víða norðantil og hiti að 17 stigum.Á mánudag: Hæg vestan- og norðvestanátt. Bjartviðri SA- og A-lands og hiti 12 til 17 stig, en skýjað að mestu í öðrum landshlutum og hiti 6 til 12 stig.Á þriðjudag: Vestan 5-10, skýjað og dálítil súld af og til, en þurrt um landið austanvert. Heldur kólnandi.Á miðvikudag: Útlit fyrir stífa norðanátt. Rigning, slydda eða snjókoma norðan og austanlands og hiti 0 til 3 stig. Bjartviðri sunnan heiða og hiti 3 til 8 stig að deginum. Veður Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira
Óvenju hlýr loftmassi hefur nú sest yfir landið og í gær mældist mjög hár hiti á norðaustanverðu landinu. Hæstu hitatölur sem mældust í gær voru: 22,8°C í Ásbyrgi 22,8°C í Bjarnarey 22,7°C á Húsavík. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar en til að setja tölurnar í samhengi er bent á að hæsti hiti sem mældist allt íðasta sumar var 24,9°C, þann 3. Júní á Egilsstaðaflugvelli og er það einungis 2 stigum hlýrra en mældist í gær. Þá er útlit fyrir að í dag muni sunnanáttin ganga alveg niður og að áfram verði bjart og hlýtt veður. Það má reikna með að þokuloft verði með suðurströndinni og einnig með vesturströndinni í kvöld. Áfram er útlit fyrir rólegt veður á landinu næstu daga. Ský og þokuloft verða algengari um helgina og þá dregur úr hita. „Því miður virðist sem sumarið sé ekki komið til að vera, því langtímaspár gera ráð fyrir að þessum góðviðriskafla ljúki með kaldri norðanátt kringum miðja næstu viku,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag: Hægviðri, léttskýjað og hiti 13 til 19 stig. Sums staðar þokuloft við sjávarsíðuna og hiti 6 til 9 stig.Á laugardag: Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað og þokuloft með norður- og austurströndinni og hiti 5 til 8 stig. Víða léttskýjað sunnan- og vestanlands, einkum í uppsveitum, með hita að 18 stigum.Á sunnudag: Hæg breytileg átt. Skýjað um landið sunnanvert og hiti 6 til 12 stig. Bjart nokkuð víða norðantil og hiti að 17 stigum.Á mánudag: Hæg vestan- og norðvestanátt. Bjartviðri SA- og A-lands og hiti 12 til 17 stig, en skýjað að mestu í öðrum landshlutum og hiti 6 til 12 stig.Á þriðjudag: Vestan 5-10, skýjað og dálítil súld af og til, en þurrt um landið austanvert. Heldur kólnandi.Á miðvikudag: Útlit fyrir stífa norðanátt. Rigning, slydda eða snjókoma norðan og austanlands og hiti 0 til 3 stig. Bjartviðri sunnan heiða og hiti 3 til 8 stig að deginum.
Veður Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira