Björk og Jónas Sen senda frá sér veglega nótnabók Guðný Hrönn skrifar 3. maí 2017 14:15 Jónas Sen hefur undanfarin átta ár unnið að veglegu bókverki í samvinnu við Björk Guðmundsdóttur. Vísir/GVA Björk Guðmundsdóttir er að senda frá sér bók sem hefur að geyma nótur með 34 útsetningum laga hennar. Það var píanistinn Jónas Sen sem vann útsetningarnar með henni en vinnan á bak við bókina tók átta ár og útkoman er afar veglegt „Tilurðin er sú að fyrir tíu árum síðan var ég að túra með Björk. Við ferðuðumst um allan heim í eitt og hálft ár og hún hafði þann háttinn á að hafa alltaf eitt lag, rétt undir lok dagskrárinnar, sem var rólegra en hin. Og hún söng þau lög með mér án hinna í hljómsveitinni,“ útskýrir Jónas Sen spurður út í hvernig samstarf hans við Björk Guðmundsdóttur í kringum nótnabókina kom til. „Fyrir þetta tónleikaferðalag sendi hún mér nokkur lög sem hún bað mig um að kynna mér og undirbúa. Ég gerði alveg nýja útgáfu af einu þeirra sem Björk var mjög hrifin af og við fluttum hana margoft á ferðalagi okkar.“„Eftir að túrinn var búinn þá hafði hún samband við mig og spurði hvort ég vildi ekki gera með henni útsetningar á lögunum hennar fyrir píanó, orgel, sembal og selestu.“ Jónas stökk á tækifærið og við tók mikil vinna. „Þetta er búið að taka langan tíma, eða átta ár nánar tiltekið. Lögin hennar hafa aldrei komið út í nótum og hugmyndin var þá að gefa út veglega útgáfu með lögunum hennar. Allir sem hafa einhverja kunnáttu á hljómborðshljóðfæri geta spilað þau, og líka sungið en röddin er einnig skrifuð í nótur með texta,“ segir Jónas um bókina sem kemur út 5. júní. Ekki alltaf sammálaBókverkið geymir 34 útfærslur með nótum af lögum Bjargar.Aðspurður hvernig samstarfið hafi gengið segir Jónas þetta hafa gengið afar vel þó að þau Björk hafi ekki endilega alltaf verið sammála. „Oft vildi ég fara mína leið, en ekkert alltaf. Ef ég heyri eitthvert lag eftir Björk þá dettur mér oft í hug hvernig væri hægt að útfæra það í einhvern annan stíl. Í þessu ferli settist ég bara niður og bjó til útsetningu eða einhvers konar tilbrigði og svo spilaði ég það fyrir Björk. Annaðhvort fílaði hún það eða hataði það, það gerðist alveg stundum,“ segir hann og hlær. „Þá settist ég bara aftur yfir þetta og oft þurfti hún að hjálpa mér. Ég myndi segja að flestar útsetningarnar í bókinni væru gerðar af okkur Björk saman. Hún er harður gagnrýnandi og ekki má gleyma að hún hefur gert ótal útsetningar á tónlist sinni á öðrum vettvangi, þ.e. fyrir strengi, kóra og blásara.“ Jónas er himinlifandi með útkomuna enda er um vandað bókverk að ræða. „Já, við erum búin að fara svo vandlega yfir þetta með hjálp margra sérfræðinga.“ Um umbrotshliðina sá franska listamannateymið M/M Paris sem hefur unnið töluvert með Björk í gegnum tíðina. „Umbrotið er rosalega fallegt en M/M Paris hannaði alveg sérstakt tónlistarletur sem er mjög í anda Bjarkar.“ Þess má geta að sumar útsetningarnar voru frumfluttar af Jónasi og Ásgerði Júníusdóttur mezzósópran á Listahátíð 2010, en aðrar voru frumfluttar í þáttaröðinni Átta raddir, sem Jónas hafði umsjón með fyrir nokkrum árum. Upptökur af flutningi nokkurra laganna er að finna á vefsíðu hans, jonas-sen.com. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir er að senda frá sér bók sem hefur að geyma nótur með 34 útsetningum laga hennar. Það var píanistinn Jónas Sen sem vann útsetningarnar með henni en vinnan á bak við bókina tók átta ár og útkoman er afar veglegt „Tilurðin er sú að fyrir tíu árum síðan var ég að túra með Björk. Við ferðuðumst um allan heim í eitt og hálft ár og hún hafði þann háttinn á að hafa alltaf eitt lag, rétt undir lok dagskrárinnar, sem var rólegra en hin. Og hún söng þau lög með mér án hinna í hljómsveitinni,“ útskýrir Jónas Sen spurður út í hvernig samstarf hans við Björk Guðmundsdóttur í kringum nótnabókina kom til. „Fyrir þetta tónleikaferðalag sendi hún mér nokkur lög sem hún bað mig um að kynna mér og undirbúa. Ég gerði alveg nýja útgáfu af einu þeirra sem Björk var mjög hrifin af og við fluttum hana margoft á ferðalagi okkar.“„Eftir að túrinn var búinn þá hafði hún samband við mig og spurði hvort ég vildi ekki gera með henni útsetningar á lögunum hennar fyrir píanó, orgel, sembal og selestu.“ Jónas stökk á tækifærið og við tók mikil vinna. „Þetta er búið að taka langan tíma, eða átta ár nánar tiltekið. Lögin hennar hafa aldrei komið út í nótum og hugmyndin var þá að gefa út veglega útgáfu með lögunum hennar. Allir sem hafa einhverja kunnáttu á hljómborðshljóðfæri geta spilað þau, og líka sungið en röddin er einnig skrifuð í nótur með texta,“ segir Jónas um bókina sem kemur út 5. júní. Ekki alltaf sammálaBókverkið geymir 34 útfærslur með nótum af lögum Bjargar.Aðspurður hvernig samstarfið hafi gengið segir Jónas þetta hafa gengið afar vel þó að þau Björk hafi ekki endilega alltaf verið sammála. „Oft vildi ég fara mína leið, en ekkert alltaf. Ef ég heyri eitthvert lag eftir Björk þá dettur mér oft í hug hvernig væri hægt að útfæra það í einhvern annan stíl. Í þessu ferli settist ég bara niður og bjó til útsetningu eða einhvers konar tilbrigði og svo spilaði ég það fyrir Björk. Annaðhvort fílaði hún það eða hataði það, það gerðist alveg stundum,“ segir hann og hlær. „Þá settist ég bara aftur yfir þetta og oft þurfti hún að hjálpa mér. Ég myndi segja að flestar útsetningarnar í bókinni væru gerðar af okkur Björk saman. Hún er harður gagnrýnandi og ekki má gleyma að hún hefur gert ótal útsetningar á tónlist sinni á öðrum vettvangi, þ.e. fyrir strengi, kóra og blásara.“ Jónas er himinlifandi með útkomuna enda er um vandað bókverk að ræða. „Já, við erum búin að fara svo vandlega yfir þetta með hjálp margra sérfræðinga.“ Um umbrotshliðina sá franska listamannateymið M/M Paris sem hefur unnið töluvert með Björk í gegnum tíðina. „Umbrotið er rosalega fallegt en M/M Paris hannaði alveg sérstakt tónlistarletur sem er mjög í anda Bjarkar.“ Þess má geta að sumar útsetningarnar voru frumfluttar af Jónasi og Ásgerði Júníusdóttur mezzósópran á Listahátíð 2010, en aðrar voru frumfluttar í þáttaröðinni Átta raddir, sem Jónas hafði umsjón með fyrir nokkrum árum. Upptökur af flutningi nokkurra laganna er að finna á vefsíðu hans, jonas-sen.com.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira