Volkswagen með 28% meiri hagnað á fyrsta ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2017 11:15 Frá höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg. Volkswagen er aldeilis að rétta úr kútnum eftir vandræðin sem dísilvélasvindl fyrirtækisins skóp því. Það sést berlega með síðustu tölum frá fyrsta ársfjórðungi ársins en hann skilaði 28% meiri hagnaði en fyrir ári og skilaði VW 522 milljarði króna í vasann. Þessi hagnaður nú er helst til kominn vegna bætts rekstrar Volkswagen merkisins sjálfs, mikillar sölu Volkswagen bíla í V-Evrópu og mikillar sölu nýrrar kynslóðar VW Tiguan jepplingsins. Kostnaður við rekstur hefur einnig lækkað. Vel gekk einnig hjá systurmerkjunum Audi og Skoda og með góðu framlagi allra systurmerkjanna er búist við milli 6 og 7% hagnaði af sölu í heild á þessu ári. Þessar góðu tölur frá Volkswagen eru talsvert betri en sérfræðingar höfðu spáð og líklegar til að hækka hlutabréfaverð í Volkswagen Group bílasamstæðunni. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent
Volkswagen er aldeilis að rétta úr kútnum eftir vandræðin sem dísilvélasvindl fyrirtækisins skóp því. Það sést berlega með síðustu tölum frá fyrsta ársfjórðungi ársins en hann skilaði 28% meiri hagnaði en fyrir ári og skilaði VW 522 milljarði króna í vasann. Þessi hagnaður nú er helst til kominn vegna bætts rekstrar Volkswagen merkisins sjálfs, mikillar sölu Volkswagen bíla í V-Evrópu og mikillar sölu nýrrar kynslóðar VW Tiguan jepplingsins. Kostnaður við rekstur hefur einnig lækkað. Vel gekk einnig hjá systurmerkjunum Audi og Skoda og með góðu framlagi allra systurmerkjanna er búist við milli 6 og 7% hagnaði af sölu í heild á þessu ári. Þessar góðu tölur frá Volkswagen eru talsvert betri en sérfræðingar höfðu spáð og líklegar til að hækka hlutabréfaverð í Volkswagen Group bílasamstæðunni.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent